Fréttablaðið - 18.05.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 18.05.2013, Síða 18
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 HELGIN 18. maí 2013 LAUGARDAGUR „Ég lagðist í rannsóknir á karl- mönnum og það var eiginlega mjög frelsandi fyrir mig,“ segir Jóhanna Vala Höskuldsdótt- ir sem sýnir lokaverkefni sitt úr náminu Fræðum og fram- kvæmd um helgina. Verkið heit- ir Menn og uppákomunni er lýst sem skemmtikvöldi á heimasíðu Listaháskólans. Jóhanna Vala segist að mörgu leyti hafa verið fordómafull í garð karlmanna áður en hún lagðist í rannsókn- ir fyrir verkið. „Ég er fædd- ur femínisti ef svo má segja, uppalin við feminísk gildi og með mjög ákveðnar skoðanir á kynjamálum. Svo er ég líka lesbía og ég áttaði mig á því fyrir nokkru að ég umgekkst karlmenn ekkert mjög mikið. En ég forðaðist líka umræður um málefni kynjanna, ég var fljót í vörn og hafði að sumu leyti ákveðið að karlmenn gætu ekki sett sig í mín spor.“ Annað kom á daginn segir Jóhanna Vala. „Ég áttaði mig á að ég hef kannski verið dálítið þröngsýn og kannski fókuser- að meira á einhverja baráttu en samvinnu og samkennd. En í þessu ferli hitti ég mjög marga menn sem komu mér mikið á óvart. Ég komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að flestir karlmenn eru frábærir,“ segir hún og hlær. Jóhanna Vala bætir við að hún eigi líka yndis- Þórunn Arna Kristjáns- dóttir leikkona Á listahátíð í Brussel Ég er stödd í Brussel núna þar sem ég er að sýna verk með fimm öðrum íslenskum konum á listahátíðinni Kunstenfestival des Arts. Ég verð hér yfir helgina og fer svo yfir til Hollands þar sem við sýnum um næstu helgi. Bobby Breiðholt hönnuður Fylgist með Lilju Ég mun skoða Listahátíð, þá helst skipaflautuverkið hennar Lilju Birgisdóttur. Kannski að maður príli upp á eitthvert fjall í nágrenni borgarinnar, hitta góða vini og njóti vorsins. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari Leggur lokahönd á tónlistarhátíð Helgin fer svo í að leggja lokahönd á undirbúning Reykjavík Midsummer Music sem haldin verður í Hörpu 19.-21. júní og verður kynnt í næstu viku. Þemað er Tíma- skekkja. Jóhanna Pálsdóttir framkvæmdastjóri Í Eurovision-stuði Kvöldinu verður eytt í góðra vina hópi. Við ætlum að njóta há- og lág menningarhátíðar evrópska sjónvarpsstöðva með tilheyrandi veitingum og veðmálum. Á morgun finnst mér líklegt að við Lísbet Freyja dóttir mín röltum niður í miðbæ. Svo er um að gera njóta þess sem er í boði á Listahátíð og jafnvel setjast niður á uppáhaldsstaðinn hennar, Sushi Train. Allt fyrir nörda Skema heldur fyrsta Nördadaginn hátíðlegan í sam- starfi við Háskólann í Reykjavík og Microsoft á Íslandi í dag frá klukkan 14 til 15. Hátíðin fer fram í Sólinni í Háskólan um í Reykjavík. Á hátíðinni verður verðlaunaafhending í Kodu Cup á Íslandi, gestir fá að spila tölvuleikina sem kepptu til úrslita í Kodu-keppninni og sumardagskrá Skema verður kynnt. Þá mun sirkus- hjólaskautari leika listir sínar, hægt verður að spreyta sig í fót- boltaspili, skoða gamla tölvuleiki og taka þátt í léttum ratleik. Tölvuleikir og sirkuslistir Nördadagur Allar kynslóðir Svavar Knútur og dúettinn Dillidó halda fjölskyldu- tónleika í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag klukkan 14. Á efnisskránni verða sígild íslensk söng- og barnalög auk annars skemmtilegs efnis fyrir alla fjöl- skylduna. Tónleikarnir eru haldnir með það að markmiði að sameina yngri og eldri kynslóðir á fallegri og skemmtilegri dag- stund. Því er ókeypis fyrir ömmur og afa ef þau eru í fylgd með afa- eða ömmu- börnum. Að sjálfsögðu er einnig ókeypis fyrir öll börn. Tónleikar í Fríkirkjunni Fjölskyldufj ör Myndlist Hin