Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 37

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 37
mestu blóðsletturnar af veggjunum áður en hann gætti að pottinum á eldavélinni. Þaðan heyrðist grunsamlegt hljóð. Vatnið var gufað upp og hann tók pottinn og setti hann á stálborðið við vaskinn. Þegar hann sá hálfverkaðar rauðspretturnar í vaskinum áttaði hann sig á því að kona hans var ekki staðin upp af stólnum. Hann hleypti brúnum. Hún var ekki vön að sitja þegar svona mikið var að gera. Hann gekk til hennar og leit á hana athugulum augum. Þá sá hann að gleymzt hafði að losa hana úr böndunum. Þegar hann hafði leyst hana horfðust þau brosandi í augu. Aldrei var samhygð þeirra innilegri en þegar augun mættust í gagnkvæmu stolti yfir börnunum. Krakkakjánarnir, sagði hann og rödd hans var þrungin umhyggju þeirri og ástúð er hann bar til fjölskyldu sinnar. Brátt settust þau að borðum. Öll nema Stjáni. Hann var inni í herbergi sínu að rannsaka heilann undir smásjá. A meðan hélt móðir hans mat handa honum heitum frammi í eldhúsi. Allir voru svangir og tóku rösklega til matar síns, þetta var óeðlilega sein máltíð. A móðurinni var enga breytingu að sjá. Hárið hafði hún þvegið og greitt yfir skurðinn áður en hún settist; mildur svipurinn lýsti þolinmæði og sjálfsafneitun eins og venjulega við máltíðir. Þennan svip hafði dagað uppi frá þeim árum er hún skammtaði börnum sínum fyrst og geymdi minnsta og rýrasta bitann handa sjálfri sér. Nú voru börnin orðin það stór að þau voru fær um að taka sjálf til sín beztu bitana og svipurinn var því reyndar óþarfur, en hann var orðinn óaðskiljanlegur hluti af máltíðinni. Aður en borðhaldinu lauk kom Stjáni og settist. Móðirin gekk fram til að sækja matinn hans; í eldhúsinu hreinsaði hún öll beinin úr fiskinum áður en hún lét á diskinn. Þegar hún tók fram ruslafötuna til að fleygja beinunum rak hún upp vein. Efstur í fötunni var heilinn. Fjölskyldan rauk fram þegar veinið barst inn í stofuna. Faðirinn var í fararbroddi og var fljótur að átta sig á hvers kyns var þegar hann sá konu sína stara niður í ruslafötuna. Veinið var þagnað en sat enn í andlitsdráttum hennar. Finnst þér leiðinlegt að fleygja honum, elskan mín? spurði hann. Eg veit það ekki, sagði hún og leit afsakandi á hann, ég hugsaði ekki. Mamma hugsaði ekki, mamma hugsaði ekki, mamma hugsaði ekki, sönglaði eitt barnanna sem hafði sérlega næma kímnigáfu. Þau skelltu upp úr og það var sem hláturinn leysti vandann. Faðirinn sagðist vita ráð; óþarft væri að fleygja heilanum, það væri hægt að geyma hann í spíritus. Að svo mæltu lét hann heilann í gagnsæja glerkrukku og hellti spíritus yfir. Þau báru krukkuna inn í stofu og fundu henni stað á hillu sem bar skrautmuni. Öllum kom saman um að þar færi krukkan vel. Síðan luku þau við að borða. Við heilamissinn urðu engar teljandi breytingar á heimilisháttum. Fyrst í stað var talsvert um gestakomur. Fólk kom til að sjá heilann og þeir sem höfðu hreykt sér af gömlum spunarokki ömmu sinnar í stofuhorni litu nú öfundaraugum heilann á hillunni. Sjálf fann hún fyrst í stað ekki til neinna breytinga á sér. Hún átti engan veginn erfiðara með að vinna húsverkin eða skilja dönsku blöðin; margt reyndist jafn- vel auðveldara en fyrr og atvik sem áður ollu henni heilabrotum virtust nú ekki verð umhugsunar. En smám saman fór hún að finna til þyngsla fyrir brjósti. Engu var líkara en lungun hefðu ekki lengur nægilegt rými til að starfa og að ári liðnu fór hún til læknis. Nákvæm rannsókn leiddi í ljós að hjartað hafði stækkað usus innaturalis et adsidui causa. Hún afsakaði við lækninn að hún hefði gleymt allri latínu sem hún lærði í skóla og þolinmóður útskýrði hann fyrir henni hvernig missir eins líffæris hefði í för með sér breytingar á öðru; eins og maður sem glatar sjón sinni fær næmari heyrn, þannig hefði hjarta hennar aukið starfsemi sína að mun þegar heilans naut ekki lengur við. Þetta væri eðlileg þróun, lex vitae, ef svo mætti segja - og læknirinn hló við - enginn þyrfti að óttast að þau lög væru annað en réttlát. Hún gæti því verið óhrædd. Heilsan væri í bezta lagi. Henni létti við þessi orð. Að undanförnu hafði hún jafrtvel óttazt að hún ætti skammt eftir ólifað og þessi ótti hafði orðið að sífellt háværari rödd í brjósti hennar sem sagði: Hvað verður um þau ef ég fell frá? Látið INNOXA vernda húðina haldið húð yðar mjúkri og ferskri með hjálp INNOXA. INNOXA INNOXA dagkrem, næturkrem, hreinsikrem. Einnig allt sem viðkemur augnsnyrtingu. Veljið góðar snyrtivörur, veljið INNOXA Glæsilegt úrval Póstsendum VETRARFATNAÐUR Ullarkápur með skinnkrögum > Frakkar Rúskinnskápur með skinnkrögum Rúskinnsjakkar — stuttir og hálfsíðir — Buxnadragtir Ulpur — Loðhúfur — Hanzkar — Höfuðklútar Handtöskur. BERNHARÐ LAXDAL Kjörgarði Laugav. 59 R.vík og Hafnarstræti 94 Akureyri 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.