Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 5

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 5
Þegar við tölum við aldraða menn og konur um jólin í barnæsku þeirra, heyrum við oftast frásagnir af kyrrlátri jólagleði við húslestra, kertaljós og spil „og allir fengu eitthvað nýtt á kroppinn, því að enginn mátti fara í jóla- köttinn, og búrið var fullt af mat“. Og við finnum, að í hugum öldunganna lifir minningin um jólin, sem ógleym- anlega hátíð ljóssins, kærkomna í svörtu skammdegi og einangrun. Kertaljósin lýstu í hverjum krók og kima, sem ella voru dimmir. Nýju fataplöggin voru mikill fengur, vegna þess, að yfirleitt var fólk heldur klæðlítið. Og allur maturinn í búrinu var því eftirsóknarverðari og lystilegri, sem hann var oft af skornum skammti endranær. Nú er þetta allt breytt, og eldri sem yngri kvarta um, að jólagleðin og jólahelgin sé víðast horfin. Við höfum margfalt meiri og f)ölbreyttari mat en áður, margfalt stærri og dýrari gjafir en áður, meiri og skærari ljós en áður, ríkmannlegri og glæsilegri fatnað en áður, en í hugum manna og hjörtum séu minni jól en áður. Menn trúi ekki lengur á Guð og séu hættir að dýrka Krist. Nú dýrki þeir einungis Mammon og geri undirbúning jólanna að örvæntingarfullu kapphlaupi og slíkri fjárhagsbyrði, að mörg heimili fái tæpast undir staðið. Allt er þetta satt og rétt og vitnisburður um það, hvernig mennirnir geta leiðzt út í blindgötur, sem þeir finna síðan ekki leið út úr aftur. Hversvegna skvldum við leggja slíkt ofurkapp á fínan fatnað á jólum, þegar við höfum nógan fatnað árið um kring? Hversvegna þetta óskaplega umstang við jólamatinn, þegar búrin eru full og borðin hlaðin árið um kring? Og hvað erum við svo að halda hátíðlegt? Fæðingarhátið Krists? Vissulega. Að minnsta kosti þeir, sem trúaðir eru. En sé það rétt, að jólahelgina vanti, er þá ekki trúnni eitthvað ábótavant? Víst fara menn í kirkju á jólum, - fleiri nú en fyrir nokkrum árum, segja prestar. Skyldi það vera vegna vaxandi trúar eða fara menn í kirkju í þeirri von að finna þar eitthvað, sem ekki var í matnum eða gjöfunum? Ef til vill í von um að finna friðsamlega stund, klukkustundarhlé frá háværum matmálstímum og klið fjölskylduboðanna? Hvert, sem erindið er, væri óskandi, að kirkjan gæti veitt þeim úrlausn, sem til hennar leita. En er ekki hægt að lifa jólahelgi, án þess að vera mjög trúaður? Geta þeir, sem ekki treysta sér til þess að trúa á Guð eða Kirkjuna, ekki haldið jólahátið í minningu Jesú Krists, hver sem hann var og hvort sem hann var eingetinn sonur Guðs eða ekki; geta þeir ekki minnzt hans sem hins mikla boðbera kærleikans, sem meiri áhrif hefur haft á okkar siðfræði og félagslegan hugsunarhátt en nokkur annar fyrr eða síðar? Getum við ekki minnzt fæðingarhátíðar Krists með því að dýrka það góða í manninum, kærleikann, vin- áttuna, tengzlin milli foreldra og barna? Því ekki að gera það með gjöfum að einhverju leyti - en muna þó að það er hvorki stærð gjafarinnar né verð sem máli skiptir. Því ekki gera það með góðum og ljúffengum rriatarréttum - en muna þó, að það er meira um vert að hafa móður sina glaða og káta yfir fljótgerðum og auðveldum réttum, heldur en sjá hana þjótandi milli borðstofunnar og eldhússins, úfna um hár, rauðeygða af þreytu og áhyggjufulla af að ná ekki að koma öllu á borðið í tæka tíð. Því ekki gera það með söng og leikjum - en muna, að ánægjan er ekki endilega fólgin í hávaða. Því ekki hitta fjölskyldu sína og vini - en muna þó að betra er að láta það vera, ef mann langar ekki til þess. Hversvegna taka þátt í fjölskylduboði, sem farið er í með þeirri hugsun, að það verði eflaust óþolandi og koma heim að því loknu og segja: „Guði sé lof að þetta er afstaðið“. Því ekki fara í kirkju, ef maður trúir eða telur sig hafa af því ánægju - en muna þó, að trúin er ekki mæld í kirkjuferðum. Þeir eru til, sem finna meiri trúarhelgi og frið á göngu í hreinum snjó undir stjörnubjörtum himni en í kirkju, hversu skrautleg sem hún er, hversu mikið sem þar er af rauðum og gylltum litum, margradda sálmasöng og hátíðlegum ræðuflutningi. Skyldu ekki allir geta dýrkað sannleikann og kærleikaop á jólunum, hvort sem þeir eru trúaðir eða ekki? 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.