Stígandi - 01.10.1946, Page 52

Stígandi - 01.10.1946, Page 52
Það verður sjálfsagt að skýra það fyrir lesandanum, hvernig þetta óhapp Hannesar orsakaðist, og er þá fyrst að minnast á mat- inn hans Jóns, eða magann með keilulifrinni. Hann hafði verið Játinn í fötu, sem notuð var undir alls konar rusl, matarleifar, bein o. fl., og þar hafði Ásmundur séð liann, þegar honum datt í hug að hefna sín á Hannesi fyrir stígvélaskiptin, því að hann var ekki í neinum vafa um það, að það hefði verið einn af hans mörgu hrekkjum. Hafði Ásmundur því tekið rnagann, bundið spotta um neðri endann á honum og hengt hann upp í dekkið innan við skáphurðina. Síðan liafði hann losað bandið frá opinu á honum og tyllt því mjög lauslega við skáphurðina að ofanverðu. Það gat (því ekki lijá því farið, þegar skápurinn yrði opnaður, að op mag- ans félli niður og innihaldið fengi óhindraða framrás. Á meðan Hannes stóð á þilfarinu, hálfblindur og viðutan eftir þetta óskiljanlega áfall, skauzt Ásmundur niður í lúgarinn, los- aði magann, sem nú hafði lokið sínu ætlunarverki, af naglanum, og kastaði honum í eldinn. Hannesi gekk fremur illa að ná af sér grútnum, en af einhverri tilviljun náði hann í vettlinga, sem lagðir höfðu verið á lúgars- kappann, og notaði hann þá fyrir þurrku. Var það mesta furða, hvað vettlingamir tóku við rniklu. Hannes var eins og annar maður, þegar hann lagði þá frá sér. En vettlingarnir voru líka eins og aðrir vettlingar, eða að minnsta kosti fannst Ásmundi það. Það vildi semsé svo óláriléga til, að þegar hann skrapp niður í áðurnefndum erindum, þá lagði hann frá sér vettlingana á kappann, en sá þá svo ekki, þegar liann kom upp aftur og var að leita að þeim, á meðan Hannes lauk við hreingerninguna, en þá voru þeir í því ástandi, að Ásmundur varð að hætta við að nota þá. Þegar Hannes hafði nú gert á sér þessa bráðabirgðahreinsun, réðst hann niður í lúgarinn aftur, og gerði nákvæma rannsókn á skápnum, en þar voru engin vegsummerki að sjá eða finna, um það hafði Ásmundur séð. Vegna þess að það yrði of langt mál, ef skýra ætti nákvæmlega frá hverju einu, sem fyrir kom á Sæfaranum, en lesandinn hins vegar fengið dálitla hugmynd um lifnaðarháttu og sambúð skip- verja, verður að hlaupa yfir hina daglegu smáviðburði, en aðeins tína til það, sem mestu máli skiptir. Við látum því líða tvo daga, sem óhætt er að segja að voru erf- iðisdagar fyrir alla um borð. Enginn ldífði sér, hvort heldur var 290 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.