Stígandi - 01.10.1946, Side 34

Stígandi - 01.10.1946, Side 34
Ingólfur þótti gott skip og aflasælt, en ekki varð það gamalt, því að það fórst sumarið 1868 vestur við Hornstrandir og týndist þar skipshöfnin öll. Þá var formaður skipsins bróðir Jóns, Sigfús Krist- inn, mjög efnilegur og aflasæll sjómaður og hinn ágætasti maður. Jón fór vestur á strandstaðinn, og er til skýrsla lians um þá för, skýr og greinargóð. (Nf: 19. marz 1869, líka tekin í Skútuöldina II, 183-184). Annað gerðisit þó þarna í Keflavík, sem meira var um vert en útgerð Ingólfs: Þar hélt Jón sjómannaskóla, líklega eina sjó- mannaskólann, er þá var á landinu! Verður varla annar vitnis- burður fundinn gleggri um það, hve mjög þótti um siglingakunn- áttu Jóns vert, en að menn skyldu sækja hann heim til náms í sjó- mannafræðum norður til Keflavíkur í Fjörðum. Árni Guðmunds- son á Þórustöðum á Svalbarðsströnd minnist þess frá því, er hann var smádrengur á Þönglabakka í Þorgeirsfirði,*) að Jón hafði þá einn veturinn 3 eða 4 nemendur í Keflavík, og var einn þeirra af Tjörnesi og annar úr Grímsey. Eflaust er við Jón átt, þar sem Ein- ar í Nesi getur þess í riti sínu ,,Um framfarir á íslandi“, að „ein- staka formaður (hafi) haldið heimaskóla á vetrum og kennt ungum mönnum hið helzta af siglingafræðinni." Þetta rit Einars er sam- ið veturinn eftir að Jón flutti frá Keflavík. Vorið 1868 flut'ti Jón búferlum að Efra-Haganesi í Fljótum. Þar var hann jafn vel settur til útgerðar sem í Keflavík, en betur til félagslegrar þátttöku. Þetta sama vor stofnuðu útvegsmenn við Eyjafjörð gagnkvæmt tryggingarfélag um hákarlaskip sín, Ábyrgð- arfélag Eyfirðinga. Stjórn þess félags skipuðu í upphafi þrír virkta vinir Jóns, Steinke kaupmaðui', Einar í Nesi og Tryggvi Gunnarsson. Þegar á öðru starfsári sínu stofnaði félag þetta til skólahalds fyrir skipstjóraefni á hákarlaskip og tók að sér að greiða kennslugjald fyrir 8 nemendur hvern vetur, 100 rd. saman- lagt, en annan kostnað skyldu nemendur greiða sjálfir. Félagið réð Jón til að veita skólanum forstöðu, og var skólinn haldinn á 'heimili ihans, Efra-Haganesi, tvo vetur, jan., febr. og marz 1871 og jan., febr. og marz 1872. Um skólahaldið fyrri veturinn segir svo í Norðanfara (X ár, 38): „Áður er þess getiðhér í blaðinu, að Hið eyfirzka ábyrgðarfélag hefir heitið 100 rd. gjöf árlega til þess að koma hér upp skóla, hvar kennd yrði sjómannafræði, siglingalist, seglagerð og ýms sjó- *) Árni er fæddur 1. mars 1859, og var 9 ára, er Jón flutli úr Keflavík. 272 STÍGANDI

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.