Stígandi - 01.10.1946, Side 55

Stígandi - 01.10.1946, Side 55
„Jæja, Keli minn,“ mælti skipstjóri við stýrimann, „sjáðu nú um, að gengið sé vel írá lestaropinu, og svo skulum við taka annað rif í seglin, en fokkuna er nóg að einrifa; líka er bezt að slá stormklýfinum undir. Segðu svo piltunum að binda vel utan um færin sín og gættu að, hvort lifrarfötin eru trúlega bundin — bezt, að ekki sé neitt lauslegt á þilfarinu. Svo látum við liggja svona upp, þangað til fer að birta, og sjáum til, ihvað ihann gerir.“ Stýrimaður lét samvizkusamlega framkvæma allar fyrirskip- anir skipstjóra, og iþegar gengið hafði verið frá öllu sem tryggi- legast, kvað hann skipverjum óhætt að vera undir þiljum til skiptis, þannig að tveir væru einatt á þil.fari og gættu þess svo vel sem kostur væri 4- hvort ísjakar eða skip nálguðust. Það var komið undir vaktaskipti, þegar búið var að koma öllu í lag, og Ihöfðu báðar vaktir hjálpast að við það, því að þeim, sem vakt áttu niðri, þótti ekki ómaksins vert að fara niður svo stutta stund. Settust því allir, að undanskildum þeim tveim, sem fyrstir liéldu vörð, að kalffidrykkju. „Mikil árans óheppni var það, að hann skyldi fara að rjúka upp með þennan bannsettan óþverra, og það versta er, að það má búast :við því, að hann gangi ekki strax úr því aftur, eftir svona langa stillingu — iþað er orðin vika, sem þessi blíða hefir staðið,.“ mælti Brandur gamli, á milli þess að liann saup á kaffinu. „Ég held þú ættir að þakka forsjóninni fyrir storminn, því að líklega hefðir þú drepið þig á stöðum, ef góða veðrið hefði hald- izt ilengur. Ég segi fyrir mig, að ég verð guðslifandi feginn að fá að sofa rólegur eina vakt,“ sagði Jónsi. „Hvað skyldi nú annars vera kornið mikið í lestina? — það var töluvert umsaltað í fyrrinótt. Vitið þið, hvað margt var í gellu- tökunni í gær?“ spurði Árni. „Mér heyrðist Keli segja, að það væri heldur ifleira en í fyrra skiptið, en svo er þó töluvert í döllunum núna. Það eru þó alltaf komin átta þúsund, það vitum vi^,“ gegndi Helgi. „Er ekki komið glas? Ef þið klárið úr katlinum, en drepið okkur úr kulda 'hér uppi, þá göngum við aftur, og þá skal ykkur svei mér ekki verða svefnsamt á eftir,“ hrópaði Ásmundur ofan í lúgarinn. „Hvað er klukkan? — Hvað er úrið kokksins? Það á að vera eins og klukkan aftur í.“ „Hann liggur á því, strákskrattinn. Það verður að fara aftur í og vita, hvað klukkan er.“ Ásmundur beið nú ekki boðanna, þegar hann fékk þessi svör, STÍGANDI 293

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.