Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 10

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 10
Einn giugginn í Þjóðminjasafninu. allan fram, leggja alla sína hugsun og orku í viðfangsefnin. - A hinn bóginn vildi svo heppilega til fyrir mig, að vísindastörf eru ekki bundin einu landi; manninum mínum bauðst vísinda- staða í París og þar vorum við búsett í fimm ár — til ársins 1956 og síðar í London í fjögur ár. Þetta gaf mér tækifæri til þess að sjá allt það helzta, sem var að gerast í list Evrópu. Það er svo miklu ábatasamara fyrir listamann að dvelja langdvölum á slíkum stöðum en að koma þangað skamman tíma sem ferðamað- ur. A þessum árum kynntist ég mörgum helztu listamönnum í París, Jean Arp, Soul- ages, Sonia Delaunay, Hans Hartung og fleirum. Og þá gáfust mér einnig tækifæri til að halda sýningar og taka þátt í sýningum. Mikilvægast var þó, þegar mér bauðst að sýna á „The Institute of Contemporary Art“ í London — það er sérstök stofnun fyrir nú- tímalist; þar er bókasafn og þar eru haldnir fyrirlestrar og listsýningar. London á ekkert fast nútímalistasafn eins og „Museum of Modern Art“ í New York eða „Museum de 1‘ art moderne“ í París. Tate Gallery sýnir að vísu alltaf nútímalist öðru hverju en ekki að staðaldri. - A þessum árum reyndi ég að mála sem mest. Það er að nokkru leyti með málara eins og hljóðfæraleikara, hann verður að halda sér í stöðugri æfingu, annars verða pensilhreyf- ingar hans stirðar og klunnalegar og árangur- inn lakari. Hafi maður ekki málað í svo sem tvo mánuði, segir stirðleikinn til sín. En oft var erfítt að koma því svo fyrir, að ég gæti haldið mér við. Sérstaklega vegna telpunnar. Hún fór að ganga í skóla — fyrst í barnaskóla í Frakklandi, svo að franska varð 10 hennar aðalmál. Þcgar við svo komum til London, vildum við ekki raska námi hennar um of og komum henni í franskan skóla þar. Það hafði aftur á móti í för með sér klukku- stundar ferðalag fram og aftur og ég varð bæði að fara með hana og sæltja hana í skól- ann. Það var oft erfitt að slíta sig burt frá trönunum. Eg hafði kannski staðið við þær í nokkra klukkutíma og var komin regluiega vel á veg, þegar kominn var tími til að henda sér upp í lestina til þess að vera komin á til- skildum tíma að sækja barnið. En mér fannst þetta samt tilvinnandi, þar með varð að minnsta kosti skólagangan heil og óskipt hjá henni. Þegar við fluttum aftur til New York hélt hún áfram í frönskum skóla þar og tekur væntanlega stúdentspróf úr honum eftir tvö ár. Þessir frönsku skólar eru yfirleitt mjög erfiðir og strangir — en börnin koma, að ég held, út úr þeim með góða menntun. Börn eru svo dýrmæt og gaman að hugsa um þau — miklu skemmtilegra en að mála, ef mað- ur gefur sig reglulega að því. - Annað man ég að olli mér erfiðleikum, meðan telpan var lítil — að komast að heiman til að halda sýningar. Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir því, hversu mikil vinna er því samfara að halda málverkasýningu. Það er svo ótalmargt, sem gera þarf annað en mála mynd- irnar og sjá um að fá þær innrammaðar. Oft þurfti ég að fara í aðrar borgir eða önnur lönd og dveljast þar nokkrar vikur og þá var vandamálið að finna einhvern, sem gæti tekið barnið fyrir mig. - Það rifjast svona eitt og annað upp, þegar maður fer að spjalla um þennan tíma — en nú er þetta allt liðið, nú hef ég nógan tíma. Síðustu árin hef ég yfirleitt getað unnið næst- um samfleytt frá því maðurinn og dóttirin fara í vinnu og skóla á morgnana til þess er þau koma heim undir kvöldið. Mér fellur þetta vel, því að mér hefur alltaf þótt bezt að vinna við dagsbirtu. - Og svo við snúum okkur aðeins að því sem þú hefur lagt hönd að Nína. Það er fleira en málverkið? Já, ég hef líka unnið að veggskreytingum og gluggaskreytingum, bæði úr mósaik og gleri, m.a. gert glugga í Þjóðminjasafnið og altaristöfluna í Skálholtskirkju. Það er af- skaplega mikilsvert fyrir málara að fá að vinna með arkitektum, fá tækifæri til að komponera veggmyndir í samræmi við vissar aðstæður. Eg hef verið svo heppin að fá nokkur slík tækifæri, bæði hér heima og erlendis, gerði m.a. tólf glugga í litla kirkju í Þýzkalandi, með- an ég bjó í París. Og nú er ég að vinna að upp- dráttum að skreytingu á vegg á Loftleiða- hótelinu. Það verður stórt og skemmtilegt verkefni. Eg hef þegar gert margar skyssur og býst við að vinna að þessu úti í New York í vetur. Vonandi kemst skreytingin upp í vor og sumar. Að þvo gólf finnst mér hvíld. Það versta við húsverkin var að geta aldrei haft hugann frían. - Nú langar mig að spyrja þig einnar spurn- ingar Nína — sem konu? Hefurðu ánægju af heimilisstörfum ? - Nei, í raun og veru ekki, enda hef ég alltaf litið á þau sem aukastörf. Að mála er vinna, sem krefst svo mikils bæði líkamlega og andlega, að það verður að vera aðal- atriði. Því það er beint líkamlegt erfiði, að mála; að halda penslinum uppi klukkustundum saman, að strengja stóra striga og léreft og lyfta þungum málverkum. Og það er óskap- lega þreytandi að standa við trönurnar í margar klukkustundir. Að þessu hef ég fyrst og fremst beint mínum kröftum. Þó eru heim- ilisstörf alls ekki sem verst og mér finnst þau ekki erfið. Að þvo gólf finnst mér til dæmis hvíld og svo er um fleiri húsverk. Það, sem mér tannst ertiðast við þau, var að geta aldrei losnað við þau algerlega — sérstak- lega þau störf er snertu barnið — að geta aldrei haft hugann alveg frían. Barnið er svo mikils virði, því getur maður ekki gleymt eitt andartak og hefur sífellt áhyggjur af því að gera ekki nógu vel. Og það er erfitt að sam- ræma þeirri einbeitingu hugans, sem málverk- ið krefst. Listamaður þarf að vera sem mest frjáls og maður er ekki frjáls með lítið barn á höndum. - Annað atriði vil ég spyrja þig um sem konu. Hefurðu orðið vör við að konum væri þyngri róðurinn á listabrautinni en karl- mönnum? - Já, ég neita því ekki, að mér finnst stundum litið neikvæðari augum á verk kvenna en karla. Eg minnist eins atviks frá París. Þarlend listakona hélt sýningu og maður kom til hennar og vildi kaupa mynd. Hann gerði henni ákveðið verðtilboð í myndina of lágt, að henni fannst og hún hafnaði. Hann viðhafði þá þau ummæli, að hún gæti ekki krafizt hærra verðs fyrir hana, þar sem hún væri kona. Þetta finnst mér óskaplega rangt — en það er til, vissulega, og nokkuð víða. Kannski við gætum sagt sem svo, að sann- gjarnast væri að listamenn skrifuðu ekki nöfn- in sín á myndir, þar sem t.d. gestir á sýningum gætu séð þær. Þá kæmi aldrei til þess að nöfn— in eða kynin skiptu máli heldur aðeins lista- verkið sjálft. Eitt af málverkum Nínu Tryggvadóttur frá síðustu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.