árlega vorsýning Mynd- listaskólans á Akureyri verður opnuð í dag í húsnæði skólans Kaupvangs- stræti 16. Sýningin stendur til 20. maí og verður opin þessa þrjá daga frá klukkan 13 til 17. Sýnd verða verk nemenda fornáms- deildar, listhönnunar- og fagurlista- deildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur í frjálsri myndlist og grafískri hönnun hafa verið að fást við á þessu skólaári. Auk þess verða á sýningunni verk eftir nemendur á barna- og unglinganám- skeiðum á vorönn. Myndlistaskólinn á Akureyri Vorsýning Karlmenn eru frábærir Jóhanna Vala Höskuldsdóttir ákvað að takast á við eigin fordóma í garð karlmanna og skrifa um karlmenn fyrir lokaverkefni sitt í Fræðum og framkvæmd. Hún segir verkefnið vera frelsandi. JÓHANNA VALA HÖSKULDSDÓTTIR „Ég áttaði mig á að ég hef kannski verið dálítið þröngsýn og kannski fókuserað meira á einhverja baráttu en samvinnu og samkennd.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is Átta útskrifast úr fræði og framkvæmd. Sýningar hefjast í dag og standa fram í næstu viku. Auk Jóhönnu Völu útskrifast þau Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, en hún sýnir verkið Maskínan, Hinrik Þór Svavarsson, sem á verkið Fyrirgefðu, Kristinn Sigurður Sigurðsson, sem sýnir verkið Von, Nicolaj Falck, sem sýnir verkið Arf, Ríkharður Hjörtur Magnússon með verkið Saum, Sigríður Eir Zophaníasardóttir með verkið Gylturnar og loks Theódór Sölvi Thomasson með verkið Þyrpingsfjanda. Upplýsingar um sýningartíma má finna á heimasíðu Listaháskóla Íslands, www.lhi.is. Átta útskrifast úr fræði og framkvæmd lega bræður. „Þeir eru dásamleg- ir og ég er kannski í þessu ferli öllu búin að átta mig á því að við þurfum ekki alltaf að vera sam- mála.“ Jóhanna Vala lofar mjög skemmtilegri uppákomu í Þjóð- leikhúskjallaranum þar sem verk hennar verður frumsýnt annað kvöld klukkan átta. „Það koma margir menn við sögu í Mönnum sem er verk sem vísar í margar áttir í leikhúsheiminum.“ Jóhanna Vala, sem er 28 ára gömul, nam sviðslistir í Glasgow og ritlist í HÍ áður en hún hélt í Fræði og framkvæmd. Hvað tekur svo við að lokinni útskrift? „Mig langar til að starfa sem listamaður og von- andi gengur það sem allra best.“ Tölfræðin er ekki alveg okkar manni í hag í Malmö í kvöld. Aðeins rúm þrettán prósent sigurvegara í Eurovision í gegnum tíðina hafa verið karlkyns. Sé aðeins horft á íslensku keppendurna lítur málið heldur ekki vel út, karlsöngvar- ar okkar hafa yfirleitt hlotið mun færri stig en söngkonurnar. Bestum árangri hafa þær Selma Björnsdóttir og Guðrún Jóhanna náð, en þær urðu báðar í öðru sæti keppninnar eins og þjóðinni er í fersku minni. Sá karlsöngv- ari sem næst þeim hefur komist var Björg- vin Halldórsson sem lenti í 15. sæti árið 1995. Reyndar verður að taka með í reikninginn að Ísland hefur einungis fimm sinnum sent karlsöngvara einsamlan í keppnina svo við skulum ekki vera of fljót á okkur að dæma Eyþór Inga úr leik. Hann gæti orðið undan- tekningin sem sannar regluna. Sigurvegarar eftir kynjum Konur Karlar Hljómsveitir eða dúettar Alls 36 8 16 % 60,0% 13,3% 26,7% ➜ Fyrsta konan sem vann keppnina var Lys Assia með lagið Refrain árið 1956. ➜ Fyrsti karlinn sem vann keppnina var André Claveau með lagið Dors mon amour árið 1958. ➜ Fyrsta hljómsveitin sem vann keppn- ina var að sjálfsögðu ABBA með laginu Waterloo árið 1974. Aðeins átta karlar hafa unnið í Eurovision Sigurvegarar í Eurovision hafa í langfl estum tilfellum verið konur, eða í 60% tilvika. Karlarnir eru langt á eft ir því aðeins 13,3% sigurvegara hafa verið karlkyns. Dúettar eða hljómsveitir hafa sigrað í 26,7% tilvika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.