Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 39

Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 39
bindindismennsku. En að því leyti reyndist þessi undansláttur vel, að félaginu hélzt þá um sinn vel á félagsmönnum sínum, en undanþágan var brátt numin úr lögum félagsins aftur. Er svo að sjá, sem félaginu hafi vegnað vel, meðan Jón stýrði því. Tveir voru nánastir vinir Jóns í sveitinni, Þorsteinn mágur hans á Grýtubakka og Einar í Nesi. Sagt er, að þeir mágarnir hafi heimsótt hvor annan á afmælum þeirra, þar til Jón gerðist bind- indisfrömuður, en þá sagðist Þorsteinn eins geta drukkið kaffi heima hjá sér og í Hvammi. Annars varð það þeim mágum ekki að vinslitum, þó að hvor færi sína leið í áfengismálum, og er mælt, að Þorsteinn liafi litið upp til Jóns bæði vegna manngildis hans og siglingakunnáttu, þó að sjálfur væri Þorsteinn mikils metinn í sveitinni, auðsælli maður en Jón og enn meiri aflamaður, er þeir stunduðu báðir sjó. — Um þá Jón og Einar er því líkast sem þeir hafi skipt með sér forystuhlutverkum í menningarviðleitni sveit- arinnar. Var Einar formaður lestrarfélagsins en Jón bindindis- félagsins, en þetta voru raunar tvær greinar á sama stofni, og félagsmenn margir hinir sömu í báðum félögunum. Einnig voru þeir aðalmennirnir í Framfarafélagi Grýtubakkahrepps, en það félag hafði Einar stofnað áður en Jón flutti aftur í sveitina, og vann það aðallega að framförum landbúnaðarins í sveitinni. Af skýrslum félagsins má sjá, að Jón hefir verið einna mestur jarða- bótamaður í sveitinni þau árin, er hann bjó þar, enda tekur Ein- ar það fram í eftirmælum, 'er hann reit um Jón látinn, að hann hafa lagt frábæra alúð við að bæta jörð sína og prýða. Annars eru sagnir um það, að þegar fundum þeirra Jóns og Einrs hafi borið saman, hafi tal þeirra oftast snúizt að sjómannafræðum og sjó- mannakennslu. Er það ekki með ólíkindum, þar sem vitað er, að báðir höfðu þá kennslu stundað, og er ekki ólíklegt, að þeir hafi haft um það einhverja samvinnu fyrst eftir að Jón kom úr utan- för sinni, og hafi það verið upphaf þess, sem reyndar má furðu- legt telja, að Einar, sem aldrei hafði verið svo mikið sem háseti á skipi, tók að kenna sjómannafræði. Þar hefi ég séð Jón síðast nefndan til afskipta af máli, er hann varð samferða Einari vini sínum í Nesi að Laufási 4. jan. 1883, er Einar fór að lesa stefnu í Neshólmamálinu fræga yfir líkbörum vinar þein'a beggja, sr. Bjarnar Halldórssonar, og reyndi Jón að hafa Einar ofan af því, að ganga svo hart fram í málinu. Segir Vil- hjálmur Bjarnarson í Kaupangi frá þessu í bréfi til Jóns á Gaut- löndum 14. jan. 1883. En Einar hafði fortölur Jóns að engu, og STÍGANDI 277
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.