Stígandi - 01.10.1946, Síða 79

Stígandi - 01.10.1946, Síða 79
sjálfum og jafnvel Ravic vini hans nauð- synlegt jafnvægi til að geta tekið hinu ömurlega flóttamannah'fi með rósemd — að því er heimurinn fær að sjá. Allar þessar persónur eiga sér hliðstæður í fyrrncfndum sögum Remarques, aðal- söguhetjuuni í liverri fyrir sig svipar að mjög miklu til Ravics: Sterk persónu- gerð brostin inn að kjarna við átök feiknlegra örlaga, en þrátt fyrir allt er gullið heilt, og á stundum svo bjart og skínandi, að auðsæ er hin bjargfasta trú höfundar á mannveruna, þrátt fyrir allt, þrátt fyrir villuspor hennar, þrátt fyrir niðurlægingu hennar og óteljandi af- glöp. Joan Madou svipar einnig um margt til fyrri kvenlýsinga Remarques, t. d. I’at í Drei Kaineraten. Þó er Joan mun jarðneskari, iiún er hin svipula jörð, moldin, Pat hinn fagri himin. En það er meir stigs en eðlismunur á þess- um tveim kvenlýsingum. Boris Morosow minnir um ýmislegt á Willy vin okkar úr Tíðindalaust af vesturvígstöðvunum og Vér héldum heim. Hins vegar er Rolande, stjórnandi vændiskvennahússins, ný kvengerð hjá Remarque og næsta vel dregin. Hér yrði of langt mál að skýra svo nokkru nemi frá efni sögunnar, sem er hið margbreytilegasta. Sá lesandi, sem vill gcta gleymt sér og umhverfi sínu yfir bók, mun höndla það hnoss við lestur Sigurbogans, sá, sem hefir yndi af margslungnum persónulýsingum, fær þar einnig notið þess, sá, sem leitar feg- urðar í lestri bókar, mun ekki leita til einskis í bókum Remarques, ef hann er þá ekki of kreddubundinn sjálfur, og sá, sem leitar fróðleiks, mun einnig finna hann. Að vísu má kannske segja, að sá fróðleikur, sem Remarque miðlar, sé oss íslendingum framandi og næsta fjarlæg- ur, oss, sem viljum ekkert af ófriði vita og djöfulleik hans. En það er cinu sinni sitt hvað oft að vilja og verða, og svo hefir oss einmitt farið í nýafstaðinni styrjöld. Þýðing bókarinnar virðist gerð af ein- stökum lipurleik og smekkvísi. Eflaust mætti að vísu að nokkrum smáatriðum finna, en slíkt hverfur alveg í heildar- svip þýðingarinnar. sem er, eins og áður er sagt, einstaklcga viðfelldin og látlaus. W. Somerset Maugham: Svona var það. Brynjólfur Sveinsson íslen/.k- aði. Somerset Maugham hcfir á einum stað gefið sjálfur þann mælikvarða, sem liann telur, að leggja beri á skáldsögur. Hann segir: „Ég lít svo á, að það sé nægilegt fyrir skáldsagnahöfund að vera góður skáld- sagnahöfundur. Honum ber engin nauð- svn til að vera spámaður, predikari, pól- itikus eða ieiðandi hugsuður. Bókmennt- ir eru list, og hlutverk listarinnar er ekki að fræða án jress að skemmta. Þetta viðurkenna víst ekki allir, en það mun stafa af því, að sá hugsunarháttur er all- útbreiddur, að það sé ekki viðeigandi að láta sér þykja gaman að einhverju. En þctta er vitleysa. Öll skemmtun er góð. En það eru sumar skemmtanir þannig, að þær hafa óþægileg eftirköst, sem forð- ast bcr. Með árum og reynslu er það scm betur fer æ auðveldara. Og svo er auðvilað til bæði vitkandi og heimsk- andi skemmtanir. Ég leyfi mér að full- yrða, að lestur góðrar skáldsögu er ein sú skemmtun, sem skipar flokk þeirra, sem mest vitkandi áhrif hafa á mann." Maughain hefir náð langt á þeirri braut að gera skáldsögur sínar skemmti- legar og um leið „vitkandi". Hér á landi sem víðar hefir hann náð miklum \ in- sældum. Hann cr snjall að finna efni úr margvíslegu umhverfi og klæða það í slíkan búning, að það nær hug og hjarta lesandans. Oftast sækir Maugham efni sitt í líf samtíðar sinnar, en í Svona var það og er það enn bregður hann af venju. Aðalpersónur sögunnar eru Ma- chiavelli, stjórnmálamaðurinn, og rit- höfundurinn, og Caesar Borgia, ævin- STÍGANDI 317
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.