Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 63

Stígandi - 01.10.1946, Blaðsíða 63
verið eina „bjarnarnótt" að yrkja rímurnar, enda fátt um tóm- stundir, faðir þeirra hafi lítt hvatt þær til verksins og loks hafi það reynzt þeim erfiðara en þær hafi grunað. Ennfremur hafi það dregið kjark úr þeim, að maður nokkur, sem þær ekki nafngreina, hafi tjáð þeim, að hann væri einnig að yrkja tiímur af Ármanni. Telja þær litla von til, að þeirra verk jafnist á við hans. Þó hefir svo farið, að ókunnugt mun nú með öllu um verk manns þessa, en rímur systranna eru enn til, að vísu í harla fúnu handriti og ekki að öllu óskertu. Eins og fyrr segir eru rímurnar alls 16 og mansöngur fyrir hverri, en auk þess eftirmáli með þeirri síðustu. Er handritið ritað með fagurri rithönd og tilgreindur háttur hverrar rímu. Sú sögn fylgir handritinu, að Skarða-Gísli, hagyrðingurinn alkunni, hafi skráð það, en hann var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, móð- ursystur þeirra systra. Ekki er því að leyna, að mikill hluti rímna þessara er kenninga- hnoð og leirburður í augum nútímalesanda, eins og megin flestra rímna er. Samt sem áður slá systurnar allvíða slíka gneista úr grjóti, að fullrar athygli er vert, og þær leika sér víða að svo dýr- um háttum, að augljóst er, að þær hafa oft stytt sér stundir við vísnagerð, áður en þær kveða rímur þessar. Skal hér til fróðleiks tekin sýnishorn úr rímum þessum og greina hætti með, eftir því sem í handritinu stendur. Þva miður vantar upphaf 4. rímu og urn leið heiti rímnaháttarins, en auð- velt mun þeim, sem vita vill heiti hans, að fá það upp hjá brag- fróðum mönnum. Dæmin eru tekin bæði úr mansöngvunum og rímunum sjálfum, og auðvitað heldur seilzt eftir betri vísunum að dómi þess, er þetta ritar. Ferskeytt. 1. ríma: Þó nú ljóða látum arf lítinn skemmta um tíma, aftrast góð ei iðja þarf, en ami burt kann rýma. Gullháttur. 3. rima: Fróð ef Ijóðin færast lýðum þýðum, trega þar við týnist stríð, teppist, sleppist kviðahríð. Barningsbálkalag. 2. rima: Góði nauða græðarinn gefi oss dauða fyrir sinn, er hér þjást í eymdinni ðllum sjást í dýrðinni. 4. ríma: Umdi í voðum þeyrinn þöndu, þegna glatt sem fær. Glumdi í boðum, borða öndu blóðughaddan slær. STÍGANDI 301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.