Stígandi - 01.10.1946, Síða 54

Stígandi - 01.10.1946, Síða 54
tíu í skippundið, og þó það sé ekki vel að marka að sjá það svona nýsaltað, þá gæti ég trúað því, að það væru ein þrjátíu skippund, eftir fyrirferðinni að dæma. Nú liðu þrír dagar, sem allir voru hver öðrum líkir, sama góð- viðrið og ágætt fiskirí. En nú var loftvog nokkuð farin að falla, og smám saman hafði verið að þyngja í lofti síðustu klukkutímana, þar til komin var hríð, en logn var enn. „Það fer nú líklega að vinda eitthvað úr þessu, því að ekki er að marka, þó að það votti ekki neitt fyrir báru, þegar ísinn er í vindáttinni, og svona nærri. Austan eða norðaustan sjór gerir ekki mikið vart við sig eins og nú stendur." Þannig fórust skipstjóra orð við stýrimann, þar sem þeir stóðu og voru að draga sinn fiskinn hvor. „Já, ég býst við, að það fari að styttast í logninu, þetta er eigin- lega orðin óvanalega löng stilla, en gjarnan hefði hann mátt sitja á sér ögn lengur. Það er sárt, þegar maður er einu sinni kominn í ætið, að geta ekki notað sér það,“ svaraði stýrimaður. Þetta samtal átti sér stað á kvöldvaktinni, skömmu eftir vakta- skiptin. Var þá ekki enn farið að storma, en þegar kom frarn undir miðja vaktina, fór að sló niður vindköstum með styttra og styttra millibili, og innan lítillar stundar var kominn þéttingsstormur af norðaustri og töluverð hríð. Það fór því heldur að tregast fiskurinn, sem eðlilegt var, því að áferðin var orðin mjög slæm. Enginn náði botni lengur, færin lágu hálfflöt út frá skipinu, sem ýrnist dreif eða halaði mjög mikið. Það fór nú að koma hljóð úr horni hjá sumum, sem þóttust órétti beittir, þegar félagar þeirra höfðu rennt út öllu viðbótar- færinu, og kannske heldur meira stundum. „Þetta er orðin slæm áferð,“ mælti skipstjóri. „Ég held það sé bezt að rifa seglin og sjá, hvort driftin verður nokkuð minni.“ Var skipverjum nii sagt að draga inn færin, og síðan voru seglin rifuð. Eitt rif tekið í stórsegl og aftursegl. Að jrví loknu var aftur farið að renna, en driftin var engu minni en áður, Jdví að vindur- inn hafði heldur aukizt. Voru menn nú alveg hættir að verða varir, og sagði því skipstjóri, að bezt væri að liætta, en gera heldur að fiski þeim, sem dreginn liafði verið yfir vaktina. Þegar aðgerðinni var lokið, mátti heita, að kominn væri rok- stormur. Hríðin var hin sama, en auðfundið, að nú var komið töluvert frost. 992 STÍGANDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.