Stígandi - 01.10.1946, Side 71

Stígandi - 01.10.1946, Side 71
gerbeytast. Læknarnir verða starfsmenn liins opinbera, og hafa fastákveðin laun og vissan vinnutíma. Þetta verður kleift vegna þess, að læknarnir starfa saman í flokkum. í 'hverri heilsuræktarstöð verður flokkur af læknum, sem starfar eins og einstaklingur. Allir eru þeir jafn-færir, en þó stundar hver sína sérgrein, en álit þeirra allra kemur til greina, og verður það skráð í sérstaka bók, sem heilsufarslýsing hvers einstaks manns. í henni verður auðvelt að finna allar nauðsynlegar upplýsingar urn heilsu hans og hvenær hver athugun var framkvæmd. Ein ahugunin er um líkamlegt heilsufar, önnur um ljósvaka- eða geislunarendurvarp mannsins og hvernig kirtlar líkamans svara áhrifum geimgeisla og staðbundnum sveiflum. Þriðji læknirinn rannsakar hina sálrænu hlið mannsins og hinn fjórði hið andlega ástand lians. Þá verða gerðar rannsóknir á meltingunni og öndun- inni, sem er mikilvægt atriði. Hver þessara lækna hefir þekkingu til að lækna — ef unnt er — þær veilur, er hann finnur á sál eða líkama mannsins, og hann hefir einnig aðgang að því, er félagar hans hafa leitt í Ijós. Læknarnir munu haga störfum sínum þann- ig, að jafnan séu einhverjir að starfi, og sjúklingnum verður gert ljóst, að alhliða læknisskoðun og lækning er framkvæmd á honum. Heilsuræktarstöðvarnar verða einnig miðstöðvar líkamlegra æfinga og ihreysti, þar sem allar tegundir þeirra verða stundaðar af kappi. Kvikmyndir, ræður og prédikanir verða þar um hönd hafðar sjúklinunum til líkams- og sálubóta. Kennsla í matreiðslu og mataræði verður ókeypis. Þessar heilsustöðvar og allt, sem þeim fylgir, verða ekki til í einu vetfangi, heldur þróast þær smátt og smátt, út frá fenginni reynslu og vaxandi hreinlæti. Hinar miklu auðlindir, stórhugur og lífsþróttur, fá fullt at- hafnarúm, öllum þjóðúm til vaxandi gengis og betrunar, og í stærri stíl en nokkru sinni áður. Allt verður til að auka trú mann- anna á þessari gag-ngeru breytingu. Umbæturnar og velferðin, sem koma í kjölifar þeirra, verða hylltar og lofsungnar. Þær verða þreyttum og hrelldum sálum það’. sem jass og brennivín eru þeirn í dag — þær verða þjóðleg nauðsyn og ánægja, sem lengi hefir verið þráð. Þjóðfélagsþegnar hinna nýju heilsuverndar munu heimsækja heilsuræktunarstöðvarnar, fullir af athygli og nýrri von, og þeir munu hverfa þaðan aftur fullir skilnings og vitundar á því starfi, sem þar er inntaf höndurn í þágu hvers einstaklings, svo að hann STÍGANDI 309

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.