Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 88

Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 88
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 ➜ Ragnheiður Bjarnason er einn af stofnendum Samsteyp- unnar sem hefur sett upp nýtt verk á hverju ári frá árinu 2006 auk þess að vera sjálfstætt starfandi listamaður. Uppruni, arfleifð og nútímamerk- ing brúðkaupa er inntakið í gjörn- ingnum „The White Walkers“ sem Ragnheiður Bjarnason dans- ari fremur í Verónaborg á Ítalíu í dag. Gjörningurinn er hluti af hátíðinni Verona Risuona, sem einblínir á list í almenningsrými. „The White Walkers“ er gjörn- ingur um ástina, sem er viðeig- andi yrkisefni í Veróna, sögusviði Rómeu og Júlíu, einnar frægustu ástarasögu fyrr og síðar. „Gjörningurinn er um ástina, að kaupa sér ást eða vera virki- lega ástfangin,“ segir Ragnheiður. „Ég set upp spurningar um hjóna- bandið eða brúðkaup í samhengi nútímans. Upprunalega gekk brúð- kaup út á að karlmaður keypti sér brúði sem átti svo að sjá um hann til æviloka, einhvers konar au pair sem elur honum einnig erfingja að ríkidæminu. Þótt þessi gildi séu dottin upp fyrir í dag er sú hefð enn við lýði að brúðir skuli vera í hvítum kjól. Í verkinu velti ég fyrir mér hverju sætir.“ Ragnheiður útskrifaðist frá dansbraut LHÍ árið 2009 en er nú í meistaranámi í svonefndum „Contemporary Performative Art“ við við háskólann í Gauta- borg. - bs Sýnir nýjan gjörning á listahátíð í Veróna Ragnheiður Bjarnason veltir brúðkaupum fyrir sér. „THE WHITE WALKER“ Ragnheiður veltir fyrir sér hvers vegna við höldum í fornar brúðkaupshefðir þótt inntak hjónabandsins og staða kvenna í þeim hafi breyst í aldanna rás. MYND/RAGNHEIÐUR BJARNASON Ævintýrið hófst þannig að Sin-fóníuhljómsveit-in í Færeyjum falaðist eftir tón-listarævintýri og var tónskáldið Kári Bæk fengið til þess að semja tónlistina. Hann vildi fá mig til að semja söguna og það varð úr. Ég fékk svo Janus frá Húsagarði mynd- skreyti til þess að gera mynd- ir við ævintýrið þegar það var komið á blað og úr varð Veiða vind,“ segir Rakel Helmsdal, færeyskur barnabókahöfundur, sem stödd er hér á landi ásamt Kára og Janusi. Tilefnið er útkoma bókar- innar Veiða vind á íslensku og flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á ævintýrinu. En hvern- ig varð sagan til? „Sagan er byggð á börnunum mínum þrem- ur. Eldri strákurinn minn var að læra ljóð um Ólaf liljurós þar sem kemur fyrir að veiða hind. Það heyrðist þeim yngsta vera sagt veiða vind, þaðan kemur nafn sögunnar sem segir frá leik systkina þar sem Litlibróðir og stóra systir hans, Didda, búa sér til ævintýralegan heim álfa og riddara. Ævintýrið var svo flutt í Þórshöfn og tókst vel til.“ Verk Rakelar eru íslenskum barnabókalesendum að góðu kunn því hún er einn þriggja höfunda bókanna um Litla og stóra skrímslið. „Við erum enn að vinna að sögunum um skrímslin þó að ég viti ekki nákvæmlega hvenær sú næsta kemur út,“ segir Rakel, sem hefur, auk þess að semja sögurnar með hinni íslensku Áslaugu Jónsdóttur og hinum norska Kalle Güettler, búið til skrímslabrúður fyrir brúðu- leikhúsið sitt í Færeyjum. „Það er ekki hlaupið að því að lifa af því að vera rithöfundur í Fær- eyjum þannig að maður þarf að hafa mörg járn í eldinum. Ég hef verið allt í öllu í brúðuleikhús- inu, nema ég hef verið með leik- stjóra með mér,“ segir Rakel. Hún og ferðafélagar henn- ar eru mjög spennt fyrir tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dag. „Við hlökkum ótrú- lega mikið til að fylgjast með ævintýrinu í þessu fallega húsi, Hörpu,“ segir hún að lokum. sigridur@frettabladid.is Býr til barnabækur og brúður í leikhús Misskilningur sonar færeyska höfundarins Rakelar Helmsdal á ljóðlínu bálksins um Ólaf Liljurós varð henni innblástur að sögunni Veiða vind sem út er komin á íslensku. Rakel er einn höfunda bókanna um Litla og stóra skrímslið. Veiða vind segir frá litlabróður sem nennir ekki að hanga inni og drífur sig út í ótryggt aprílveðrið sem sveiflast á milli allra árs- tíðanna eins hratt og systir hans skiptir um trélit. Þegar út er komið tekur ímyndunar- aflið völdin og hann lendir í æsispennandi ævintýri þar sem við sögu koma álfastúlka, grimmur björn, háfleygur örn og síðast en ekki síst forneskjulegur dreki. Sagan kom fyrst út í Færeyjum 2011 og af því tilefni flutti Sin- fóníuhljómsveit Færeyja verkið í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn við mikinn fögnuð. Upptaka af þeim tónleikum fylgir með íslensku útgáfunni, ásamt flutningi Benedikts Erlingssonar á sögunni sem Þórarinn Eldjárn þýddi. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur á fjölskyldutónleikum í dag tónlistar- ævintýrið Veiða vind. Þar er Benedikt einnig sögumaður en Bernharður Wilkinsson er við stjórnvölinn. Tónleikarnir hefjast klukkan tvö. Sinfó flytur Veiða vind RAGNHEIÐUR BJARNASON Fremur gjörning í Veróna í dag. BÚA TIL ÆVINTÝRI Rakel Helmsdal, Janus frá Húsagarði og Kári Bæk eru höfundar tónlistarævintýrsins Veiða vind. Sýningunni Tilraun til að beisla ljósið, sem nú stendur yfir í Hafnar borg, lýkur á morgun sunnudaginn 12. maí. Á þessari sýningu eru verk nokkurra starfandi listamanna skoðuð útfrá myndgerð nýaldar- fræðanna. Jafnframt eru sýnd myndverk nokkurra annarra Íslendinga er fást við myndgerð sem talin er hafa heilandi áhrif eða tekur mið af nýaldarspeki. Á sýningunni mætast þannig mynd- list og heilun og gefst sýningar- gestum færi á að velta fyrir sér hugmyndafræðilegum og fagur- fræðilegum tengingum listarinn- ar við hin andlegu svið. Sýningin er opin frá tólf til fimm. Myndlist og heilun mætast í Hafnarborg Síðasti sýningardagur á Tilraun til að beisla ljósið er á morgun. Fjölmargir listamenn eiga þar verk. LJÓSIÐ BEISLAÐ Verk eftir Daða Guðbjörnsson sem er eitt verkanna á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING AÐGANGUR ÓKEYPIS HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 14. MAÍ KL.12:15 ERLA BJÖRG KÁRADÓTTIR SÓPRAN HANNA ÞÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR SÓPRAN ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ ÓPERUARÍUR OG DÚETTAR EFTIR BELLINI, PUCCINI O.FL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.