Fréttablaðið - 18.05.2013, Page 36

Fréttablaðið - 18.05.2013, Page 36
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Fótboltinn gerði mig að því sem ég er í dag,“ segir Gulli sem bjó í Stykkishólmi til fimm ára aldurs þegar hann flutti með foreldrum sínum og tveimur eldri bræðrum í Kópavoginn. Gunnleifur byrjaði að æfa fótbolta með Íþróttafélagi Kópavogs sex eða sjö ára gamall og valdi strax stöðu markmanns. „Það var gaman að vera öðruvísi en allir hinir. Vera í skemmti- legum búningum og svona,“ segir Gulli. Honum gekk vel í yngri flokkum, var valinn besti markvörðurinn á Tomma- mótinu í Vestmannaeyjum 1985, varð Íslandsmeistari í handbolta með HK og íþróttamaður Kópavogs tólf ára og yngri. Líklega eru fáir sem vita af því þegar hann laumaði sér með vini sínum í Fram í 5. flokki í fótbolta. Þá spilaði hann sem framherji en þjálfarinn var enginn annar en Gylfi Þór Orrason, einn besti dómari sem Ísland hefur alið. „Hann hefur sagt að ég hefði orðið betri senter en markvörður,“ segir Gulli sem raðaði inn mörkunum í bláum búningi Safamýrarliðsins þetta sumar. Árið 1991 var ÍK úrskurðað gjald- þrota þannig að Gulli, þá 17 ára, söðlaði um og spilaði með FH sumarið 1992. Hann segist hafa verið kominn í mikið rugl á þeim tíma. „Ég mætti í slæmu ástandi í leik með FH og hætti í fótbolta eftir það.“ Setti tappann í flöskuna 18 ára gamall „Ég var ekkert í slæmum félagsskap og flestir af strákunum sem ég ólst upp með eru enn góðir vinir mínir í dag,“ segir Gulli um lífsmáta sinn á tánings- árum. „Við skemmtum okkur mikið og prófuðum mikið. Lifðum lífinu, ef svo má að orði komast, og vorum kæru- lausir. Ég fór bara alltof langt niður og réði ekki við þetta.“ Hann bendir á að alkóhólismi hafi verið fjölskylduvanda- mál. „Ég var kominn mjög langt niður og ef ég hefði ekki hætt þá hefði farið mjög illa.“ Það var 8. maí 1994 sem markvörð- urinn litríki sagði skilið við flöskuna. „Ég lokaði mig af frá öllu í einn mánuð inni hjá mömmu þar sem við bjuggum tvö. Ég reyndi að finna sjálfan mig og byrja á núlli,“ segir Gulli. Um fyrsta tímapunktinn var að ræða af þremur sem hann skiptir ævi sinni upp eftir. Hann segist ekki hafa farið í meðferð en notið stuðnings bróður síns sem var meðferðarfulltrúi. Gulli telur að hann hefði þó haft gott af því að fara í hefðbundið meðferðarferli eftir á að hyggja. Þótt hann hafi náð grjót hörðum tökum á neyslu sinni hafði hann ekki jafngott tak á lífi sínu. Gulli segir það hafa hjálpað mikið að geta leitað til HK og hent sér af krafti í handboltann þegar fótboltaskórnir fóru á hilluna sumarið 1992. „HK og Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari stóðu þétt við bakið á mér,“ segir Gulli sem var hörkuskytta hjá Kópavogsfélaginu. Hann er þó ekki Lagði flöskuna á hilluna 18 ára Líf markvarðarins Gunnleifs Gunnleifssonar, sem allir þekkja sem Gulla, hefur verið kaflaskipt svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íþróttir hafa verið rauði þráðurinn og haldreipi landsliðsmarkvarðarins sem á dögunum fagnaði því að nítján ár eru liðin frá því tappinn var settur í flöskuna. Gulli skiptir ævi sinni í fjóra kafla eftir þremur lykilaugnablikum á árunum 38. GLÆSILEG FJÖLSKYLDA Gunnleifur og Hildur eru moldrík þegar kemur að börnum þeirra. Frá vinstri: Gunnleifur Orri, Arnar Bjarki, Signý María og Ester Ósk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég var kominn mjög langt niður og ef ég hefði ekki hætt þá hefði farið mjög illa. í neinum vafa um að fótboltinn hafi hentað sér betur. „Ég nennti ekki að spila vörn og átti kannski ekki mikla framtíð þrátt fyrir að vera ágætis skytta,“ segir Gulli hóg- vær. Hann tók fram hanskana með HK í sumarlok 1994 og hitti svo fyrir vin sinn úr handboltanum, Róbert Haralds- son, hjá KVA frá Reyðarfirði í 3. deild- inni sumarið 1996. „Það gekk mjög vel en mér leið ekki vel þar. Ég er svo mikið borgarbarn og var óþroskaður,“ segir Gulli sem gekk til liðs við HK fyrir sumarið 1997. Liðið vann 2. deildina og Gulli segist hafa verið farinn að taka fótboltann alvar- lega. Áhugi frá Manchester United Í ársbyrjun 1998 kom símtal úr Vestur- bænum. Atli Eðvaldsson og Guðmundur Hreiðarsson markvarðaþjálfari voru teknir við KR og vildu fá Gunnleif sem varamarkvörð fyrir Kristján Finnboga- son. „Ég eiginlega stökk á það enda KR stærsta félagið á landinu,“ segir Gunn- leifur og bætir við að Guðmundur FYRIRLIÐINN Gulli fer fyrir fagnaðarlátum FH-inga sumarið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er enn mjög stoltur í hvert skipti sem ég er valinn í íslenska landsliðið,“ segir Gulli sem var fyrst valinn í lands- liðiðið fyrir æfingaleik gegn Möltu sumarið 2000. Hann kom inn á fyrir Birki Kristinsson þegar sjö mínútur lifðu leiks. „Ég var ein taugahrúga en það gekk vel og við unnum 5-0,“ segir Gulli sem bætti tveimur landsleikjum í sarpinn í ársbyrjun 2001. Tæp átta ár liðu áður en hann varði mark landsliðsins aftur en í dag eru landsleikirnir orðnir 24. „Ég er mjög stoltur af landsliðsferl- inum þótt ég hefði viljað að leikirnir hefðu verið fleiri. En ég þroskaðist seint og í þrepum þannig að það er mjög eðlilegt,“ segir Gulli. Hann segist virkilega stoltur af landsliðsverkefninu sem í gangi er í dag þar sem hópurinn sé frábær og þjálfarinn ekki síðri. „Það eru virkilega skemmtilegir tímar fram undan og gaman að vera hluti af því.“ Í FREMSTU RÖÐ Gunnleifur hefur varið mark Íslands með miklum sóma undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslenska landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.