Stígandi - 01.10.1946, Page 66

Stígandi - 01.10.1946, Page 66
Hin er ort um síðustu áramótin, er hún lifði. Var henni borið kaffi, sem henni þótti góður drykkur, og kastaði þá fram þessari stöku: Glansar þekka gleSin klár, guði þakkir syngjum. Felli ég ekkert amatár út nú drekk ég gamalt ár. Það lætur að líkum, að Hólmfríður liefir ekki getað lagt mikla rækt við ljóðagerð sína. Til þess voru kjör hennar allt of kröpp. En sextug leggur hún þó enn í rímnagerð og byrjar svo: Úr brjósti dregst fram Kjalars knör, hvernig tekst það reynslan skýrir. Hratt fram ekst hans ekki för af því sextug kerling stýrir. Rímur orti Hólmfríður af Parmesi loðinbirni og má vera, að fyrrgreind vísa sé upphaf þeirrar. Þó veit ég það ekki með nokk- urri vissu. Heyrt hefi ég, að Andrés Johnson í Hafnarfirði eigi eitthvað í fórum sínum eftir Hólmfríði. Hólmfríði er svo lýst, að hún hafi verið alvörukona og trúræk- in mjög. í mansöngvum Ármannsrímna víkja þær systur líka aft- ur og aftur að kærleikanum og trúnni á guð, enda segir Hólmfríð- ur í jólakvæði, er hún orti 66 ára gömul: í barndóms mínu brjósti var brunnur lífs ágætur að heyra sönginn hátíðar lielgrar jólanætur. Ekki þarf getum að því að leiða, að Hólmfríður hefir aðeins ort sér til hugarhægðar um dagana, en aldrei til lofs né frægðar. Slíkt hefir henni ekki komið til hugar, fátækri alþýðukonunni. En svo rík hefir ljóðaþrá hennar verið, að hin kröppustu kjör fengu aldrei kæft hana að fullu. Stundum yrkir þessi alþýðukona sig frá hvers- dagsleika dasgurstritsins í rímum, ortum út af einhverri riddara- sögunni, stundum tjáir hún trú sína á betra og bjartara Mf í öðr- um heimi, stundum yrkir lnin hughreystivísur, þegar myrkur hversdagsleikans leggst þyngst að. Þess er ekki að vænta, að flugið verði hátt né langt við Mkar aðstæður og hún bjó við, en ekki dylst það, að ljóðæð hennar hefir verið harla rík. Öllum mun í blóð borin einhver afrekslöngun, þótt misjafnlega sterk sé og vakandi. Það er oftar en aðeins um áramótin, sem við 304 STÍGANDI <

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.