Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 26
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Fer með aðalhlutverkið í Jesus Christ Superstar í sameiginlegri uppfærslu MA og VMA. NOKKRIR BAUTASTEINAR Á ÆVI EYÞÓRS INGA Eitt af sérkennum Eyþórs er hið síða, ljósa hár sem hann hefur skartað síðan hann var sextán ára. Móðir hans segir það hafa farið í taugarnar á henni í fyrstu og hún hafi suðað í honum að fara í klippingu. „En núna gæti ég ekki hugsað mér að hafa hann öðruvísi.“ Hárið er Eyþóri svo til heilagt, eftir sigur- inn í undankeppninni tók hann það fram að hann væri reiðubúinn til að gera hvað sem áður en hann færi utan til Malmö nema að fara í klippingu. „Það kemur ekki til greina að láta skerða hárið,“ segir Guðbjörg. „En hann segist ekki ætla að verða síðhært gamal- menni. Hann á því eftir að fara í klippingu einhvern daginn en ekki á næstunni.“ VERÐUR EKKI SÍÐ- HÆRT GAMALMENNI 2004 2007 2008 2010 2011 2011-2012 2013 Tekur þátt í upp- færslu Leikfélags Akureyrar á Ólíver. Sigrar í Bandinu hans Bubba. Eyþór Ingi sigrar í Söngvakeppni framhalds- skólanna með laginu Framtíð bíður, sem hann flutti fyrir Verkmennta- skólann á Akureyri. Leikur Riff Raff í uppfærslu LA á Rocky Horror Picture Show. Tilnefndur til Grímunnar fyrir söng sinn í verkinu. Er gestasöngvari með Stuðmönnum og túrar um landið með þeim. Gengur til liðs við hljómsveitina Todmobile og syngur inn á plötuna 7 sem kom út ári síðar. Leikur Berger í uppfærslu Silfurtunglsins á Hárinu í Hofi og Hörpu. Fer með hlutverk Maríusar í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu. Sigrar í undankeppni Eurovision á Íslandi með laginu Ég á líf. verið saman síðan 2009, þegar Eyþór stóð á tvítugu. Soffía, sem er Húsvíkingur og vinnur á tann- læknastofu, er sjö árum eldri en Eyþór. Þau kynntust einu og hálfu ári áður en í viðtali við DV árið 2010 sagði Eyþór að aldursmunur- inn hefði komið í veg fyrir að þau byrjuðu saman fyrr. „Við komumst hins vegar fljót- lega að því að aldur skiptir ekki máli, þar sem við gátum ekki hætt að hugsa hvort um annað,“ sagði hann þá. Móðir Eyþórs segir hann ávallt hafa verið fullorðinn í sér, bæði til orðs og æðis. „Kannski er það vegna þess að hann umgekkst langafa sinn og langömmu sína mjög mikið,“ segir hún. „Enn þann dag í dag segir fólk við mig: Það getur ekki verið að hann sé bara 23 ára.“ Undir það tekur Soffía, sem segir aldursmuninn ekki hafa sett strik í reikninginn þegar á hólminn var komið. „Ég hristi höfuðið þegar hann sagði mér hvað hann væri gamall, því þegar ég var að tala við hann hvarflaði ekki að mér að þessi maður væri yngri en ég.“ Soffía Ósk átti tvær dætur frá fyrra sambandi, Báru Katrínu og Kristínu Emmu. Soffía segir það bera þroska Eyþórs vitni hversu áreynslulaust hann tileinkaði sér uppeldishlutverkið aðeins tvítug- ur að aldri. „Hann er ótrúlega ljúfur og ábyrgur og tekur föður- hlutverkið alvarlega.