Stígandi - 01.10.1946, Page 46

Stígandi - 01.10.1946, Page 46
TYNDIR SKOGAR Eftir JOHANNES V. JENSEN Hann hét Korra og var akuryrki. Er hann hafði auðgast, fór hann til borgainnar til að kaupa sér þræl. Kaupmaðurinn sýndi honum marga þræla, en Korra var ekki ánægður. — Viltu kannske, að ég dragi þá alla fram fyrir þig, hvæsti kaupmaðurinn að lokum — þetta var um miðjan daginn, meðan þrælarnir sváfu. — Ég get gjarnan farið í aðra verzlun, sagði Korra. Þá það. Kaupmaðurinn kippti í hlekkina og Korra fékk að sjá allan hópinn. Hann athugaði hvern einstakan með mikilli ná- kvæmni. — Taktu á þessurn hérna, hann er einstæður, sagði kaupmað- urinn og teymdi einn fram úr hópnum. — Ha? Er ekki brjóstkassinn dásamlegur, sláðu á liann! Og finndu þessa handleggi, sinarnar eru eins og fiðlustrengir. — Gaptu! Kaupmaðurinn stakk fingri í munnvik þrælsins og sneri honum móti Ijósinu. — Nú skaltu fá að sjá tennur. Og hann dró hnífsegg hratt yfir framtennur þrælsins. — Sjáðu hér, góði maður, það er málmur á þeim. Þetta eru tennur, sem geta bitið í sundur nagla. Korra hugsaði sig enn um nokkra hríð. Hann athugaði þræl- inn mjög nákvæmlega og boraði fingurgómunum inn í vöðva hans til að vita, hve þeir væru þéttir. Að lökum ákvað hann sig og fékk þrælinn leystan úr keðjunni. Og er fliann ,hafði borgað, súr á svip, hélt hann heimleiðis. Innan fárra daga varð þrællinn veikur. Þar sem hann var ekki lengur hjá þrælasalanum, heldur í ró og næði, þá fékk hann heimþrá eftir skógum átthaganna. Korra þekkti það vel — einkennin voru svo greinileg. Hann settist hjá þrælnum, sem lá á bakið og vildi ekki lifa, og talaði varfæmislega við hann. 284 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.