Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 13

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 13
1. Hnappar voru í fornöld og fram eftir miðöld eingöngu notaðir sem skraut á flíkum, ekki til að hneppa þeim eins og síðar tíðkaðist. Hnappurinn á myndinni er gerður af dregnum gullvír, níu þráðum hlið við hlið. Hann minnir á einbaug eða sveig, er opinn bæði að ofan og neðan. Sú tízka, að sauma skrauthnappa á klæði, er austurlenzk og hefur ef til vill borizt hingað til lands frá Svípjóð, þar sem svipaðir hnappar hafa fundizt. Þessi hnappur fannst í kumli hjá Kápu við Þórsmörk. 2. Hér er falleg og sérkennileg næla úr bronsi frá söguöld. Nælan sjálf er kringl- ótt, og er einskonar kross í henni miðri. Niður úr henni hanga bronsfestar tvær, sem skiptast í tvennt af bronsþynnu með áskornu Borródýri. Hengifestatízka þessi átti uppruna sinn á víkingaöld í löndunum íkring um Eystrasalt. 3. Nælurvoruafýmsum gerðum í fornöld, m.a. hafa fundizt átta svonefndar þríblaðanælur hér á landi. Þær minna á þriggja blaða smára í lögun og eru smíðaðar úr bronsi. Nælan hér á myndinni er frá 10. öld og fannst í Arnessýslu. Hún er skreytt Borródýrum, tveimur á hverju blaði, sem bæði snúa hausuminn að miðju. Auk þeirra er einn dýrshaus í hverjum krók nælunnar, og vita allir inn að miðju. SKARTGRIPIR í ÞJÓÐMINJASAFNI ,,Hún var svo búin, aö húm var í rauöum kyrtli, og var á búmingur (þ.e.a.s. ísaumur eða málmskraut) mikill; hún hafðiyfir sér skarlatsskikkju, og var búin hlöðum í skaut niður; hárið tók ofan á bringu henni og var bœði mikið ogfagurt.“ Þannig lýsir höfundur Njálu Hallgerði langbrók, þá er þau Gunnar á Hlíðarenda hittust á Alþingi. Víst er um það, að konur hafa ekki síður vandað til búnings síns í þann tíma en nú, þótt oftar sé lýst búningi karlmanna í fornsögum okkar. í Þjóðminjasafninu er margt fagurra skartgripa allt frá fyrstu öldum Islandsbyggðar, og sýna myndir hér á síðunni nokkra þeirra elztu. Munir þessir liggja allir frammi á safninu, en nánari upplýsinga um þá má leita t.d. í „Kuml og haugfé“ Kristjáns Eldjárns (Bókaútgáfan Norðri 1956). 4. Steinasörvi voru algengustu skartgripir kvenna til forna og raunar virðast karlmenn hafa notað þau líka. Þau voru notuð sem hálsfestar eða skrautfestar milli nælna. Sörvið á myndinni fannst í Mýrasýslu. Það er gert af 25 glertölum og tveimur silfurpening- um, sem borað hefur verið í og þeir síðan þræddir á festina. 5. Eitt stílafbrigði 11. aldar er nefnt Urnesstíll, látlaus stíll og léttur. 1 honum ber mikið á notkun dýramynda, og eru þessi clýr afar grönn, hálslöng, háfætt og sveigjan- leg. Hér á myndinni sjáum við forna silfurnælu í þessum stíl. Hún fannst í Rangárvallasýsiu. Kynja- dýrið, sem myndar uppistöðuna hefur langan háls, kropp og klofinn hala og er sveigt og beygt á alia vegu. Tvær slöngur vefja sig utan um dýrið. 6. Þórshamar þessi hefur verið borinn í festi um hálsinn, sennilega sem verndargripur, hvort sem er í heiðni eða kristni. A hamrinum er vargshaus, og var festin þrædd í gegnum gin hans. Hamarinn fannst í Arnessýslu og er sennilega frá söguöld. Þess má geta, að Þjóðminja- safnið hefur látið gera og hefur til sölu afsteypur úr silfri af Þórshamrinum með eða án festar. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.