Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 19

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 19
miklu hugarangri. Nútímaþjóðfélag veitir unglingum heldur enga möguleika á að stofna til sjálfstæðs fjölskyldulífs. Hér er því þörf fræðslu og sívakandi handleiðslu. Skólann tel ég mjög vanbúinn til að veita þessa þjónustu og það af þeim ástæðum, sem nú skal greina: Fræðsluna þarf að veita á réttum tíma, eftir því, sem kynþroska ber að, en eins og áður sagði, getur það skeikað um 1-3 ár og verður því ekki slíkri fræðslu komið við í stórum hópum á réttum tíma. Hér er um trúnaðarmál að ræða og verður ekki um f)allað í stórum hópum, hvort sem notuð eru orð eða myndir. Hópkennsla örvar nemendur til umræðna um viðfangsefnið í sínum hóp. En það er þessari framvindu sízt til framdráttar. Hættutími til hrösunar eru síðkvöld og nætur en þá eru nemendur víðs fjarri áhrifavaldi skólans. Að mínu áliti verður það því hlutverk foreldra að veita þessa fræðslu og umönnun. Eg vildi undirstrika orðið umönnun. Eg tel móðurina fyrst og fremst kjörna til þess að veita hana. Þetta á ekki að vera þungbær skylda, heldur ljúf kvöð. Slíkar viðræður treysta ættarböndin og barnið vex í eigin vitund, þar sem því fmnst að tveir ábyrgir aðilar ræðist við. Eðlilegt tel ég, að móðirin sækti ráð til heimilislæknis eða prests ef henni þætti þurfa. Þegar aldur og þroski eykst, væri hugsanlegt að veita fræðslu um getnaðarvarnir og ráð til úrbóta á vandkvæðum við kynmök, en það hlýtur að vera hlutverk lækna en ekki skóla. Islendingar hafa verið heilbrigðir í viðhorfum til kynlífs, standa þeim þjóðum framar, sem oftast er litið upp til og standa framar til dæmis Dönum og Svíum. Marka ég það af þessu: 1. Klámbókmenntir og myndir eru enginn söluvarningur á Islandi. 2. Kynsvall mun vera óþekkt hér. 3. Dagblöð á Islandi gera aldrei æsifregnir t.d. úr nauðg- unum, geta þeirra aðeins sem frétta, án mynda. Skólinn getur ekki og á ekki að leysa foreldra af hólmi frá uppeldis- skyldum þeirra, breyta þar engu síendurteknar fullyrðingar í gagn- stæða átt ýmissa spekinga um uppeldismál og þeir eru margir hjá okkur nú. Skólinn getur sáralítið gert. Hann verður að treysta á foreldrana. Það er stórhættulegt, sem hér dynur á í blöðum . . . skólinn á, skólinn skal. Það er aðeins flótti foreldra frá sjálfsagðri skyldu. Að svo búnu héldu umræðurnar áfram með eftirfarandi hætti: Hólmfríður: Eg tel alveg ófært að treysta því, að mæðurnar veiti stúlk- um þessa fræðslu, því að það eru áreiðanlega ekki nema lítill hluti þeirra, senniiega ekki nema svo sem 10%, sem kemur það í hug. Mér finnst það því eindregið eðlilegt og tímabært að skólarnir taki upp slíka fræðslu og tel þá heppilegasta vett- vanginn fvrir hana. Dóróthea: Já, því að skólarnir eru einmitt sá vettvangur, þar sem hægt er að tala við börnin í hóp. Og svo á þetta ekki að leggjast á kenn- arana, heldur lækni eða hjúkrunar- konu óviðkomandi skóla. Jón: Já, en það verður samt að knýja mæðurnar til þessa. Það verður að líta á heimilið sem grund- völl þjóðfélagsins. Það verður með umræðum og öðru sliku að opna augu fólkstns. Þetta er skylda, sem hvílir á öllum og skylda, sem ég trúi ekki, að fólk vilji almennt losna und- an. Hólmfríður: Ég gæti bezt trúað því, að foreldrarnir gerðu sér ekki grein fyrir þessu, þeir hafa aldrei verið fræddir á slíkum grundvelli sjálfir. Blaðamaður: Getur ekki verið dá- lítið erfitt fyrir móður að tala við dóttur á unglingsaldri? Hólmfríður: Það er svolítið erfitt fyrir okkar kynslóð, þvi að við vor- um alin upp við, að aldrei mátti tala um þetta. Okkur var ekkert sagt. Það er alveg nýtt fyrir okkur að eiga að segja barninu til, án þess að hafa það á samvizkunni, að við séum að spilla sálarheill þess. Jón: Þessi feimni er nú horf- in hjá mæðrum. Dórothea: Það er ekki það, að mann skorti vilja til þess að segja stúlkunum til um þessa hluti, langt frá því. En það er á timabili, sem samband móður og dóttur hefur ýmis takmörk, þó það sé yfirleitt mjög gott. Dóttirin vill auðvitað taka það til greina, sem móðirin segir, en aðeins að vissu marki. Stúlkur á þessum aldri taka oft meira mark á öðrum en foreldrum sínum. En við verðum að athuga, að kyn- ferðisfræðsla er í rauninni tvíþætt, annars vegar að búa stúlkurnar undir að þær fái blæðingar, hinsvegar kyn- mökin sjálf. Fyrra atriðið veldur, held ég, engum vandræðum, því að telpurnar eru þá svo ungar. Hólmfríður: Já, það er leikur að tala við þær, þegar þær byrja að hafa á klæðum. En