Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.05.2013, Qupperneq 2
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜10 SKOÐUN 12➜16 HELGIN 18➜42 SPORT 66 MENNING 52➜74 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, fékk yfir sig svívirðingar í ummælakerfum eftir að hún tjáði sig um humar og hvítvín við Fréttatímann. Margir sýndu henni þó einnig stuðning. Eyþór Ingi Gunnlaugsson var að sjálfsögðu fyrirferðarmikill í fréttum vikunnar, enda komst hann í loka- keppni Eurovision. Twitter-notendum varð tíðrætt um sítt hár hans og víkingalegt útlit. Kolbrún Bergþórsdóttir blaða- maður fékk að kenna á reiði fótboltaáhugamanna eftir kankvísan pistil um starfslok Alex Ferguson í Morgunblaðið. Hún stóð þó föst á sínu. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, vill fá að upplýsa þá Íslendinga sem eru með gen sem veldur auknum líkum á krabbameini um það. FIMM Í FRÉTTUM EUROVISION, HUMAR OG FÓTBOLTI ➜ Heiða Kristín Helgadóttir, annar formaður Bjartrar framtíðar, var ráðin fram- kvæmdastjóri þingflokksins. Hún sinnir því þremur störfum þessa dagana, er for- maður BF, framkvæmdastjóri þingflokks BF og framkvæmdastjóri Besta flokksins. VANDINN VIÐ HVÍTA LYGI 12 Þorsteinn Pálsson um kosningaumræðuna og ríkisfj ármál. ÍSLAND MEÐ FYRSTU EINKUNN 16 Steingrímur J. Sigfússon um jákvæðar fréttir að utan um áherslur í velferðarmálum. „Enn ein sönnun þess að Roberts skarar fram úr, hún er meistarinn.“ Ný kilja„Þetta er vel skrifuð saga og persónulýsingarnar gera frásögnina sérlega lifandi.“ FRÖNSK VEISLA 60 Þrjár girnilegar uppskrift ir frá Provence-héraði í Frakklandi. JAKOB FRÍMANN BÖSTAÐI RHYMES 74 Rapparinn Busta Rhymes notaði bút úr lagi Jakobs Frímanns í óleyfi . SAGÐIST VERA KONA FJÖGURRA ÁRA 24 Ugla Stefanía Jónsdóttir er ein þeirra transkvenna sem hafa gengið í gegnum kynleiðréttingu hér á landi. KÖLLUN AÐ SYNGJA MEÐ KONUM 32 Allir geta sungið– bara misjafnlega vel. segir Margrét Pálmadóttir, handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. MÖLBROTIÐ EINKALÍF MEÐAN FERILLINN BLÓMSTRAÐI 36 Þótt Gunnleifur Gunnleifsson lands- liðsmarkvörður hafi ungur náð tökum á drykkjunni gilti það sama ekki um lífi ð. BARNASÍÐA 40 KROSSGÁTA 42 VERÖLDIN SÉÐ ÚR BRÚNUM SÓFA 34 Simpsons-fj öl- skyldan setur stefnuna á Ísland á mánudag. Guðni Tómasson rýnir í heimssýn fj ölskyldunnar sígulu. SAMFÉLAGSMÁL Íslensku þjóðkirkj- unni líst illa á þær tillögur að frí- dagar í miðri viku verði færðir að helgum. Samtök atvinnulífsins (SA) vilja færa til slíka frídaga en kveðið er á um þá bæði í kjara- samningum og í lögum. Vinnandi Íslendingar hafa sennilega f lestir orðið varir við nokk- urn fjölda frí- daga frá pásk- um og fram á sumar. Á það tímabil falla sérstöku frídagarnir annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardag- ur og annar í hvítasunnu. Tveir þessara daga, sumardag- urinn fyrsti og uppstigningardag- ur, eru alltaf á fimmtudegi og þá er 1. maí oft í miðri viku, síðast í ár þegar hann var á miðvikudegi. SA hafa lengi talað fyrir því að þeir frídagar sem eru í miðri viku verði færðir að helgi eða þá lagð- ir niður gegn fleiri orlofsdögum. Telja samtökin að með slíkri breyt- ingu væri hægt að auka hagræði í rekstri fyrirtækja og bæta fram- leiðni og afköst. Hefur enda könn- un meðal félagsmanna SA leitt í ljós að 80% forsvarsmanna fyrir- tækja eru fylgjandi tilfærslu frí- daga. Eins og áður sagði er annar fimmtudagsfrídaganna uppstign- ingardagur, sem er einn helsti hátíðisdagur kristinnar kirkju en þá er himnafarar Jesú minnst. Kristján Valur Ingólfsson, vígslu- biskup í Skálholti, segir að kirkj- an myndi mjög sjá eftir fríi á upp- stigningardegi og hvetur til þess að staðinn sé vörður um hefðir. „Við mundum sakna þessa dags. Það er enginn vilji fyrir því af hálfu kirkjunnar að þessu verði breytt,“ segir Kristján Valur og heldur áfram: „Við munum í það minnsta alltaf halda upp á upp- stigningardag á þessum degi. Ja, svo lengi sem við kunnum að telja en hann skal vera 40 dögum eftir páska. En hitt er annað mál að þetta er ekki á okkar valdi held- ur löggjafans og ef hann vill fella uppstigningardag niður sem frí- dag þá þurfum við bara að beygja okkur fyrir því.