Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 31

Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 31
irinn, Porsteinn á Grýtubakka, fékk þá mestan afla allra for- manna á opið skip, Hafrenning, 3427 kúta (245 kúta í hlut), en þeir Jörundur og Sigurður á Látrum, sem mun vera sami maður- inn og gerlt hafði út frá Grenivík 1853—’55, voru nokkru aflalægri. Þetta vor aflaði Jón Loftsson á ,,jakt sína“ aðeins 1728 kúta lifrar eða 123 kúta í hlut, ef gert er ráð fyrir 14 hlutum eins og þá var títt. En þess er að gæta, að þó að Vigfúsi félaga hans fyndist hann flýta sér helzíti mikið til veiðanna, hlýtur hann að hafa misst af miklum hluta veiðitímans, og líklega bezta hlutanum. Eftir 1857 er um langt áraskeið ekki kunnugt um aðrar afla- skýrslur frá Eyjafirði en mjög slitróttar aflafréttir í blöðunum. í Norðra 31. maí 1858 er sagt: „Hlutarhæstir eru enn að því er vér höfum heyrt hinir svonefndu fjórmenningar í Grýtubakka- hreppi," og 30. júní 1859 segir, að hlutarhæstir séu „svonefndir fjórmenningar og Jón Loftsson." Mun því það, er Vigfús Sigurðs- son segir, að Jón hafi brostið aflasæld, eftir að hann fékk jaktina, aðallega eiga við vorið 1857 og ef til vill 1858, enda virðist mest ráða þeim orðum hans, að setið hefir það í honum, að liann missti af veiðiförinni 1857 og fannst Jón bregðast sér, hvernig svo sem þeim málum annars hefii verið farið. Víst er, að á þessum árum ávann Jón sér meðal norðlenzkra sjó- manna virðingarnafnið „skipstjórinn mikli“. Hann varð almennt viðurkenndur fræknastur og kunnáttumestur að fara með skip allra formanna fyrir norðan land. Einhverju mun um þetta hafa ráðið sú fyrirmennska, er hann bar með sér og olli því, að félagar hans í Kaupmannahöfn veturinn 1856—’57 kölluðu hann barón- inn. Svo hlýtur sigling sans á jaktinni heim frá Kaupmannahöfn vorið 1857 að hafa verið skoðuð sem einstakt afreksverk, því að ráða má jrað af frásögn Vigfúsar, að það hefir verið talin formssök ein, að hann fékk með sér til þeirrar ferðar danskan skipstjórnar- mann, og í minningagrein, sem rituð var um hann látinn í Fróða, er jafnvel ekki getið annars en hann hafi einn stjórnað jaktinni í þeirri ferð, og virðist þar þó ekkert seilzt eftir að skruma af þeirri siglingu. Ef marka má minningar gamalla manna við Eyjafjörð, hlaut Jón þó mesta frægð af siglingu til Jan Mayen. Er svo frá sagt, að hann hafi verið staddur við Langanes í veiðiför og ekki orðið þar hgkarls var. Hafi hann þá borið þá tillögu upp við há- seta sína að sigla norður til Jan Mayen til að leita þar hákarla- miða. Báru þeir þvílíkt traust til hans, að þeir féllust á tillöguna, þó að þeir hefðu enga hugmynd um, hvar þeirrar eyjar væri að STÍGANDI 269
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.