seinna verður það erfiðara. Jón: En það er til, að stúlk- ur verði hræddar við blæðingar. Trú- verðugt samtal getur haft góð áhrif. Móðirin getur komið stúlkunum í skilning um, að þær verði að forðast kynmök á þessum árum: Það verður að vaka yfir tólf til þrettán ára stúlk- um á hættutímanum, á síðkvöldum, á næturnar. Það ætlar sér enginn þá dul að halda krökkunum heima frá skemmtunum, það er ekki hægt. En það á ekki að láta þau koma heim að sofandi foreldrum. Það á að vaka eftir þeim. Þau eiga að koma beint heim af skemmtunum en ekki fara í þessi svokölluðu „partý“. Þar er hættan. Það eru þessar gistingar hjá vinkonum sínum, eins og það er kallað. Hólmfríður: En það þarf þá að fræða foreldrana um, hv'ernig þeir eigi að hjálpa börnunum. Blaðamaður: Jón — þú minntist á að kynferðisfræðslan væri trúnaðar- mál. Finnst þér hún svo persónulegt atriði að ekki megi ræða það við fjölmenni? Jón: Ef það á að tala yfir heilum bekk, er slík fræðsla tímabær fyrir suma en aðra ekki. Blaðamaður: En gerum við stúlk- unni illt með því að fræða hana, áður en hún verður kynþroska? Jón: Það getur orðið áfall, eða vakið ótímabæra forvitni. Hólmfríður: Mér finnst þær gjarna mega fá að vita þetta snemma. Jón: En skólinn er alveg vanbúinn að veita þeim þessa fræðslu. Hver eru viðbrögðin? Það verða um- ræður í hópnum og enginn veit, hvernig þær umræður verða. Dórothea: Það er heillavænlegra, að umræðurnar snúist um það, sem læknirinn sagði en eitthvað, sem þau ímynda sér sjálf. Börn á þessum aldri eru uppfull af sjálfum sér, þau hugsa aðeins um sig. Þau vilja og verða að fræðast. Þau tala um þessi mál í sínum hópi og það koma fram alls konar hugmyndir. Þau spinna þær frekar upp, hcldur en að koma upp um fá- kunnáttu sína. Ég mundi halda, að heppilegasti aldurinn fyrir kynferðis- fræðslu væri 12-14 ára. Jón: Skólinn stendur auð- vitað alltaf opinn hverjum sem er. En ég er samt þeirrar skoðunar, að það fari bezt á því, að foreldrar annist þetta. Gunnlaugur: Ég fékk mína fyrstu fræðslu í 12 ára bekk. Kennarinn fór mjög ýtarlega í þennan kafla náttúru- fræðinnar. Blaðamaður: Er almennt farið ýtar- lega í þann kafla í skólunum? Magdalena: Já, yfirleitt. Jón: Það er líklega nokkuð einstaklingsbundið. Kennaraskortur er mikill á íslandi og í engum greinum eins og í náttúrufræði. Til eru um 20 ára gömul lög um það, að háskólinn skuli mennta menn í þessum grein- um sem öðrum, en það eru aðeins pappirslög ennþá. Það mun varla vera neinn lærður náttúrufræðingur við skóla utan við menntaskólastigið á Islandi. Magdalena: Þegar ég var í fjórða bekk í Menntaskólanum vorum við þrjátíu stúlkur í bekk og það var karlmaður, sem kenndi okkur heilsu- fræði. Við gátum spurt hann um allt milli himins og jarðar. En auðvitað vissi maður það, sem mestu máli skipti, þegar maður var kominn í fjórða bekk. Hólmfríður: Það var nú ekki hér áður fyrr, þá vissi maður ekki neitt um þetta og tók oft stúdentspróf án þess. Það er þá orðin framför. Dórothea: Dóttir mín var í tólf ára bekk í fyrra, og þá var þessum kafla alveg sleppt. Gunnlaugur: Kennarinn minn í tólf ára bekk sagði, að það væri skylda sín að kenna okkur þetta. Þeir, sem voru feimnir, gátu sett fram spurn- ingar sínar skriflega og þá kom aldrei fram, hver spurði hvers. Dórothea: Þekkingarleysið skap- ar bara vandræði og vitleysu. Jón: En ég hef trú á þvi, að hver móðir með sína reynslu sé fullfær um að sinna þessu hlutverki sínu. Við höfum ekki nógu lærða menn í skólanum til þess að taka þetta að sér. Dóróthea: Hér er aðeirís um það að ræða, að hleypa lækni inn í skól- ann Blaðamaður: Læknar halda því fram að þess séu dæmi, að jafnvel þriggja til fjögurra barna móðir hafi ekki hugmynd um þetta sjálf, þekki ekki sjálfa sig. Og hvernig á sú móðir að vera fær um að miðla dóttur sinni þekkingu? Þess eru líka dæmi, að miðaldra kona neiti að líta á sig sem kynveru. Og finnst ekki dótturinni, að móðirin sé að setja á hana bönd, þegar hún talar um þessi mál við hana, að það felist í því einhver siða- umvöndun, sem fæli dótturina frá henni. Dóróthea: Sú hætta er vissulega fyrir hendi og þessvegna líklegra, að einhver óskyldari sé hæfari til að veita fræðsluna. Jón: Ja, ég mundi halda að slík siðaumvöndun ætti alveg fullan rétt á sér. Og þegar móðir sezt niður til þess að tala við dóttur sína, að þá sé alveg kjörið tækifæri til þess að tala ekki aðeins um líffræðilega, held- ur líka hina siðferðilegu hlið málsins. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.