Stígandi - 01.10.1946, Síða 76

Stígandi - 01.10.1946, Síða 76
segir frá fyrstu kirkjuferðinni sinni, fyrsta réttardeginum, sem hann man eftir, fyrstu ferðinni í skólann (lærða skólann) og tveimur minningum úr skólalífinu, sem raunar lýsa meir hinum gamla tíma en skólanum, frá reiðhestin- um, sem bar hann yfir torleiði löngu liðins tíma, frá skóginum, sem eytt var til að bjarga fólkinu frá hungurmorði, frá því, er talsíminn kom og brúin var byggð yfir Fnjóská, frá einu skemmti- legu aivintýri úr safnaðarlífinu, þegar hann var prestur fólksins í dalnum, og loks frá því, er fór um hug hans 17. júní 1944. Saga sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar verður varla rakin ljósara og persónu- legar í fáum orðum en þar er gert. Allir eru þessir þættir liugþekkir, frá- sögnin yfirlætislaus, ljós og nærfærin. Höfundurinn er frábærlega glöggskyggn á hið almenna í öllu hinu einstaka og smáa. Orðfærið er brennt og nákvæmt, stíllinn tær og fagur. Allra beztur er þátturinn 17. júní 1944. Hann er lista- verk. Arnór Sigurjónsson. hóroddur Guðmundsson frá Sandi: Villiflug. Ljóð. Bókaút- gáfa Pálma H. Jónssonar. Akur- eyri. 1946. Af öllum þeim vörum, sem nú ganga kaupum og sölum, er engin jafn viðsjál og sú, er skáldskajrur nefnist. Að skáld- skapur er liér nefnd vara, er vegna þess, að hann hefir verið gerður að verzlunar- vöru, en ekki er það ný synd, heldur erfðasynd. Ungir menn og vaskir, sem uppi voru á söguöldinni og leituðu hugsunum sín- um þess búnings, er þá var tízka, gerðu skáldskapinn að verzlunarvöru. Þeir freistuðu gæfunnar í hirðsölum konunga og jarla: „kvöddu sér hljóðs" og kváð- ust hafa ort um konunginn eða jarlinn. Félli höfðingjanum kvæðið eða drápan vel í eyru og væri afreksverka hans, ef 314 STÍGANDI nokkur voru, getið á viðeigandi hátt — helzt margendursögð í stefinu — þá mátti hið unga skáld búast við kvæðis- launum. „I>ó að margt hafi breyzt, síðan byggð var reist,“ segir skáldið, þá hefir þessi erfðavenja, að verzla með skáld- skap, haldið velli. Hún hefir aðeins lag- að sig eftir tækninni og tízkunni. Hún hcfir freistað fleiri ungra manna og kvenna á þessari öld en nokkru sinni fyrr. AUs .staðar er skáldskapur á boð- stólum. Skáldskapur í mjög misjöfnum formum: ljóðrænn, hálfrímaður og rím- laus. Þá tegund skáldskapar nefna höf- undarnir frjáls ljóð. Sérkennileg- ust, cg á vissan hátt frumlegust, eru þau kvæðin, sem hvorki höfundarnir né les- endurnir skilja. Þau eru ekki óútgengi- legasta skáldskaparvaran. — „Þetta orti eg eina um jarl,“ sagði Sneglu-Halli við Harald konung: Þula verður að drápu með Dönum verri; föll eru fjórtán ok föng tíu; opit es ok öndvert öfigt stígandi. Svá skal yrkja sá’s illa kann. „Konungur brosti at, ok þótti honum jafnan gaman at Halla" .... Þetta litla dærni sýnir, að skáldskapar- og skemmtanatengslin eru enn hin sömu: að enn er „ekkert hlé á leir- burðe", eins og Káinn kvað, og hitt, að menn skemmta sér því innilegar við hann, sem hann er göróttari og lausari i reipunum. Þetta gæti gefið ástæðu til að spyrja: Hvað er skáldskapur? Einhver hefir sagt, að hann sé „krist- allað mannvit". Svarið er dálítið óþægi- legt. Það kynni að draga feitt strik yfir margar blaðsíður, væri það löggilt af menntamálaráðinu, en svo harðbrjóstá mun það aldrei verða. Hitt kynni að geta hent það að henda kristalli en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.