Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 30

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 30
Svo sýndi Þórunn mcr húsið, að gömlum og góðum íslenzkum húsmóðursið. Eg hef verið að láta lagfcera jmislegt hérna uppi, sagði hún, lét meðal annars taka af svefnherherginu og gera sérstakt hað fyrir okkur. Það er agnarlítið eins og þú sérð en pcegilcgt að hafa það. Satt að segja er þetta hús að verða full lítið fyrir okkur, það hefði vantað eitt herbergi i viðbót. Svefn- herbergin eru fjögur, eitt fyrir okkur, annað fyrir börnin það þriðja fyrir Helgu og svo gestaherbergi, sem er nauð- synlegt, því að við höfum svo oft naturgesti, þegar við erum heima, bceði vini og kunningja að heiman og annars- staðar. Bráðum eru krakkarnir orðnir svo stórir, að þeir þurfa hvor sitt herbergið. Eg get bara ekki hugsað mér að fara héðan strax - okkur líður svo vel hérna. Og svona til að leggja áherzlu á orð Þórunnar sungu fuglarnir nokkur smálög í trjágreinunum úti fyrir svefnherbergisglugganum. Það er óneitanlega mikill munur á lífskjörum þeirra Þórunnar og Vladimirs frá því þau bjuggu í Moskvu fyrir nokkrum árum. Þar höfðu þau tveggja herbergja íbúð og þótti gott. Nú þetta hlý- lega einbýlishús með fallegum garði. Þá áttu þau bíl að vísu, en vitað var að hann mundi rigna niður á nokkrum árum, því að enginn var bílskúrinn. Nú eiga þau tvo bíla, nýjan Citroen, merktan fánum íslands og Sovétríkjanna, og lítinn sport- bíl. Það tók þau marga mánuði og margvísleg ó- þægindi að komast burt úr landi, þótt ekki væri nema í stuttan tíma t.d. í orlof til fjölskyldu Þór- unnar. Nú geta þau farið hvert á land, sem þeim sýnist, fyrirvaralaust, ef þau kæra sig um og hafa tíma vegna hljómleikaferða. Þá fékk Ashkenazy í eigin vasa aðeins brot af tekjum af hljómleikum sínum í Bandaríkjunum. Hann fékk yfírleitt fasta greiðslu, 150 rúblur, fyrir hljómleika sína, hvar sem var, hvort þeir voru haldnir í Bandaríkjunum t.d. í Carnegie Hall í New York eða í smábæ í Sovétríkjunum. Þessi upphæð var skattfrjáls og hann þurfti ekki að standa straum af ferðakostn- aði eða hótelkostnaði. Hinsvegar þurfti hann að sjá sér fyrir mat og öðrum nauðsynjum af þessari greiðslu. Afgangurinn rann svo til sovézku yfir- valdanna og umboðsmannsins, sem þau sömdu beint við án þess að hann kæmi þar nærri. Nú rennur að vísu mikill hluti tekna hans til umboðsmanna og skattayfirvalda og ferðalög hans eru kostnaðarsöm, en eftir heldur hann þó miklu hærri tekjum en hann áður hafði umráð yfir og verður meira úr þeim. - Það var hrein tilviljun, sagði Þórunn, að við komumst að þvi einu sinni, hvað mikið vceri greitt fyrir hljómleikana hans i Bandaríkjunum. Það var í hljóm- leikaferðinni sumarið 1962, að okkur var óvart fengin i hendur greiðsluávísunin. Vladimir fékk í sinn hlut tcepa 150 dollara, eða þar um bil, og af því þurftum við að greiða mat fyrir okkur bceði. Við urðum að lifa mjög spart vegna þess, að hann var að safna sér fyrir flygli. I lok ferðarinnar átti hann ekki enn fyrir honum og varð að fá lán hjá vinafólki okkar til þe'ss að geta keypt hann. Okkur fannst þetta auðvitað mjög ósanngjarnt. Satt að segja skil ég ekki sovésjzu yfirvöldin að fara þannig að ráði sinu. Eg held að þetta sé verra hjá Rússum en nokkurri annarri þjóð austan tjalds. Við þekkjum til dcemis búlgarska bassasöngvarann Gihiaourov, sem er einn hinn besfi i heimi núna. Hann hefur leyfi búlgörsku yfirvaldanna til að ráða sig hvert sem honum sýnist og halda sinum tekjum - þarf aðeins að greiða ákveðið hlut- fall af þeim til búlgarska rikisins - og