Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 36

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 36
SVAVA JAKOBSDÓTTIR er þegar kunn sem rithöfundur. Arið 1965 kom út fyrsta bók hennar „12 konur“, hún hefur birt fjölda smásagna í blöðum og tímaritum, og nú um jólin er væntanleg á markaðinn önnur bók, sem ber heitið - Veizla undir grjótvegg. Þessi bók er safn smásagna eins og sú fyrri og er gefin út af Helgafelli. Svava lauk B..A. prófi frá Bandaríkjunum árið 1952, stundaði framhaldsnám bæði í Bretlandi og Svípjóð, en hefur búið á Islandi undanfarin ár. Sem stendur er hún blaðakona við Lesbók Morgunblaðsins. Við fengum leyfi höfundar til að velja eina af sögunum úr nýju bókinni í blaðið, og fer hún hér á eftir. Saga handa hörnum Frá því hún mundi eftir sér var hún ákveðin í að vera eðli sínu trú og fórna heimili og börnum kröftum sínum. Börnin voru orðin nokkuð mörg og hún var því önnum kafin frá morgni til kvölds við heimilis- störf og barnauppeldi. Núna var hún að undirbúa kvöldverð og beið þess að suðan kæmi upp á kartöflunum. A eldhúsbekknum lá danskt kvennablað líkt og því hefði verið fleygt þarna af tilviljun; í raun geymdi hún það þarna af ásettu ráði og laumaðist til að fletta því hvenær sem færi gafst. Án þess að sleppa kartöflupottinum úr huga sér tók hún blaðið og renndi augunum yfir ráðleggingadálk frú Ensom. Þessi dálkur þótti henni engan veginn skemmtilegastur, en hann var oftast stuttur. Það gæti staðizt á endum að kartöflurnar syðu að lestrinum loknum. Efsta bréfið í dálkinum var stutt: Kæra frú Ensom, ég hef aldrei lifað fyrir annað en börnin mín og gert allt fyrir þau. Nú er ég orðin ein og þau heimsækja mig aldrei. Hvað á ég að gera? Frú Ensom svaraði: Gerðu meira fyrir þau. Auðvitað var þetta rétt svar. Það lá í augum uppi að annað var ekki hægt að gera. Hún vonaði að hún færi ekki að skrifa í blöð um svo sjálfsagðan hlut þegar þar að kæmi. Nei, henni vóru engan veginn að skapi þessir dálkar þar sem fólk kvartaði og kveinaði. Þá voru þeir jákvæðari dálkarnir sem fjölluðu um barnauppeldi og hlutverk mæðra - eða réttara sagt dálkurinn, því að um hvort tveggja var fjallað í einum og sama dálki. Grundvallaratriði í barnauppeldi voru henni að sjálf- sögðu löngu kunn, en það kom fyrir að hún fann til vanmáttar og þreytu. Þá fletti hún uppeldisdálkunum og sótti þangað kjark og staðfestingu á að hún væri á réttri hillu í lífinu. Hún harmaði aðeins að hún hafði æ minni tíma til að lesa. Overkuð rauðsprettan beið hennar í vaskinum og hún stóðst freist- inguna að lesa uppeldisdálkinn í þetta sinn. Hún lokaði blaðinu og stóð upp. Hún haltraði dálítið síðan börnin skáru af henni stóru tána á hægra fæti. Þau höfðu viljað vita hvernig færi ef fólk hefði aðeins níu tær. Með sjálfri sér var hún stolt af helti sinni og fróðleiksfýsn barna sinna og stundum haltraði hún jafnvel meira en nauðsynlegt var. Nú lækkaði hún strauminn á kartöflunum og byrjaði að hreinsa fiskinn. Eldhúsdyrnar opnuðust og lítill sonur hennar, sex ára gamall, bláeygur með ljósan hrokkinkoll, kom fram til hennar. Mamma, sagði hann og stakk títuprjóni í handlegginn á henni. Hún hrökk við og hafði næstum skorið sig á hnífnum. Já, elskan, sagði hún og rétti fram hinn handlegginn til þess að barnið fengi stungið hann líka. Mamma, segðu mér sögu. Hún lagði hnífinn frá sér, þurrkaði sér um hendur og settist með barnið I kjöltu sér til að segja því sögu. Hún