Fréttablaðið - 18.05.2013, Síða 16

Fréttablaðið - 18.05.2013, Síða 16
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Skoðun visir.is Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmál- um. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði vel- ferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum. Jöfnuður eykst Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkjum stofn- unarinnar. Jöfnuður er sam- kvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahags- erfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylking- ar, hefur tekist að jafna byrðun- um þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þreng- ingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki auk- ist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahags- legu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáð- um löndum jókst ójöfn- uður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekn- ing í þessu samhengi. Velferðin varin Í öðru lagi sendi breski fræði- maðurinn David Stuckler frá Cambridge-háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif krepp- unnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsókn- ir Stucklers í erlendum fjölmiðl- um síðustu daga. Niðurstaða Stucklers er að lýðheilsu í mörg- um löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurn- ar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnun- um haldist óbreytt og þjónustu- stigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rann- sóknum Stucklers. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsókn- um Stucklers eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Lýðheilsu hefur á hinn bóginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástand- ið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum. Stærsta velferðarmálið Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega held- ur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varð- ar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mæl- ingar sem eru samanburðarhæf- ar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heima- tilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhags- munahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosn- ingar. Ísland með fyrstu einkunn, -að utan! Dimmuborgum var lokað fyrir stuttu. „Göngu- stígar svæðis- ins eru flestir fullir af snjó, krapa, ís eða drullu og því geta töluverð spjöll hlotist af umferð almenn- ings.“ Fjölgun ferðamanna skapar tekjur, miklar tekjur. Fjölgun ferðamanna utan venju- legs ferðamannatíma, skapar vandamál, sem kosta peninga. Hér gæti ég í löngu máli rætt um stefnumörkun og samráð og skipulag en aðalatriðið er að við verðum að stýra gangandi umferð ferðafólks með stígum og merkingum. Til þess þarf peninga. Merktir stígar hafa þann undramátt að fólk velur að nota þá frekar en flækjast um mýrar og móa. Það forðar skemmdum og sparar peninga. Þar sem mest hætta er á skemmdum verður að leggja bryggjustéttar eins og eru á Þingvöllum, við Gullfoss og víðar. Í Skaftafellsheiðinni var byggð bryggjustétt 1991, sem enn lætur lítið á sjá. Nýjasta efni í bryggjustétta- gerð eru járngrindur en snjó og ís festir verr á þeim en timbri. Náttúra mikið sóttra staða mun skemmast og aðdráttarafl staðanna hverfur ef ekki verður hart brugðist við. Að hika er sama og að tapa. Við vitum það sem við þurfum að vita um staðsetningu stíga sem taka þurfa við ferðamönn- um næsta vetrar. Það er ekki eftir neinu að bíða. Að rífast um það hvernig peninganna er aflað er bara tímasóun. Aðalatriðið er að afla pening- anna og koma í veg fyrir nátt- úruskemmdir með öllum mögu- legum ráðum. Verndum auðlindina! EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra ➜ Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í ein- hverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbún- um veruleika loforðamanna og hagsmunaafl a hins gamla Íslands. NÁTTÚRU- VERND Stefán Benediktsson arkitekt ➜ Náttúra mikið sóttra staða mun skemmast og að- dráttarafl staðanna hverfur ef ekki verður hart brugðist við. Að hika er sama og að tapa. Stórhöfða 31 Δ 110 Reykjavík Δ sími 569 3000 Δ stafir@stafir.is www.stafir.is Starfsemi Stafa lífeyrissjóðs Kennitölur 2012 2011 Nafnávöxtun: 10,8% 7,5% Hrein raunávöxtun: 6% 2,1% Hrein raunávöxtun (10 ára vegið meðaltal) 2% 1,3% Fjöldi sjóðfélaga í samtryggingadeild 9.008 8.819 Fjöldi lífeyrisþega í samtryggingadeild 4.656 4.452 Rekstrarkostnaður í % af iðgjöldum 3,1% 2,98% Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,14% 0,14% Lífeyrir í % af iðgjöldum 61% 57,2% Stöðugildi: 12,4 12,8 árið 2012 Stafir lífeyrissjóður starfaði í samtryggingardeild og séreignardeild á árinu 2012 og tók við iðgjöldum í samræmi við lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 102.973 milljónum króna og jókst um 12,6% frá árinu 2011 þegar hún var 91.461 milljón króna. Nafnávöxtun allra eigna 2012 var 10,8% en hrein raunávöxtun 6%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sjóðsins síðustu fimm ár er neikvætt um 4,5% en jákvætt um 2% síðustu tíu ár. Í lok árs 2012 áttu 55.397 einstaklingar réttindi í sjóðnum. Á árinu 2012 greiddu 9.008 einstaklingar iðgjald til samtryggingardeildar Stafa og 1.776 launagreiðendur. Á árinu 2012 fengu 4.656 lífeyrisþegar greitt úr samtryggingardeild, alls 2.574 milljónir króna, sem er aukning um 11% frá fyrra ári. Lífeyris- þegum fjölgaði um 4,5% á árinu eða um 204. Greiðslur úr sér- eignardeild námu um 313 milljónum króna, sem er um 30% lækkun frá fyrra ári. Tryggingarfræðileg úttekt á stöðu sjóðsins hefur farið fram miðað við árslok 2012. Tryggingarfræðileg staða sjóðsins er neikvæð um 9,1%. Stafir lífeyrissjóður starfaði við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Fjár- festingarkostir eru takmarkaðir og peningaleg eign ber lága vexti. Gjaldeyrishöftin takmarka möguleika sjóðsins til áhættudreifingar. Þrátt fyrir óvissuástand á mörkuðum hefur rofað til í starfsemi Stafa lífeyrissjóðs. Árið 2012 var á margan hátt jákvætt og sjóðurinn sýndi batamerki eftir erfið ár. Ársfundur Stafa lífeyrissjóðs verður á Grand Hóteli Reykjavík miðvikudaginn 22. maí 2013 og hefst kl. 17:00. Samdægurs verður þar líka fundur vegna kjörs fulltrúa launafólks í stjórn Stafa og hefst kl. 15:00. Ársfundur 824 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ Vefj agigt í 20 ár Arnór Víkingsson gigtarlæknir, Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur, Eggert S. Birgisson sálfræðingur 593 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ Framtíðarfl ugvöllur í Vatns- mýri Björn Jón Bragason sagnfræðingur 428 MÁNUDAGUR 13. MAÍ Valfrelsi með humrinum Ólafur Stephensen ritstjóri 294 MÁNUDAGUR 13. MAÍ Þroskaheft femínistahlussa Saga Garðarsdóttir pistlahöfundur 211 MÁNUDAGUR 13. MAÍ Lengri vinnudag Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.