Stígandi - 01.10.1946, Síða 75

Stígandi - 01.10.1946, Síða 75
I’cssi nútíma minninga- og sagnaritun okkar á sér eina hliðstæðu í bókmennta- sögu þjóðarinnar, þó að vísu væri margt með öðrum hætti þá en nú. Það er sagnaritunin forna, þegar íslendingasög- urnar og Noregskonungasögurnar urðu til. Eins og nú átti og mundi þjóðin þá tímana tvenna. En sá var munurinn, að þá var hún að hverfa frá umbrotamiklu og auðugu lífi inn í þá einangrun og fá- tækt, sem hún hefir nú aftur af sér varpað. Þá eins og nú fannst henni á- stæða til að gera upp við liðinn tíma, sjá cg skilja andstæðurnar nteð því að hera þær saman, sjá samtímann í ljósi liðins dags, liðinn dag í Ijósi samtimans. Henni var þetta að mestu leyti ósjálf- rátt. Með henni urðu til rniklar bók- menntir, án þess að hún skildi til nokk- urrar hlítar, livað hún var að gera. Hið sama er að gerast nú. Hér verður aðeins lauslega getið tveggja þessara minningabóka um gamla tímann hér á Islandi fyrir mannsaldri og aldahvörfin, sem gerzt hafa með þjóð- inni á ævi gömlu kynslóðarinnar, og cru báðar þessar bækur nteðal hinna betri og athyglisverðari bóka í þcssari bók- menntagrein. Önnur þessara bóka er Gömul kynni, eftir Ingunni Jónsdóttur. Þetta er ekki að öllu leyti ný bók. Áður hafa komið frá hendi frú Ingunnar tvær bækur, sein margir kannast við, Bókin mín (1926) og Minningar (1937), og er efni beggja þeirra bóka tckið upp í Göntul kynni, en allmiklu nýju efni bætt við. Ef á forntið er litið, er hér ekki að ræða um samfelll rit, enn síðtir sögu með samfelldum söguþræði, heldur er þetta líkast formlitlu safni sundurleitra minninga um menn og menningu horf- innar aldar, nokkurra ritgerða um ýmis- leg efni, fáeinna dulrænna sagna og æv- intýra. En þegar farið er að lesa, finnst lesandanum fyrr en varir því líkast, sem frú Ingunn komi með tímann, þegar hún var ung, í fanginu til hans. Lesand- inn verður þess harla lítið var, að frú Ingunn sé nokkuð að segja frá sjálfri sér, að þetta séu hennar minningar, en það er vissulega „bókin hennar", enginn læs maður, sem bókina les, kemst hjá því að lifa sig inn í hennar hugmynda- og minningaheim. En það er um leið heimur liðinnar aldar, í því ljósi sýndur, að hann verður nútímamönnum skýr, og þó eru frásagnirnar ómengaðar af sjónarmiðum þess tíma, sem er að líða. Engtt skiptir, hvort frú Ingunn segir frá Melaheimilinu um 1860, fyrstu endur- minningum sínum, „glerbrotum á mannfélagsins haug“ (þ. c. olbogabörn- unum í æsku hennar), „orðstír (sem) deyr aldrcgi" (þ. e. afbragðsmönnum) eða minningum sínum úr Hornafirði eða búendum í Vatnsdal, allt er það með sama markinu brennt. Á kápu bókarinnar er skemmtileg rnynd frá níræðisafmæli frú Ingunnar. Frú Ingunn er þar með þremur dóttur- böriutm sínum, og er citt þeirra nafna hennar, áttatíu árum yngri en gamla konan. Það sem gerir myndina sérstak- lega skemmtilega er það, að hér er clli og æska, sem mætast með innilegum, gagnkvæmum skilningi. Frú Ingunn, sem fyrst og fremst lifir í gömlum tíma, kemur með hann færandi hendi lil okkar, sjónarmið hans, liugsunarhátt, skilning, jafnvel málfar og hugsunarhátt, hefir þó jafnframt lagað sitt tungutak svo eftir líðandi tíma og meðal annars eftir skilningi barnabarna sinna, að bæði þau og við öll, jafngömul barnabörnum hennar og eldri, eigtim auðvelt með að skilja hana betur cn flesta aðra, er við okkur ræða eða fyrir okkur rita. Hin bókin, Á ferð, cftir Ásmund Gísla- son, áður prófast á Hálsi, er líka að forminu til safn sundurleitra ritgerða og frásagna. En hún orkar á lesandann eins og samfelld saga, og er rauði þráð- urinn breytingin mikla, sem orðið hefir á islenzku þjóðlífi á hinni stuttu ferð sjálfs hans frá vöggu til grafar. Hann STÍGANDI 313
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.