Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 92

Fréttablaðið - 11.05.2013, Síða 92
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 ➜ Í þáttaröðinni notar Árni þá þekkingu sem hann hefur tileinkað sér í borgarlífinu og tvinnar það saman við nýjan lærdóm, sígildar hefðir og hætti sveitalífsins. Árni gerir hvað hann getur til að framleiða sjálfur fjölbreytilegt hráefni á lítilli bújörð, kynnir íslenskan landbúnað fyrir áhorfendum og tekst á við helstu störf bænda. 21 3 1. Steikarsamloka Fyrir 4 Í þáttunum bökum við okkar eigið heilhveitibrauð úr hveiti frá Ásgarði í Reykholtsdal, búum til ricotta-ost og rauðlaukssultu og ræktum eigið salat. Nautakjötið fengum við frá Glitstöðum í Norðurárdal. 700 grömm nautainnanlæri, skorið í fjórar 2 sentímetra þykkar steikur Ólífuolía Sjávarsalt Nýmalaður pipar 8 stórar sneiðar heilhveitibrauð 300 grömm ricotta ostur 300 grömm rauðlaukssulta 4 stór salatblöð, til dæmis smjör- eða klettasalat Hitið olíu á steypujárnspönnu við hæsta hita. Penslið kjötið með olíu og kryddið vel með sjávarsalti og nýmöluðum pipar. Þegar byrjar að rjúka úr pönnunni, steikið tvær steikur í einu í 2 mínútur á hvorri hlið fyrir medium-rare. Leyfið steikunum að hvíla í um 5 mínútur og skerið þær svo niður í um 5 millímetra sneiðar. Smyrjið brauðsneiðarnar með þykku lagi af ricotta-osti, leggið kjötið ofan á ostinn, rauðlauks- sultuna ofan á kjötið og toppið svo með lambhagasalati. 2. Blini með heimagerðum graflaxi, sýrðum rjóma, hroggnum og dilli Í 30 blini Blini er heiti á rússneskum pönnukökum en bókhveitið gefur þeim yndislegan hnetu- keim sem fer einstaklega vel með söltum laxinum. Það er hægt að leika sér endalaust með álegg. Í Árdal höfum við einnig borið blini fram með heimareyktu hangilæri, sýrðum rjóma bragðbættum með dijonsinnepi og söxuðum vorlauk eða heitreyktum laxi, sýrðum rjóma, smátómötum og steinselju. Blini 60 grömm hveiti 60 grömm bókhveiti 1 matskeið þurrger ½ teskeið sykur ¼ teskeið salt 350 millilítrar volg mjólk 1 matskeið brætt smjör 2 egg, aðskilin Álegg Graflax Sýrður rjómi Hrogn, svört og rauð Ferskt dill Hrærið saman hveiti, bók- hveiti, þurrgeri, sykri og salti í stórri skál. Bætið volgri mjólkinni við smátt og smátt þannig að úr verði þykk soppa. Hrærið því næst bráðnu smjöri saman við, hyljið skálina með plastfilmu og leyfið sopp- unni að standa í 2 tíma við stofuhita eða þangað til hún hefur tvöfaldast að rúmmáli. Hrærið eggjarauðunum saman við einni í einu. Stífþeytið eggjahvíturnar í annarri skál og byrjið á að blanda fjórðungi þeirra saman við soppuna. Blandið síðan restinni af eggjahvítunum ofurvarlega saman við. Hitið stóra pönnu á miðlungs- hita og steikið upp úr smjöri litlar pönnukökur sem eru 5-6 sentímetrar í þvermál. Skerið graflaxinn í þunnar sneiðar og raðið á blini ásamt doppu af sýrðum rjóma, ¼ teskeið af bæði rauðum og svörtum hrognum og skreytið með dilli. 3. Graflax í eitt flak Þetta er graflax í sinni einföld- ustu mynd en það er hægt að krydda hann til dæmis með kúmeni, rauðrófum, sítrónu- berki eða gefa honum austur- lenskan blæ með púðursykri og sojasósu. Við höfum einnig prófað að bragðbæta laxinn með furunálum en sumir telja að graflax hafi upphaflega verið gerður þannig. Það er um að gera að prófa sig áfram. 