var tæplega hálfnuð með söguna þegar henni datt í hug að kannski biði eitthvert hinna barnanna sálartjón af því að fá ekki matinn á réttum tima. Hún reyndi að lesa af svip drengsins hvernig hann tæki því ef hún hætti sögunni. Hún fann að gamla ráðleysið var að ná tökum á henni og henni fipaðist í sögunni; þessi vanmáttur hennar að taka ákvarðanir. fór vaxandi með fjölgun barnanna og síauknum störfum. Hún var farin að óttast þær stundir sem trufluðu venjulegan þeyting hennar frá morgni til kvölds; æ oftar kom það fyrir að hún missti jafnvægið ef hún stanzaði til að taka ákvörð- un. Uppeldisdálkarnir veittu litla sem enga stoð á slíkum stundum þótt hún reyndi að rifja þá upp. Þvi að þeir fjölluðu aðeins um eitt vandamál og eitt barn í einu. Onnur vandamál biðu ævinlega næstu viku. I þetta sinn slapp hún við að taka ákvörðun. Dyrnar opnuðust og börnin þyrptust öll inn í eldhús. I fararbroddi var Stjáni, elztur barnanna. Frá unga aldri hafði hann sýnt aðdáunarverðan áhuga á náttúrufræði, bæði manna og dýra. Drengurinn sem hlýtt hafði sögunni skreið nú úr kjöltu hennar og tók sér stöðu meðal systkina sinna. Þau mynduðu um hana hálfhring og hún virti þau fyrir sér hvert af öðru. Mamma, við viljum sjá hvernig mannsheili lítur út. Hún leit á klukkuna. Endilega núna? spurði hún. Stjáni svaraði ekki spurningu móður sinnar. Með höfuðhnykk og hvössu augnaráði gaf hann yngri bróður sínum merki og yngri bróðirinn sótti kaðal meðan Stjáni festi sagarblað á skaftið. Síðan lukust böndin um móðurina. Hún fann hvernig litlar hendur fálmuðu við bakið á henni meðan hnýttur var hnútur. Böndin voru laus og ekki þurfti mikið átak til að losa sig. En hún gætti þess að láta á engu bera. Hann hafði alltaf verið viðkvæmur fyrir því hve mikill klaufi hann var í höndunum. I þann mund er Stjáni lyfti söginni að höfði hennar kom henni faðir barnanna í hug. Hún sá hann fyrir sér eins og hann mundi birtast innan tíðar: á þröskuldi útidyranna með skjalatösku í annarri hendi og hattinn í hinni. Hún sá hann aldrei fyrir sér öðruvísi en í útidyrunum ýmist á leið út eða inn. Áður fyrr hafði hún getað hugsað sér hann úti meðal fólks eða á skrifstofunni, en núna eftir að börnin fæddust, höfðu þau flutt í nýtt húsnæði og hann í nýja skrifstofu og hún hafði glatað öllum áttum. Bráðum kæmi hann heim og hún var ekki enn byrjuð að steikja fiskinn. Blóðið var nú tekið að streyma niður höfuðið. Stjáni var kominn inn úr með sögina. Þetta virtist ganga fljótt og vel. Öðru hvoru stanzaði hann eins og hann væri að mæla með augunum hversu stórt gatið þyrfti að vera. Blóð spýttist framan í hann og honum hrökk blótsyrði af vörum. Hann gerði hnykk á höfuðið og yngri bróðirinn fór strax og sótti gólffötuna; henni stilltu þeir undir gatið og brátt var komið í hana hálfa. Það stóð heima að aðgerðin var á enda þegar faðirinn stóð í dyrunum. Nokkra stund stóð hann hreyfingarlaus og ígrundaði þá sjón sem við honum blasti: kona hans í böndum með gat á höfði, elzti sonurinn með gráan heila í lófa sínum, forvitinn barnahópurinn í einum hnapp og aðeins einn pottur á eldavélinni. Krakkar! Hvernig dettur ykkur í hug að vera að þessu á matmálstíma! Hann greip brotið úr höfuðkúpu konu sinnar og skellti því í rétt áður en henni blæddi út. Síðan tók hann að sér verkstjórn og brátt voru börnin önnum kafin við að þrífa eftir sig; Sjálfur strauk hann 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.