Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 29

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 29
námi fyrir þatm aldur. Þannig nýttist timinn og kraft- arnir miklu betur. I slika skóla fóru að sjálfsögðu ekki önnur börn en þau, sem sjndu sérstaka tónlistarhcefileika og svo synir og dœtur ráðamanna. En þetta er ekki til hér nema hvað ég held aðfiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin, sé að byrja að gera tilraunir í þessa átt, með heima- vistarskóla, þar sem almennt nám og tónlistarnám er sameinað. Nú er þó tónlistarnám orðið miklu algengara meðal ungra barna og a.rn.k. hér er farið að ala börn í barna- skólum upp í því að meta músik. WO Mörgum finnst sem líf undrabarna eins og Þór- unnar hljóti að vera ævintýraríkt og skemmtilegt — en ekki vildi hún gera mikið úr því. - Það var svo sem ágeett, sagði hún, en þegar ég lit aftur, rennur allt saman og ég minnist ekki neinna sér- stakra atburða. Eg spilaði afskaplega mikið, bœði á hljómleikum og i sjónvarpið og þetta varð eins og hvert annað fag. Mér fannst alltaf gaman að spila, en það sem fylgdi var ekki alltaf jafn gaman. Eg man, að mér leidd- ist sérstaklega, hvað ég þurfti mikið að vera með full- orðnu fólki. Annars var betur farið með mig en marga aðra krakka, sem voru í þessu svona ung. Eg man tii deemis eftir litlum strákum, sem gerðir voru að stjörnum og farið með þá og þeir látnir haga sér samkvcemt því. Pabba og mömmu var einu sinni boðið að senda mig á Palladium að spila og átti þá að gera feiknalegt stáss að mér, en það fannst þeim of langt gengið, sem betur fór. I þessum efnum standa Rússar Vesturlandabúum líka framar. Maðurinn minn spilaði til dcemis hvergi nema á skólatónleikum, meðan hann var í skólanum. Það er miklu skynsamlega, já raunar það eina rétta. Þótt ég sé á móti mörgu í Rússlandi finnst mér þetta til fyrir- myndar hjá þeim. Eg spurði Þórunni, hvort hún hefði aldrei séð eftir því að hætta alveg að spila opinberlega, þegar hún gifti sig — og hún svaraði neitandi af slíkri sannfæring'u, að ég gat ekki á mér setið að bæta við, að hún virtist næstum fegin. - Eg segi það kannski ekki, sagði hún og hló við, það var ekki alveg svona slcemt. En sjáðu til - það hafði mikið að segja að ég giftist manni, sem var sjálfur pianó- leikari - og svona lika pianóleikari. Hefði ég gifsý iðn- aðarmanni eða kaupsýslumanni, já hverjum sem var i annarri stöðu, hefði málið horft öðru visi við og ég e.t.v. aldrei hcett. Eins og nú er komið fyrir mér, hef ég í raun- inni aldrei hcett alveg. því að égfylgist með öllu, sem hann gerir, fer á alla hljómleika, sem hann heldur og fce líka minn skerf af taugaspennunni fyrir þá. Eg hreyfi bara ekki fingurna. Eg veit fullkomlega um hvað allt hans starf snjst og við tölum mikið saman um það, sem hann er að cefa. Þannigfinnst mér égjafnvel geta hjálpað honum - að minnsta kosti segir hann, að sér sé hjálp í því - og ég held það sé rétt. Eg hlusta líka með honum á allar upp- tökur og það kemur sér vel, því að ég hef mjög glögga heyrn, sennilega ennþá betri en hann. Þar fyrir utan er mér alveg nóg verkefni að reyna að halda fjölskyldunni saman og sjá um, að við getum öll verið sem mest saman, þrátt fyrir allt flakkið. Ef ég hefði sjálf haldið áfram að spila og halda hljómleika hefðum við bókstaflega aldrei sésf. Þegar hér var komið samtalinu gerðum við smá hlé. Tvö systkin Þórunnar voru komin í heimsókn, Sigrún og Tryggvi. Þau hafa aldrei komið til Is- lands en tala þó ágæta íslenzku. Tryggvi tók Vovka litla í fangið og lyfti honum hátt í loft upp. — Æi, kallaði strákur, þú mátt þetta ekki, þú hristir á mér heilann ..." 29 V.t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.