1 kílógramma laxaflak, beinhreinsað og með roði 100 grömm sjávarsalt 100 grömm sykur 2 búnt ferskt dill Leggið á borð plastfilmu, sem passar fyrir laxaflakið. Blandið saman sjávarsalti, sykri og dreifið þunnu lagi af blöndunni á plastfilmuna. Leggið flakið ofan á með roðhliðina niður og dreifið restinni af saltblöndunni yfir. Merjið annað dillbúntið og leggið ofan á laxinn þannig að það hylji hann vel og pakkið honum þétt í plastfilmu. Setjið laxinn í ílát og geymið í kæliskáp í einn til tvo daga. Strjúkið dillið og saltblönduna af flakinu, skolið það snöggt undir rennandi köldu vatni og þerrið. Saxið blöðin af hinu dillbúntinu smátt og dreifið yfir allan laxinn. Hægt er að geyma laxinn í loftþéttu íláti inni í kæliskáp í eina til tvær vikur. Þátturinn Hið blómlega bú verður frumsýndur á Stöð tvö í næstu viku. Í honum fylgjast áhorf-endur með Árna Ólafi Jónssyni kynna sér íslenska matarmenningu frá vori og fram á vetur og sjá hvernig honum gengur að búa til blómlegt bú í Borgarfirði. Árni Ólafur vann þættina með Bryndísi Geirsdóttur framleið- anda og Guðna Páli Sæmunds- syni kvikmyndagerðamanni. „Við hittumst í nýársgleði hjá sam- eiginlegri vinkonu og fórum að spjalla saman um mat, matargerð og íslenskar matarhefðir. Þau sögðu mér þarna frá þeirri hug- mynd að gera sjónvarpsþátt um íslenska matarmenningu. Ég bjó á Manhattan á þessum tíma og hélt þangað eftir jólafrí. Við héld- um sambandi og svo kom að því að ég ákvað að slá til og sagði upp starfinu og var kominn til Íslands skömmu síðar.“ Árni Ólafur flutti í framhald- inu á bæinn Árdal í Borgarfirði. „Við leigðum þetta bóndabýli fyrir tökur og hófumst strax handa. Við vorum ekki búin að selja hug- myndina en vorum sannfærð um að þetta væri svo gott efni að við gætum gert það, og það kom á daginn,“ segir Árni Ólafur. Þremenningarnir settu upp matjurtagarð og voru með kind- ur, grísi og hænur á bænum. „Þetta var tilraun til þess að ger- ast örbóndi og prófa sig áfram um leið við íslenska matar- menningu.“ Árni Ólafur er viðskipta- fræðingur að mennt en hann segir drauminn um það að verða matreiðslumaður hafa blundað í sér mjög lengi. „Ég kláraði fyrsta árið í kokkanáminu hér á Íslandi þegar ég var 16 ára en skipti síðan um gír, lauk stúdentsprófi og síðan námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Þegar ég flutti til New York þá ákvað ég að láta gamlan draum rætast og halda kokkanáminu áfram,“ segir Árni Ólafur, sem þessa dagana situr við ásamt Bryndísi og Guðna Páli og leggur lokahönd á þættina. Árni Ólafur gefur lesendum hér nokkrar uppskriftir úr þáttunum en þær eiga það sameiginlegt að í þær er notað hráefni úr sveitum Borgarfjarðar. SAMRÝMD Þau Árni Ólafur Jónsson, Bryndís Geirsdóttir og Guðni Páll Sæmunds- son eru höfundar þáttanna Hið blómlega bú. Úr stórborg í íslenska sveit Þau Árni Ólafur Jónsson, Bryndís Geirsdóttur og Guðni Páll Sæmundsson komust fl jótlega að því að áhuginn á mat sameinaði þau. Úr varð að Árni Ólafur sagði starfi sínu sem kokkur á Manhattan lausu og hóf að vinna að sjónvarpsþáttum um íslenska matarmenningu með Bryndísi og Guðna. Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.