Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 22

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 22
FRAMHALDSSAGAN LEIKBRÚÐURN7TR S3ð Eftir Paul Gallico Áður komið: Ung stúlka frá Breton- skaga ætlar að drekkja sjálfri sér og brostnum vonum sínum í Signu. Þegar hún ráfar áfram í blindri ör- væntingu, er skyndilega kallað á hana út úr myrkrinu. Það reynist vera ein af sjö brúðum í brúðuhúsi kaftcins Coqs, og áður en kvöldið er liðið, taka þær Mouche, en svo heitir stúlkan, í sinn hóp. Mouche gleym- ir sér í samtölum við brúðurnar og lifir i þeirra heimi á daginn, en utan starfsins er búktalarinn hrottafeng- inn ruddi, allt önnur manngerð en brúðurnar hans. Hann gerir Mouche að hjákonu sinni, en svívirðir hana á allan hátt. Hún er örvæntingarfull, en sívaxandi ást leikbrúðanna kem- ur henni jafnan á réttan kjöl. Leiktjöldin sýndu torg í miðju þorpi, þar sem Golo lék á gítarinn til að draga að fólk. Um leið og Rauðtoppur kom fram, hrifinn og æstur af að sjá svo marga áhorfendur, kallaði hann skræk- róma á Mouche að koma og sjá; og það kom af sjálfu sér að hætta við fyrir- fram ákveðnu atburðarásina. Allir, þar með talin Mouche, gerðu nákvæmlega það, sem þeim sýndist. Coq hafði upphaflega útvegað kór- stelpubúning handa Mouche. I hans stað kom hún nú inn í einföldu pilsi og blússu, eðlileg, eins og henni var tamt, svarta hárið og stór glampandi augun í sviðsljósinu. Brúðurnar voru himinlifandi að vera komnar á svið. Þær kölluðu fram feimna aðstoðarmenn og ljósamann, sem Mouche tók brátt móðurlega að sér; þær misþyrmdu tiivitnunum í sí- gildar franskar bókmenntir, létu Mou- che lýsa hljómsveit. rmönnunum, sem þær sáu ekki, þær heimtuðu litríkari sviðsljós; þær endaventu öllum venj- um og siðum af endalausri fjölbreytni. Og sem fyrr gleymdi Mouche hvar hún var og hver hún var og varð sak- lausi, stóreygi leikfélagi brúðanna sjö og flutti þær beint inn í hjörtu áhorf- enda. En þótt hláturinn ríkti, urðu áhorf- endur hrærðir, þegar Alifanfaron sá áhorfendaskarann í fyrsta sinn og fékk óskaplegt kast af sviðsótta. Hann stam- aði og var svo miður sín, að jafnvel Mouche gat ekki róað hann. Golo kom þá gangandi úr skoti sínu með gítarinn í fanginu. Hann flissaði og sagði blíðri, djúpri röddu: „Ef maður er hræddur, hjálpar söngurinn manni stundum að gleyma óttanum.“ Fingur hans töfruðu fram lagið, sem hann hafði leikið fyrir Mouche eina nótt fyrir löngu í Besancon. Stúlkan greip það strax. Hún gekk til stóra, heimska tröllsins, sem reyndi skjálf- andi að fela sig á sviðinu, lagði armana utan um hann, vaggaði honum blítt og söng með Golo: Sofðu mín vina vært í nótt, í vöggunni dilla ég þér rótt, faðir þinn hefur á sjóinn sótt. Svolídl fiskidugga mun honum langa myrka nótt mjúkt á haföidum rugga. Rauðtoppur kom upp og tók undir. Að lokum lyfti tröllið úfnu höfði, leit yfir áhorfendahópinn og tilkynnti stolt- ur: „Eg er ekki hræddur lengur.“ Rauðtoppur skokkaði til Golos, klapp- aði honum á kinnina og kyssti Mou- che. Dauðaþögn var í húsinu líkt og við helgiathöfn. Margir áhorfenda grétu. A næsta andartaki sungu Mouche og Reynardo eigin útsetningu af „Va t‘en, va t‘en,“ ásamt Gigi, og seinna með frú Muscat og dr. Duclos. Uppi á hliðarsvölum leikhússins stóð ungur maður í bláum gallabuxum með lausan frakka á herðunum. Allan tím- ann meðan á sýningunni stóð starði hann stórum, brúnum augum án af- láts á stúlkuna við brúðuhúsið. Hann hét Balotte og var loftfim- leikamaður. Flokkur hans var næsta atriði á eftir brúðuleiknum. Aðrir lista- menn höfðu einnig safnazt þarna sam- an til að horfa á nýja þáttinn og voru eins heillaðir og áhorfendur. En Balotte, sem var góður drengur, heldur vitgrannur og ákaflega hégóm- legur, var í fyrsta sinn á ævinni í þann veginn að verða ástfanginn af öðrum en sjálfum sér. Hann horfði niður á sviðið á þessa blíðlegu, kátu, einlægu og móðurlegu stúlku og fann tilfinningarnar bæra á sér, sem hann hafði aldrei kvnnz.t fyrr. Samtímis dáðist hann sem fagmaður að leikni hennar, því að hann sá í hendi sér, hvað slík stúlka gæti gert fyrir hann. Hann hafði lengi íhugað að æfa sjálfstætt atriði og hafði verið að leita að stúlku, sem gæti hent til hans vasa- klút og verið viðbúin meðan hann ynni hetjudáðir sínar. Sýningunni lauk við hávært lófa- klapp áhorfenda. Hrifningaröldur skullu yfir Mouche. Hún leiddi brúð- urnar fram, hverja á fætur annarri, og lét þær hneigja sig. Þegar tjaldið féll í síðasta skipti, sneri hún baki að brúðu- húsinu. Rauðtoppur hafði Iagt annan handlegginn um háls hennar — og Reynardo hinum megin. Augu hennar ljómuðu. Hún hafði aldrei verið svo hamingjusöm. Þegar hún kom fram, gekk Balotte til hennar og sagði: „Hæ, litla mín. Þetta var ekki sem verst, og ég veit hvað ég syng. Stattu nú hér og horfðu á mig. Á eftir ætla ég að segja þér dá- Iítið.“ Mouche var kurteis stúlka. Hún stóð til hliðar og horfði á drenginn fríða, þar sem hann stökk, sveiflaði sér, snerist og fór kollhnís með félögum sínum. Einstöku sinnum gaf hann henni auga, þegar hann hvíldi sig í rólu hátt uppi undir lofti og vafði upp á yfirskeggið. Kafteinn Coq gekk hjá, klæddur svörtum baðmullarbuxum og svartri peysu, sem sýndu enn betur hve fölur hann var. 1 augum hans var kaldur glampi. Það voru meðmæli með list hans, að fyrir utan leikstjórann vissu afar fáir, hver hann var. Hann nam staðar litla stund og fylgdi augnaráði Mouche upp á við. „Fúskarar,“ hreytti hann út úr sér og spýtti. Síðan hélt hann áfram, án þess að kasta kveðju á Mouche. Hann átti stefnumót við stúlku, sem lék á flautu í hljómsveitinni. Nú, þegar allt gekk honum í haginn, fannst honum tími til kominn, að hann umgengist dálítið merkilegt fólk. Balotte var ánægður, en ekkert undr- andi, þegar hann seig niður .reipið og sá, að Mouche beið eftir honum. „Jæja,“ sagði hann, „hvernig fannst þér, litla mín?“ Mouche svaraði einlæglega, „Frá- bært. Mér fannst þú stórkostlegur." „O — o, þetta var ekkert. Bíddu þangað til þú sérð nýja þáttinn, sem ég er að æfa. Hann er verulega athyglis- verður.“ „En er þetta ekki ægiiega hættu- legt?“ spurði Mouche. „Svona án þess að hafa net eða neitt.“ Balotte reigði sig. „Auðvitað. Það vilja áhorfendur. En heyrðu mig, hvern- ig væri að við færum saman út að borða og fengjum okkur bjórglas?“ Hann starði dolfallinn á skelfingar- svipinn á andliti Mouche. „Eg . . . ég veit ekki, hvort ég get það. Eg hef aldrei . . . .“ Balotte sneri sér beint að efninu. „Er hann maðurinn þinn þessi þarna? Náunginn, sem kallar sig kaftein Coq?“ spurði hann. Mouche hristi höfuðið. „Nei .... alls ekki.“ Balotte var nógu skynsamur til að spyrja einskis frekar. „Nú jæja þá, farðu í yfirhöfn og ég hitti þig við sviðsdyrnar strax og ég er búinn að skipta um föt.“ Það leið nokkur stund, áður en Mouche skildist, að henni var frjálst að taka boðinu. Fjötrar þeir, sem Coq hélt henni í, voru orðnir að vana — en jafnvel enn fremur fannst henni hún tilheyra brúðunum sjö, og vildi fá að biðja Rauðtopp leyfis. Hún flýtti sér á stefnumótið, en ósk- aði þess um leið, að hún gæti rætt um það við frú Muscat, hvort rétt væri að fara út með ungum manni, sem hún þekkti svo sára lítið. Balotte kom skömmu síðar, með hárið sléttgreitt, hvítan silkiklút um hálsinn, eins og loftfimleikamenn bera jafnan, og angaði af svitablandinni ilm- vatnslykt. Hann var hreykinn af sigrinum og brosti breytt til hennar. Svo tók hann föðurlega undir handlegg hennar, eins og hún væri brothætt. Það var svo langt síðan nokkur maður hafði verið henni góður, að henni hlýnaði um hjarta- ræturnar. Skyndilega minntist hún þess, að hún var ung stúlka — hún hló hjartanlega, studdist við sterkan arm unga mannsins og spurði: „Hvert eig- um við að fara?“ Þau fóru á kaffihús við höfnina á ytri enda Quai du Midi. Þar sátu þau undir stjörnubjörtum himni, borðuðu, drukku bjór og voru létt i lund. Þau dönsuðu saman — snertingin við þessa einkennilegu stúlku gerði Bal- otte ákafan og hann hélt henni þétt að sér, en þó ástúðlega. Ástúðin fann sam- svörun hjá Mouche. I fyrsta sinn svo langt, sem hún mundi, skemmti hún sér á eðlilegan hátt. Henni fannst hún aldrei fá nóg af þessari undursamlegu nótt. Allt hafði sín áhrif: ljómi augna hennar, stjörnuskinið, tónlistin, dans- inn og auðvitað fríðleiki Balottes. Hún gat ekki fengið nóg af þessari saklausu skemmtun og vildi ekki fara heim. Balotte skemmti sér líka vel og lagði að henni að vera lengur, því að hann var viss um, að það væri hann sjálfur og hrífandi söngur hans um unna sigra og óunna, sem gerðu hana svona káta. Þegar kaffihúsinu var lok- að klukkan hálf fjögur um nóttina, voru þau síðust út. Þó að Balotte væri hégómagjarn, var hann af góðu sirkusfólki kominn. Hann var því heiðarlegur og fullur vdrðingar fvrir Mouche, þar sem hún var starfsystir hans, þótt hann annars væri yfir sig ástt’anginn. Hann fór með henni heim í strætisvagni og kvaddi hana við dyr gistihúss hennar með hlýju handtaki og ástúðlegu augnatilliti. Þegar Mouche kom inn í anddyrið, beið kafteinn Coq þar eftir henni. Hann 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.