Fréttablaðið - 18.05.2013, Side 10
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
Hugmyndir um
orkuframleiðslu á Íslandi
Draumsýn eða alvara?
Afmælisráðstefna ÍSOR 2013
Fimmtudaginn 23. maí kl. 13–16
Grand Hótel Reykjavík
Fundarstjóri: Ingibjörg Kaldal, deildarstjóri jarðfræði og umhverfismála hjá ÍSOR
Dagskrá:
13.00 Setning – Sigrún Traustadóttir, stjórnarformaður ÍSOR
13.15 Hagkerfi hreinnar orku – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
13.35 Ávinningur þjóðarinnar af nýtingu orkulindanna – Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
13.55 Starfsemi og hlutverk ÍSOR í orku- og umhverfisrannsóknum – Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR
14.15 Kaffihlé
14.35 The role of geothermal energy in the future global energy budget
Professor Jefferson W. Tester, Director Cornell Energy Institute, Cornell University
14.55 Jarðhitaauðlind Íslands – Hve stór er hún og hversu vel þekkjum við hana?
Sæunn Halldórsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR
15.15 Nýting jarðhita – tækifæri og takmarkanir
Árni Ragnarsson, verkfræðingur hjá ÍSOR
16.00 Fundarslit
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið isor@isor.is eða í síma 528 1500
PI
PA
R\
IP
A
TB
W
A
•
S
ÍA
ÍA
A
ÍAAASÍ
A
••••
5
4
5
4
1
31
515
33
Gjafir sem
auðga lífið
Samfélagssjóðir Auðar
auglýsa eftir styrkumsóknum
Auður hefur frá upphafi lagt áherslu á ábyrga hegðun
í allri sinni starfsemi. Við trúum því að við getum öll
lagt okkar af mörkum til að byggja upp heilbrigt
samfélag. Þess vegna vill Auður leggja þeim lið sem
stuðla að jákvæðri uppbyggingu og framförum.
Umsækjendur eru hvattir til að skilgreina verkefnið
vel, sýna fram á hvernig það fellur að markmiði
viðkomandi sjóðs og tilgreina hversu háa fjárhæð
sótt er um og/eða hverskonar vinnuframlag.
Vinnum saman að betri framtíð
Hvatning til góðra verka
Auður Capital | Borgartúni 29
Sími: 585 6500 | www.audur.is
Umsóknarfrestur er til
miðvikudagsins 5. júní 2013.
Styrkjum verður úthlutað
þann 19. júní 2013.
Umsóknum má skila á
audur@audur.is
Nánari upplýsingar á
www.audur.is
Dagsverk Auðar er samfélagsverkefni
starfsmanna Auðar. Dagsverkið felst
í því að starfsmenn gefa andvirði
dagslauna á hverju ári í verðugt
málefni. Ennfremur vinna allir
starfsmenn Auðar sem nemur einum
vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis.
Starfsmenn Auðar velja verkefni sem
hljóta fjár- eða vinnuframlag.
AlheimsAuður er samfélagssjóður
ætlaður til að hvetja konur til
frumkvæðis og athafna, einkum
í þróunarlöndum. Auður leggur 1%
af hagnaði sínum í sjóðinn og býður
viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.
Stjórn AlheimsAuðar tekur ákvörðun
um úthlutun styrkja.
AlheimsAuður
Dagsverk Auðar
EVRÓPUMÁL Fjórðungur samkyn-
hneigðra sem búa innan Evrópu-
sambandsins segist hafa orðið
fyrir árásum eða hótunum vegna
kynhneigðar sinnar á síðustu
fimm árum. Meðal transfólks er
hlutfallið 35 prósent. Þetta kemur
fram í nýrri og umfangsmikilli
könnun sem var gerð fyrir Evr-
ópustofnun grundvallarmannrétt-
inda. Könnunin var kynnt í gær.
93 þúsund manns í ESB-ríkjun-
um og Króatíu voru spurðir. Flest-
ir höfðu orðið fyrir fordómum í
Austur-Evrópuríkjum. Fátækir
og ungir svarendur könnunarinnar
voru líklegri til að hafa orðið fyrir
fordómum vegna kynhneigðar
sinnar. Flestir hatursglæpir gegn
fólkinu áttu sér stað í almennings-
rými og voru framdir af fleiri en
einum. Flestir árásarmennirnir
voru karlmenn. Rúmlega helming-
ur þeirra sem varð fyrir árásum
tilkynnti ekki um það til lögreglu.
Helmingur svarenda sagðist
hafa orðið fyrir misrétti undan-
farið ár, en 90 prósent þeirra til-
kynntu ekki um það. Þá segist
fimmtungur samkynhneigðra og
þrjátíu prósent transfólks hafa
orðið fyrir misrétti á vinnustað
eða við leit að vinnu.
- þeb
Samkynhneigðir og transfólk í Evrópu:
Verða fyrir ofbeldi
FRAKKLAND, AP Þjófar stálu skart-
gripum fyrir um eina milljón
Bandaríkjadollara, eða rúmlega
123 milljónir íslenskra króna,
af hóteli í Cannes í Frakklandi
aðfaranótt föstudag. Þeir höfðu
ekki fundist þegar Fréttablaðið
fór í prentun í gærkvöldi.
Öryggisskápur á hótelherbergi
á Novotel-hótelinu var tekinn úr
herberginu og segir lögregla að
þjófnaðurinn hafi verið vel skipu-
lagður. Fulltrúi Chopard, sviss-
nesks úra- og skartgripaframleið-
anda, gisti í herberginu. Chopard
er styrktaraðili kvikmyndahátíð-
arinnar í Cannes sem nú stendur
yfir og stóð fyrir galaviðburði á
öðru hóteli þegar þjófnaðurinn
átti sér stað. Fyrirtækið býr einn-
ig til Gullpálmann sem afhentur er
fulltrúum bestu myndar hverrar
hátíðar. Aðstandendur hátíðarinn-
ar þvertóku þó fyrir að pálmanum
hefði verið stolið, og sögðu hann á
öruggum stað. Að öðru leyti vildu
þeir ekki tjá sig um málið.
Lögreglan segir mjög líklegt að
skartgripirnir hafi verið á hótelinu
í tengslum við kvikmyndahátíðina,
en fulltrúar hennar segjast ekki
vita hverjum þeir voru ætlaðir.
Nú þegar hafa leikkonan Julianne
Moore og fyrirsætan Carla Dele-
vingne sést með skartgripi fyrir-
tækisins á rauðum dreglum.
Talið er líklegt að þjófarnir séu
fleiri en einn og að þeir hafi hafi
haft nákvæmar upplýsingar um
málið.
Talsmenn Chopard vildu ekki tjá
sig um málið við blaðamenn í gær
en höfðu skipulagt blaðamanna-
fund í gærkvöldi þar sem þeir
ætluðu að svara spurningum um
málið. thorunn@frettabladid.is
Verðmætum
skartgripum
stolið í Cannes
Skartgripum fyrir tæplega 125 milljónir króna var
stolið af hótelherbergi í Cannes aðfaranótt föstudags.
Þjófarnir þekktu líklega vel til og voru skipulagðir, að
sögn lögreglu. Þeir höfðu ekki fundist í gærkvöldi.
HÓTELIÐ Í CANNES Blaðamenn hópuðust á Novotel-hótelið þegar fréttir bárust af
þjófnaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP