Fréttablaðið - 18.05.2013, Side 82
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 46
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARTA FANNEY SVAVARSDÓTTIR,
Víðidal Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
miðvikudaginn 15. maí. Jarðsungið verður
frá Víðimýrarkirkju laugardaginn 25. maí
kl. 14:00
Stefán Gunnar Haraldsson
Svavar Haraldur Stefánsson Ragnheiður G. Kolbeins
Pétur Helgi Stefánsson Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Jóhanna Sigríður Stefánsdóttir Einar Örn Einarsson
Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir Ólafur Hafsteinn Einarsson
ömmu og langömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlýju og
vinarhug við andlát og útför
BJÖRGVINS MAGNÚSSONAR
( BJÖRGVINS Í BORG )
frá Vestmannaeyjum
Gullsmára 1, Kópavogi.
Sérstakar þakkir fyrir að annast hann af einstakri
umhyggju og hlýju fær starfsfólk L4 á Landakoti
og Hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ.
Sigríður Karlsdóttir
Magnús Björgvinsson Kristrún Ingibjartsdóttir
Kristín Björgvinsdóttir Ómar Jónasson
Gísli Björgvinsson Nanna Hreinsdóttir
Ásrún Björgvinsdóttir Karl Pálsson
barnabörn og langafabörn.
Innlegar þakkir til þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS Þ. ÞORSTEINSSONAR
byggingatæknifræðings,
sérstakar þakkir fær starfsfólk
Hjúkrunarheimilsins Skógarbæjar.
Kristín Guðbjörnsdóttir
Guðmundur Gunnarsson Bjargey Arnórsdóttir
Guðný Helga Gunnarsdóttir Einar Magnússon
Dóra Sigrún Gunnarsdóttir Þorkell H. Halldórsson
Þorsteinn Árni Gunnarsson Matthildur Benediktsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR
Hásteinsvegi 62, Vestmannaeyjum,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis-
stofnun Vestmannaeyja fimmtudaginn
16. maí. Útför hennar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 25. maí kl. 14.00.
Matthías Óskarsson Ingibjörg Pétursdóttir
Sigurjón Óskarsson Sigurlaug Alfreðsdóttir
Kristján Óskarsson Emma Pálsdóttir
Óskar Þór Óskarsson Sigurbjörg Helgadóttir
Leó Óskarsson María L. Kjartansdóttir
Þórunn Óskarsdóttir Sigurður Hjartarson
Ingibergur Óskarsson Margrét Pétursdóttir
barnabörn og fjölskyldur.
Elskuleg systir,
JÓHANNA TRYGGVADÓTTIR
áður til heimilis að Sörlaskjóli 86,
sem lést 11. maí sl. á Dvalar- og
hjúkrunar-heimilinu Grund, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 21. maí kl. 13.00.
F.h. aðstandenda,
Jóna Tryggvadóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HJÖRDÍSAR GEORGSDÓTTUR
Laugalæk 40, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar-
heimilisins Ísafoldar, fyrir hlýju og alúð.
Kolbrún B. Viggósdóttir Jón S. Magnússon
Benóný B. Viggósson Alda Björnsdóttir
Erla Gunnarsdóttir Vilhelm M. Frederiksen
Guðný Gunnarsdóttir Björn Jónsson
Guðríður H. Gunnarsdóttir Bjarni Hákonarson
ömmu- og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru
ILONU STEFÁNSSON
Keilusíðu 6e, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunar-
heimilinu Hornbrekku og Heimahlynningar á
Akureyri fyrir góða umönnun.
Sigríður Steinþórsdóttir Guðmundur Björnsson
Sigríður Harðardóttir
Kristinn Steinþórsson
Jón Steinþórsson Stefanía Sigurjónsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Okkar ástríka og yndislega móðir,
tengdamóðir og amma,
FRIÐLÍN ARNARSDÓTTIR
lést í faðmi sinna nánustu á líknardeild LSH
2. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu. Við viljum þakka auðsýnda
samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til
Jakobs Jóhannessonar krabbameinslæknis
og alls hins yndislega fólks sem annaðist hana.
Fyrir hönd barna og tengdabarna,
Eva Arna Ragnarsdóttir
Hermann Ragnarsson
Friðlín Björk Ragnarsdóttir
Jökull Ástþór Ragnarsson
Fannar Hrafn Ragnarsson
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ERLU EGGERTS ODDSDÓTTUR
Holtateig 44, Akureyri.
Sérstakar þakkir til læknanna Sigrúnar Reykdal og Jóns Þórs
Sverrissonar og til alls starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar fyrir alla
umönnun og vinsemd.
