Stígandi - 01.10.1946, Page 67

Stígandi - 01.10.1946, Page 67
lirökkvum við og spyrjum: Til hvers lifum við, rennur ekki allt líf okkar út í sand, gleymumst við ekki algerlega, þegar við erum horfin hér af jörð? Og við finnum til óhugnanlegrar tómleika- kenndar, við viljum ekki gleymast. En hvaða störf okkar koma til að bera uppi nafn okkar? Þessi eða hin, eða alls engin? Fæst okk- ar munu dómbær á það. Þó að samtíð okkar dæmi okkur að miklu, dæmir framtíðin okkur líka. Eflaust hefir Hólmfríði og Sigurlaugu Indriðadætur ekki órað fyrir því, að Ármannsrímur, sem þær ortu eina „bjarnai'nótt' sér til stundargamans, mundu lifa þær og jafnvel flest önnur störf þeirra, ef ekki öll, þótt miklu meiri tíma væri varið til þeirra. Þannig vitum við ekki, sem nú lifum og störfum, hvaða störf eða hvort nokkur störf okkar halda uppi nafni okkar, Jregar við erum öll. Við verjum miklu fé í miklar og margvíslegar framkvæmdir og það er vissulega mikils vert. Eflaust mun núlifandi kynslóð hugsa nokkuð á líka lund og Guðmundur Ketilsson, bróðir Nat- ans, sem kvað þessa vísu og felldi sjálfur Jrennan dóm um verk sín: Þegar starf mitt eftir á allt er gleymsku falið, Illugastaða steinar þá standið upp og talið. Verkin áttu að tala. En varð það ekki vísan, sem hafði orð fyrir steinunum? Og þannig hefir það verið með okkur íslendingum, og mun það ekki verða enn, að akurstörfin á vitaðsgjafa íslenzkrar tungu verði Jrau verkin, sem lifi lengst? Spyrji þá einhver, hvar athafna minna sér staði er það í fáeinum línum á gulnuðu blaði. Á gulnuðu, fúnu og máðu blaði skolast oft verk einstaklings yfir haf tímans upp í fjöru nýrra kynslóða, verk, sem þykir næsta furðulegt, að til skuli liafa orðið við þær aðstæður, sem Jrá voru fyrir hendi, eins og rímurnar þeirra Hólmfríðar og Sigurlaugar Indriðadætra, 20 STÍGANDI 305

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.