Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 80

Stígandi - 01.10.1946, Qupperneq 80
týramaðurinn, siðleysinginn og bragða- refurinn. Söguefnið er semsé sótt suður á Ítalíu og aftur á 16. öld. Machiavelli er fastar fylgt gegnum söguna og varpað á hann Ijósi frá fleiri hliðum. Meðfram vegna þessa kannske fer líka þannig, að lesandanum finnst að loknum lestri að sumu leyti meir til Borgia koma, þvert á móti því sem hann hafði áður gert sér í hugarlund um þessa menn. Langur þáttur sögunnar er um „leikbrellur" þessara manna þeirra í milli. Er þar víða spaklega komizt að orði fyrir munn þessara persóna og þær látnar vera mjög glöggsýnar á margt. En „vit“ þeirra og „glöggsýni" beinist fyrst og fremst að því að skynja og skilja andstæðing sinn og meðbræður gegnum veikleikann, gegnum ragmennskuna, fégræðgina, hé- gómagirndina, valdafíknina. Þeir reikna með öðrum orðum fyrst og fremst með sömu „faktorunum" og flestir stjórn- málamenn gera enn þann dag í dag, og veldur því, hve öll pólitík er álitin mikið „svínarí". En tekst höfundinum að gera efnið skemmtilegt, eins og hann telur hlut- verk skáldsagnahöfundar? Mér er það til efs, að lesendum finnist það almennt. Að vísu eru margar athuganir hnyttileg- ar og persónunum oft teflt í kátbros- legar kringumstæður og slæma klípu, en með engri persónu fær lesandinn ó- skipta samúð, honum stendur í rauninni alveg á sama um, hvernig þeim farnast, hvort þær sitja fastar sjálfar í dýrabog- anum, sem þær hafa egnt fyrir aðra, eða hvort þeim tekst veiðin. Tilræði Machia- vellis til þess að ná ástum frú Aurelíu er t. d. næstum því djöfullega kænlegt, en verður þó að engu vegna annarra bragða, og æskumaðurinn hirðir veiðina, en fær þó enga samúð lesandans til þess. Þar eru aðeins yngri öfl eldri yfirsterk- ari. Að loknum lestri hugsar lesandinn: Göfgandi er bókin ekki og ekki sérlega skemmtileg, en þó mun hún mörgum hollur lestur, ekki sízt nú, þegar menn 318 STÍGANDI eru farnir að taka sig leiðinlega hátíð- lega, því að svona var það og er það enn, að maðurinn er harla ófullkominn og næsta auðvirðilegur, jafnvel þótt hann að ytri sýnd sé gylltur í sniðum. Jón J. Aðils: íslandssaga. Vil- hjálmur Þ. Gíslason sá um út- gáfuna. íslandssaga Jóns Aðils hefir orðið langlíf kennslubók í íslenzkum skóluin. Nú liefir hún þó um skeið verið ófáan- leg á bókamarkaðinum, enda farið að vanta tilfinnanlega í hana höfuðatriðin úr sögu þjóðarinnar frá 1874 til vorra daga. Nýlega er kennslubók þessi komin aftur á markaðinn í endurskoðaðri út- gáfu Vilhjálms Þ. Gíslasonar, skóla- stjóra. Er í þessari útgáfu allmargt mynda til skýringar efninu svo og nokk- ur kort. Er það hvort tveggja góður fengur og gerir efnið að mun ljósara fyrir nemendum. Þá hefir Vilhjálmur Þ. Gíslason bætt við sögu Aðils þættinum frá 1874 og skijrtir honum í fjóra kafla: LandshöfðingjadarmitJ, HeimastjÓrn, Fullveldi, Lýðveldi. Auk þessa hefir hann bætt við nokkrum nýjum á víð og dreif, sérstaklega um hagsögu, bók- menntir og menningu. Smærri breyting- ar hafa einnig verið gerðar: stytt, fellt úr eða bætt inn í, eftir því sem henta þótti betur við kennslu nú í skólum. Skýringar allar við myndir hefir Vil- hjálmur samið, svo og bætt við bókina, auk þess sem áður hefir verið nefnt, rita- og ártalaskrá. Það hefir viljað brenna við nú á stríðsárunum, að kennslubækurnar sætu á hakanum hjá útgefendum. Lestrarbók Sig. Nordals er ófáanleg til mikils baga fyrir skólana, Forn íslenzk lestrarbók Guðna Jónssonar er uppseld og þannig mætti fleira upp telja. Eiga þeir, sem komið hafa Islandssögu Jóns Aðils aftur á markaðinn vissulega þakkir skilið fyrir það framtak, og mættu fleiri útgef- endur taka til fyrirmyndar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.