Sveinn Heiðar Jónsson
Ragnheiður Sveinsdóttir Hrafn Þórðarson
Fríða Björk Sveinsdóttir Jóhann Ómarsson
Lovísa Sveinsdóttir Heiðar Jónsson
Erlingur Heiðar Sveinsson Rósa Björg Gísladóttir
ömmubörn og langömmubarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞORBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR
andaðist föstudaginn 17. maí.
Útför hennar fer fram fimmtudaginn
23. maí frá Kópavogskirkju kl. 13.00.
Kristinn Skæringsson
Aðalbjörg Kristinsdóttir Valgeir Hallvarðsson
Gissur Kristinsson Ruth Bergsdóttir
Finnur Kristinsson Herdís Þorsteinsdóttir
Ísleifur Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR H. INGIBERGSSON
kennari og sjómaður,
Arnarsmára 2, Kópavogi,
sem lést 7. maí á Landspítalanum
í Fossvogi, verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju fimmtudaginn
23. maí kl. 15.00.
Svanhvít Ásmundsdóttir
Ingibergur G. Þorvaldsson
Ásmundur Þorvaldsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
„Þessir tveir bátar eru 50 ára og
búnir að vera samtals hundrað ár á
sjó og við fögnum því með hringferð
um landið og hátíðahöldum í ýmsum
höfnum. Með siglingunni viljum við
vekja athygli á strandmenningu og
mikilvægi báta af þessu tagi í Íslands-
sögunni,“ segir Þorsteinn Pétursson,
varaformaður Hollvinafélags Húna
II og leiðangursstjóri afmælisferðar
Húna II og Knarrarins.
Skipin eru í Reykjavík í dag og verð-
ur almenningi boðið í útsýnissigl-
ingu um Sundin klukkan tíu. Um 140
manns í allt komast í þá ferð að sögn
Þorsteins. Hátíðahöld verða svo við
Víkina, sjóminjasafn, á Grandagarði
á eftir. Þau hefjast klukkan 13 og bát-
arnir tveir verða til sýnis.
Spurður hvort Húni II og Knörrinn
séu systurskip svarar Þorsteinn: „Það
má eiginlega segja það, að því leyti
að þau eru teiknuð af sama manni,
Tryggva Gunnarssyni, og smíð-
uð sama árið í sama bænum, 1963 á
Akureyri. En Húni II er mun stærri
en Knörrinn.“ Þorsteinn bætir við að
þrátt fyrir umtalsverðan stærðar-
mun megi glögglega sjá skyldleikann
í skrokklaginu og styrkleikann í yfir-
bragðinu.
Knörrinn er 20 tonn að þyngd og
hefur marga hildi háð, stóð af sér
mannskaðaveður vorið 1963 þegar
bátar fórust við Norðurland og 16 sjó-
menn týndu lífi. Hafísárið 1968 var
Knerrinum siglt á ísjaka á fullri ferð
en hann hélt sér á floti.
Nú hefur hann verið í hvalaskoðun-
arferðum hjá Norðursiglingu á Húsa-
vík frá 1995.
Húni II er 130 tonn, smíðaður í
skipasmíðastöð KEA á Akureyri.
Hann var gerður út til fiskveiða í 30
ár og er áætlað að samanlögð veiði
hafi verið um 32.000 tonn. Nú er hann
eini eikarbáturinn óbreyttur af þess-
ari stærð sem til er á Íslandi. Árið
1994 var hann tekinn af skipaskrá og
ákvörðun tekin um að eyða honum á
næstu áramótabrennu en hann var
skráður aftur á skipaskrá árið 1995
og gerður út sem hvalaskoðunarbát-
ur í nokkur ár, fyrst frá Skagaströnd
en síðar frá Hafnarfirði. Heimahöfn
hans hefur verið á Akureyri um ára-
bil. „Á Húna eru karlar í dagvistun að
skemmta sér við að halda gömlum bát
við og fara í siglingu á honum annað
slagið ef peningur fæst fyrir upp í við-
haldið,“ segir Þorsteinn.
Bátarnir tveir halda vestur með
landi í kvöld og ætla að vera komnir á
Bíldudal að kvöldi hvítasunnudags þar
sem þeim verður fagnað.
gun@frettabladid.is
Hundrað ár samtals á sjó
Eikarbátarnir Húni II og Knörrinn eru staddir í Reykjavík á hringferð umhverfi s landið. Siglt
verður á þeim um Sundin í dag og lagt frá Grandagarði klukkan 10. Svo verða þeir til sýnis.
KNÖRRINN OG HÚNI II 50 ár eru liðin frá því þessum bátum var hleypt af stokkunum á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON