Fréttablaðið - 11.05.2013, Page 96

Fréttablaðið - 11.05.2013, Page 96
11. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 64 „Þótt þessi mynd sé enginn Óskars kandídat er þetta ágætis ræma,“ segir Óttar Guðnason. Hann var kvikmyndatökumað- ur Hollywood-myndarinnar The Numbers Station með stjörn- unni John Cusack í aðalhlutverki, sem er frumsýnd hér á landi um helgina. Aðspurður segist Óttar hafa fengið verkefnið í gegnum danska leikstjórann Kasper Barfoed en þeir hafa unnið saman við auglýs- ingagerð. Einnig hjálpaði það til að framleiðendurnir Sean- og Bryan Furst þekktu vel til Baltasars Kor- máks og vissu af starfi Óttars við myndirnar A Little Trip to Heaven og Inhale. Þeir eiga einnig réttinn á erlendri endurgerð Mýrarinnar, sem þeir hafa ekki nýtt. The Numbers Station var kvik- mynduð að öllu leyti í Suffolk-sýslu í Englandi, norðaustur af London, á svæði þar sem herstöðin Bent- waters stóð. „Hún varð gerð í hálf- gerðum spreng, á 25 dögum, bæði út af peningum og þeim tíma sem leikararnir höfðu. Það er mjög stuttur tími fyrir svona mynd í fullri lengd. En þetta var mjög skemmtilegt og það var gaman að vinna með Cusack. Þetta er frek- ar myrkur persónuleiki en samt indælis náungi inni við beinið,“ segir Óttar - fb Gaman að vinna með John Cusack Kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason starfaði með John Cusack við tökur á The Numbers Station. Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Óttar Guðnason ásamt Malin Åkerman og John Cusack við tökur á The Numbers Station. ➜ Óttar tók nýlega upp tvær stórar auglýsingar fyrir Mini Cooper í Los Angeles. Í næstu viku myndar hann auglýsingar fyrir Samsung í Barselóna og Marokkó. Sjóðheitur poppari og tískuáhugamaður Pharrell Williams er einn heitasti tónlistarmaðurinn í dag. Lagið Get Lucky sem hann syngur með frönsku sveitinni Daft Punk hefur slegið í gegn, auk þess sem lagið Blurred Lines sem hann syngur með Robin Thicke hefur notið vinsælda. Williams hóf feril sinn með N.E.R.D. og hefur síðan þá starfað með fj ölda tónlistar- manna. Hann hefur unnið fern Grammy-verðlaun og er mikill tískuunnandi. 2002 Ásamt Justin Timberlake árið 2002. Williams var einn af upptöku- stjórum Justified, fyrstu sólóplötu Timberlake. NORDICPHOTOS/GETTY 2006 Pharrell Williams og rapparinn Snoop Dogg vígalegir á MTV-tónlistar- verðlaununum í Kaupmannahöfn. 2008 Pharrell Williams, tískuhönnuðurinn Marc Jacobs og Kanye West á góðri stundu í París. 2013 Pharrell Williams með unnustu sinni, tískuhönnuðinum Helen Lasichanh. 2004 Ásamt hótelerfingjanum Paris Hilton og Fred Durst úr Limp BIzkit í Los Angeles. TÖFFARI Popparinn starfrækir tískulínurnar Billionaire Boys Club og Ice Cream Footwear. Glympse Staðsetningarkerfi snjallsíma er orðið svo gott að nú getur þú staðsett sím- ann þinn nánast upp á sentímetra á korti eða í einhvers konar appi. Þetta hefur Glympse notfært sér og gerir það stórkostlega. Í Glympse getur þú nefnilega deilt staðsetningu þinni með vinum þínum. Vinirnir fá ekki alltaf að sjá hvar þú ert heldur aðeins þegar þú gefur þeim leyfi til þess. Um leið stillir þú hversu lengi þú vilt að þeir sjái hvar þú ert. Notagildið er margvíslegt. Segjum sem svo að vinir hafi mælt sér mót á kaffihúsi niðri í bæ. Annar vinurinn er svo orðinn of seinn og sendir hinum staðsetningu sína. Sá sem er mættur getur þá fylgst með því hvar vinurinn er og hversu langt er í hann á meðan hann drekkur kaffið sitt. Glympse hefur verið til síðan árið 2009 en hefur nú gengið í endur- nýjun lífdaga og fékk nýverið sæti í „Nýtt og nytsamlegt“-listanum á Apple App Store. APP VIKUNNAR Skýringar: App fyrir Apple-tæki App fyrir Android-tæki App fyrir Windows
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.