svo auðvitað skatta þar sem hann starfar hverju sinni. Hann er yfirleitt á ferðalögum hálft árið en þess á milli heima og kcerir sig áreiðanlega ekkert um að flytjast frá Búlgaríu. Því að auðvitað vilja menn eiga heima í sínu föðurlandi. Það hefði Vladimir líka kosið, hann er Rússi og elskar Rúss- land og rnundi hvergi fremur vilja búa en þar, ef hann gceti verið eins ogfrjáls maður. Akjósan/egast hefði verið að koma þessu fyrir eins og við vorum að vona að tcekist, það er, að við cettum heimili bceði í London og Moskvu. Raunar eigum við ennþá ibúðina i Moskvu og kannski kemur sá timi, að við getum farið þangað og dvalisj öðru hverju. - En það verður ekki i nánustu framtíð ? - Nei, það held ég tcepast. Við höfum þó rcett um þann möguleika að ég fari með börnin i heimsókn. Það vceri sennilega i lagi, þvi að við erum öll á islen^ku vegabréfi nema Vladimir - erum búin að ganga frá því lóglega, bceði heima og i Rússlandi. - Þarf að gera það á báðum stöðunum ? - Já, það er bráðnauðsynlegt. Eg veit dcemi um fólk, sem hafði fengið ríkisborgararéttindi i öðru landi en kom- ið aftur i heimsókn eftir mórg ár og þá ekki fengið að fara þaðan burt, vegna þess að yfirvöldin gátu sjnt fram á, að samkvcemt þeirra lögurn vceri það 'ei/pþá rússneskir ríkisborgarar. - En heldurðu að ástandið muni eitthvað batna við að þú fcerir austur? - Nei, nei, það vceri ekki nema til þess að lofa fólkinu hans að sjá börnin. Þau hafa nú aldrei séð Nadiu, nema tengdafaðir minn, sem kom hingað í sumar . . . já, já, hann var hérna i mánuð og við vorum svo heppin, að blöðin komust aldrei í fceri við hann. Blaðamenn hér höfðu frétt, að heiman held ég, að hann vceri vcentanlegur, og þeir voru sífellt að hringja og spyrjast fyrir um hann. Svo kom hann einmitt Iþvi, að stríðið milli Israels og Araba skall á og það átti auðvitað allan hug b/aðanna. Hann gleymdist þvi alveg, og þurfti hvorki að segja neitt, né láta vera að segja neitt - sem i blöðunum getur stundum komið eins illa út, ef ekki verr. Og nú gerum við okkur vonir urn, að hann fái aftur að fara að ferðast. - Hefur bann verið kyrrsettur heima fyrir? - fá, b/essuð vertu, honum hefur ekki verið hleypt úr landi frá því árið 1958, eftir fyrstu hljómleikaferð Vladimirs til Bandarikjanna. Aður fór hann oft með rússneskum skemmtiflokkum, aðallega þó til landa A- Evrópu, en það var þó betra en ekki. - Þú segir 1958. Gerðist eitthvað í þessari ferð sem breytti högum hans. Eg hélt að það hefði verið ákvörðun ykkar um að hafa samastað á Vesturlöndum sem fyrst olli erfiðleikunum ? - Nei, mikil ósköp. Það byrjaði eftirfyrstuferðina hans til Bandarikjanna. Þá fór með honum maður, sem átti að vera hans túlkur og aðstoðarmaður en var jafnframt til þess að lita eftir honum. Þegar heim kom gaf hann skjrslu, þar sem sagði, að Vladimir hefði sagt þetta og hitt í ferðinni og honum vceri ekki treystandi. Þá hafði þegar verið ákveðið, að hann fari fljótt aftur i hljómleikaferð um Evrópu og Bandarikin, en henni var afljst og öllum bréfum og fyrirspurnum um hann svarað á þann veg, að hann vceri veikur eða gceti ekki komið af jmsum ástceðum. Eg veit um menn, sem héldu meira að segja að hann vceri dáinn. A þessu gekk i fjögur ár, að hann fékk ekkert að fara. Þegar ég kom austur, voru tvö ár liðin af þeim tírna og það bcetti sannarlega ekki úr skák, þegar hann fór að fara út með útlens^kri stelpu. Fjölskylda hans og vinir vöruðu hann við mér hvað eftir annað, þau óttuðust, að hann mundi eyðileggja alveg framtið sína sem pianóleikara. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.