Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 50

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 50
„En ef hann borðar ekki, deyr hann,“ svar- aði hún. „Það væri mjög vanþakklátt af honum,“ sögðu þær. „Hann má vita, að þú hugsar að- eins um hag hans. Ef hann er þrjóskur og deyr, er það gott á hann, og þú mátt vera fegin að losna við hann.“ Septefnber gat ekki séð, að það kæmi henni að neinu gagni, en þær voru átta á móti einni og allar eldri en hún, svo að hún sagði ekkert. „Kannski verður hann orðinn vanur búr- inu á morgun,“ sagði hún loks. Næsta morgun, þegar hún vaknaði, kallaði hún glaðlega góðan dag. Hún fékk ekkert svar. Hún stökk fram úr rúminu og hljóp að búrinu. Hún rak upp undrunaróp, því að þarna lá litli fuglinn á botni búrsins, á hlið- inni með lokuð augu, alveg eins og dáinn. Hún opnaði dyrnar, rétti höndina inn og tók hann út. Henni létti óskaplega, þegar hún fann hjarta hans slá. „Vaknaðu, vaknaðu, litii fugl,“ sagði hún. Hún fór að gráta og tár hennar féllu á litla fuglinn. Hann opnaði augun og fann, að fangelsisgrindurnar umluktu hann ekki leng- ur. „Eg get ekki sungið, nema ég sé frjáls, og ef ég get ekki sungið, dey ég,“ sagði hann. Prinsessan snökti. „Vertu þá frjáls,“ sagði hún. „Eg lokaði þig inni í gullnu búri, vegna þess að ég elskaði þig og vildi eiga þig ein. En mér datt aldrei í hug, að það mundi ríða þér að fullu. Farðu. Fljúgðu milli trjánna við vatnið og yfir græna akurinn. Ég elska þig nógu heitt til að leyfa þér að vera hamingjusamur á þinn hátt.“ Hún opnaði gluggann upp á gátt og setti fuglinn mjúklega á gluggakistuna. Hann ýfði fjaðrir sínar. „Farðu ferða þinna, eins og þú vilt, litli fugl,“ sagði hún. „Ég skal aldrei setja þig í búr framar.“ „Ég kem aftur, vegna þess að mér þykir vænt um þig, prinsessa,“ sagði fuglinn. „Og ég skal syngja þér ljúfustu söngvana mína. Ég mun fara víða, en ég kem alltaf aftur og gleymi þér aldrei.“ Hann ýfði sig aftur. „Hamingjan góða, hvað ég er stirður,“ sagði hann. Svo breiddi hann út vængi sína og flaug beint upp í himininn. En litla prinsessan brast í grát, því að það er mjög erfitt að hugsa um hamingju ástvinar síns á undan sinni eigin, og þegar litli fuglinn var floginn úr augsýn, varð hún skyndilega afar einmana. Þegar systur hennar fréttu, hvað gerzt hafði, hæddu þær hana og sögðu, að fuglinn kæmi aldrei aftur. En hann kom að lokum. Og hann sat á öxl September, át úr lófa hennar og söng henni ljúfa söngva, sem hann h’afði lært á ferðum sínum um veröldina fögru. Septem- ber hafði gluggann sinn opinn nótt og dag, svo að litli fuglinn kæmist inn, þegar hann vildi, og það var mjög gott fyrir hana — hún varð ákaflega fríð. Þegar hún hafði aldur til, giftist hún konunginum af Kambódíu og ferð- aðist alla leið til borgar hans á hvítum fíl. En systur hennar sváfu aldrei við opinn glugga, svo að þær urðu afar ófríðar auk skapillsk- unnar, og þegar þær komust á giftingaraldur, voru þær gefnar ráðgjöfum konungs ásamt pundi af te og síömskum ketti. 4S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.