Stígandi - 01.10.1946, Page 48

Stígandi - 01.10.1946, Page 48
— J>að er langt, sagði Korra, þú horfir — langt. Og þú hefir enga peninga. Þrællinn þagði skelkaður. — Nei, það var rétt. — Viltu vinna fyrir mig í þrjú ár enn, eða segjum tvö, þá skaltu fá ferðapeninga? Þrællinn beygði höfuðið og byrjaði stritið á ný. En hann fylgd- ist ekki eins vel með tímanum og áður. Aftur á móti dreymdi hann mikið. Korra heyrði hann hrópa og hjala í svefni. Og að skömmum tíma liðnum varð hann veikur. Þá settist Korra hjá honum og talaði lengi. Orð hans báru með sér þunga, virðulega reynslu. — Ég er gamall maður. Þegar ég var ungur, þráði ég líka skóg- ana í vestri. En ég gat ekki aflað mér nægra peninga til fararinn- ar. Ég kemst ekki þangað hér eftir, nema andi minn, þegar ég er dauður. Þú ert ungur og duglegur, en ertu duglegri en ég var á þínum aldri? Hugsaðu þig um og fylgdu góðu ráði. Reyndu sem fyrst að láta þér batna. Og nauðugur lét þrællinn sér batna. En er hann hóf starf sitt á ný, vildi hann gjörast værukær, og lagði sig stundum til svefns, er hann skyldi vinna. Korra barði hann því dag einn. Það varð honum til góðs. Hann grét. Árin tvö liðu. Þá gaf Korra þræl sínum virkilega frelsi. Og hann lagði af stað til vesturs. Mánuðum seinna kom hann aftur, illa lialdinn, án þess að hafa fundið skóginn sinn. — Svona fór það, sagði Korra. En ég er góður, ekki skal annað verða sagt. Legðu aftur af stað og leitaðu til austurs. Ekki er ómögulegt, að skógarnir séu þeim megin. Þrællinn fór, og hann fann raunverulega skóga heimkynna sinna, en hann þekkti þá ekki. Uppgefinn kom liann til baka og sagðist hafa fundið tré, bæði hér og þar, en ekki sýna eigin skóga. — Hm, Korra hóstaði. — í mínu húsi skalt þú alltaf fá mat, sagði hann vingjarnlega, vertu aðeins hjá mér. Heimilislaus skaltu ekki verða. Og þegar ég er horfinn til feðra minna, mun sonur minn sjá um þig. Korra el'tist, en hann hafði þræl á bezta aldri. Hann gaf honum 986 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.