“ magnusl@frettabladid.is Kirkjan vill halda fimmtudagsfrídögum Samtök atvinnulífsins vilja að frídagar sem lenda í miðri viku verði færðir að helgum eða lagðir niður gegn því að orlofsdögum fjölgi. Einn þessara daga er uppstigningardagur en fulltrúar þjóðkirkjunnar leggjast gegn tilfærslunni. KRISTJÁN VALUR INGÓLFSSON Umræðan um tilfærslu frídaga sem falla í miðri viku er ekki ný af nálinni. Þannig sömdu til dæmis Samtök vinnuveitenda og nokkur stéttarfélög um tilfærslu fimmtudagsfrídaga til næsta mánudags í kjarasamningalotunni árið 1988. Málið náði hins vegar ekki fram að ganga þar sem samningarnir voru felldir. Þá lagði Róbert Marshall, nú þingmaður Bjartrar framtíðar, fram frumvarp á síðasta þingi þar sem meðal annars var kveðið á um tilfærslu frídaga að helgum. Málið komst hins vegar ekki til annarrar umræðu. Frumvarp kynnt á síðasta þingi SUMARDAGURINN FYRSTI Tveir eða þrír frídagar lenda í miðri viku á vormánuð- um í hverri viku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UMFRAMORKA EKKI EYRNARMERKT 4 Orka sem ekki nýtist í fyrir fram ákveðin verkefni verður seld hæstbjóðanda. FJARSTÝRT GASGRILL 6 LÉTU GREIPAR SÓPA Á CANNES 10 Þjófar stálu skartgripum fyrir 125 milljónir króna á meðan á kvikmynda- hátíðinni stóð. „Það er óumdeilt að það eru mikil fjárfestingar- tækifæri á Grænlandi.“ 10 Svend Hardenberg, stofnandi Greenland Invest. YNGSTI FYRIRLIÐINN Á SKOTSKÓNUM 66 Hin 19 ára gamla Guðmunda Brynja Óladóttir hefur skorað þrjú af fj órum mörkum Selfossliðsins sem er með fullt hús eft ir tvo leiki í Pepsi deild kvenna í fótbolta. LÖGREGLUMÁL Íbúar við Ystasel í Breiðholti eru slegnir óhug eftir að gengið var hrottalega í skrokk á manni þar síðdegis í gær og hann skilinn eftir liggjandi í blóði sínu á miðri götunni. Að sögn sjónarvotta var hópur manna – allt að níu talsins – á staðnum og umkringdi og elti þolandann, þótt einn hafi haft sig sýnu mest í frammi við árás- ina. Þorvaldur Sigmarsson hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu sagði við Fréttablaðið í gærkvöldi að tveir menn hefðu verið handteknir um kvöld- matarleytið, hvor í sínu lagi, taldir hafa beitt mann- inn ofbeldi. Hann sagði enn eiga eftir að koma í ljós hvort handtaka þyrfti fleiri vegna málsins eða hvort nægilegt yrði að boða þá til skýrslutöku. Hafnaboltakylfa fannst á vettvangi sem sjónar- vottar segja hafa verið notaða við árásina. Sjá mátti stóra blóðpolla á götunni eftir að árásarhópurinn hvarf á brott á silfruðum Land Cruiser-jeppa og fórnarlambið hafði verið flutt burt í sjúkrabíl. Sá sem varð fyrir árásinni, ungir íslenskur karlmaður, slapp betur en á horfðist og lögregla gat yfirheyrt fljótlega eftir að hann hafði fengið aðhlynningu á spítala. Hann var þó enn undir lækn- ishendi í gærkvöldi og talið hugsanlegt að hann yrði þar í nótt. Börn voru að leik utandyra í götunni, sem alla jafna er friðsæl, og urðu vitni að upphafi átakanna. Sjónarvottar segja að meðal þeirra sem voru á staðnum hafi verið þekktur handrukkari. Ekkert liggur enn fyrir um tildrög árásarinnar. - sh Íbúar í Ystaseli slegnir óhug eftir að maður var skilinn þar eftir í blóði sínu: Tveir teknir fyrir hrottalega árás YSTASELIÐ Hafnaboltakylfa fannst á vettvangi og blóðpollar sáust á götunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.