Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 40

Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 40
„kvað sig eigi varða, þó að Laufásprestur væri dauður" (Vilhj. merkir þessi orð með tilvitnunarmerkjum). Jón hefir augljóslega skilið þær sálfræðilegu ástæður, er til þess lágu, að þessi málsmeð- ferð gat verið Einari háskasamleg. Einar vildi hins vegar á það eitt líta, hver væri lagaleg málsmeðferð og hvernig helzt mætti tryggja framgang þess málstaðar, er hann hugði réttan. Hann leit einnig svo á, að hann ætti ekki í þessu máli við sr. Björn sem mann og enn síður sem gamlan vin, heldur við I.aufásprest, og varðaði þá engu, þó að sá maður, er um hríð liéfði verið prestur að Laufási, hvíldi á líkbörunum. Jón skildi, hvernig fólkið í sveitinni mundi líta á málið, og að því mundi finnast sem Iiér væri níðzt á hollvini þess, góðum dreng, er nýlega hafði kvatt það hinztu kveðju, og hann mat álit fólksins, hvort sem hann hefir talið það rétt eða eigi. Einar hvorki skildi almenningsálitið né mat það að nokkru. Þrátt fyrir kynborið áræði og aindlega og líkamlega yfirburði yfir flesta menn, bjó Jón yfir veiklyndi, sem því hafði va'ldið, að hann gekk út af þeim vegi, sent hann sýndist sjálfkjörinn að hafa for- göngu á, meðan hann lifði, en það veiklyndi átti jafn mikinn þátt í því sem yfirburðir hans, að hvar sem hann fór, var hann mitt í kviku þess þjóðlífs, er hann lifði og hrærðist í, alls staðar framar- lega, en með vini og velunnara til beggja handa. Því skildi liann líka betur aðra menn en vinur hans Einar, vitmaðurinn mikli, er fengið hafði þann kjark, er aldrei brast, við harða baráttu og sjálfsögun og jafnframt hafði áunnið sér rneiri yfirsýn og framsýn en allir þeir, er hann umgekkst, en var alltaf furðu einangraður mitt í allri sinni félagsstarfsemi og umhyggju fyrir velferð sam- tíðar og framtíðar. Skömmu eftir 'nýárið 1883 lagðist Jón banaleguna og dó eftir langvarandi þjáningar 28. maí, 47 ára að aldri. Einar í Nesi minntist hans í blaðagrein (Fróði 9. júlí 1883), þar sem getið er nokkurra æviatriða hans og starfa. En um manninn sjálfan fer Einar svofelldum orðum, sem hann augljóslega vill stilla í hóf: „Jón sál. var einn meðal 'hinna merkustu bænda, vel að menntun og mannkostum búinn, sannur framfaramaður, er jafnan var boð- inn og búinn til að styðja og styrkja hvert mál, er til gagns og góða horfði, hvort heldur fyrir einstaka menn, sveitarfélagið eða önn- ur félög.----Manna var hann háttprúðastur í allri umgengni, réfitsýnn og reglusamur og því almennt virtur og elskaður af þeim, er til hans þekktu. Það er því að vonum, að hans sé sárt saknað, ekki aðeins af eftirlifandi ekkju og öllum nákomnum, 278 STÍGANDI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.