“ Fyrir rúmu áru eignuðust þau saman dóttur- ina Elvu Marín. Rólegur rokkari Í útliti er Eyþór staðalímynd rokkarans og sækir greinilegan innblástur í átrúnaðargoð sín frá hippatímanum. Hann hefur hins vegar ekki tileinkað sér lífshætti þeirra, sem einkenndust af partí- standi og sukki. Hann er í fullri dagvinnu sem pabbi en á kvöldin klæðir hann sig í rokkgallann og stígur á svið. „Hann er ótrúlega rólegur og þolinmóður og líklega manna ólíklegastur til að rústa hótelherbergi,“ segir Soffía Ósk og hlær. Ottó segir að eflaust hefði velgengni í tónlistarbransanum stigi mörgum jafnöldrum Eyþórs til höfuðs og þeir látið glepjast af freistingum hans. „Það hefur aldrei verið vandamál hjá honum; hann er bara sami Eyþór og maður þekkti. Hann er mjög þroskaður og hefur sterka jarðtengingu.“ Sjálfur segir Eyþór rokkið ekki snúast um „sex, drugs and rock n‘ roll“. „Nú til dags snýst rokkið svo mikið um það að vera heiðarlegur og sam- kvæmur sjálfum sér. Rokkarar þurfa ekki lengur að ganga um í leðurbuxum, vera uppdópaðir og líma húsgögnin sín á hvolf, það er bara liðin tíð,“ Soffía heldur því þó til haga að hann sé ekki skaplaus. „Hann er mikil tilfinningavera og rétt- sýnn; getur verið mjög fastur á sínu, sérstaklega þegar hann veit að hann hefur á réttu að standa.“ Eyþór er tónlistarmaður af lífi og sál og á sér fá áhugamál utan hennar. Ottó segir að þótt hippa- rokkið sé í uppáhaldi hjá honum hafi hann víðfeðman smekk. „Hann kann bara gott að meta, hvort sem það heitir Led Zeppelin, Radiohead eða Rufus Wainwright.“ Eyþór hefur engan áhuga á íþróttum, er nánast antisportisti og Soffía segir að það hafi unnið með honum á sínum tíma að hann hertekur ekki sjónvarpið á sunnu- dögum yfir enska boltanum. Hann er hins vegar mikill sælkeri og finnst gott að gera vel við sig í mat og drykk. Uppáhaldið var plokkfiskur sem Anton afi hans heitinn eldaði en nú kann hann ekkert betur að meta en grillaða hnísu að hætti föður síns. Þeir sem þekkja Eyþór nefna óstundvísi sem hans helsta löst. „Hann er náttúrulega með athyglisbrest á háu stigi og oft í litlu sambandi við klukkuna,“ segir Soffía og hlær. „Hann hefur hins vegar lært að lifa með því og þetta kemur ekki niður á vinnunni.“ Ótrúlega sjálfsgagnrýninn Allir eru sammála um að hann geri gífurlegar kröfur til sjálfs sín, stundum of miklar. „Hann er mjög sjálfsgagnrýn- inn og harður við sjálfan sig,“ segir Soffía. „Það getur sjálf- sagt verið kostur, hann er líklega þar sem hann er vegna þess að hann gerir miklar kröfur til sín. Hann er með fullkomnunaráráttu; aldrei fyllilega ánægður og finnst hann alltaf geta gert betur.“ Undir það tekur móðir hans. „Kröfurnar eru svo miklar að þær geta staðið honum fyrir þrifum. Ég hugsa að þetta sé að hluta til ástæða fyrir því að hann er ekki enn búinn að gefa út sólóplötu,“ en Eyþór vinnur nú um mundir að sinni fyrstu plötu með eigin efni. Fjölmargir ástvinir Eyþórs ætla til Malmö og eru ekki í nokkrum vafa um að hann eigi eftir að glansa á sviðinu. „Honum líður svo vel á svið- inu,“ segir Soffía. „Hann verður kannski stressaður á undan, þótt hann láti ekkert á því bera. Fær kannski hnút í magann. En það hverfur um leið og hann stígur á sviðið.“ Á ÆFINGU Í MALMÖ Eyþóri líður vel á sviði. Hann verður stundum stressaður fyrir tónleika en um leið og hann stígur á svið fyllist hann öryggi og kvíðinn lætur undan. MYND/VALGEIR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.