Fréttablaðið - 18.05.2013, Page 102

Fréttablaðið - 18.05.2013, Page 102
18. maí 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 66 PEPSI-DEILDIN LEIKIR HELGARINNAR Pepsi-deild kvenna - laugardagur 14.00 Stjarnan - FH 14.00 Selfoss - Afturelding 14.00 Valur - ÍBV Sýndur beint á Vísi 16.00 HK/Víkingur - Þór/KA Pepsi-deild karla - sunnudagur 17.00 ÍBV - KR 17.00 Þór - Víkingur Ó. 19.15 Keflavík- Fylkir LAUGARDAGUR 00.00 Indiana - New York S2 Sport SUNNUDAGUR 15.00 Newcastle– Arsenal S2 Sport2 15.00 Tottenham– Sunderl. S2 Sport3 15.00 WBA– Man. Utd. S2 Sport4 15.00 Liverpool– QPR S2 Sport5 15.00 Chelsea– Everton S2 Sport6 19.00 Barcelona– Valladolid S2 Sport MÁNUDAGUR 20.00 Sunnudagsmessan S2 Sport2 FÓTBOLTI Hún er ein af efnileg- ustu knattspyrnukonum landsins og búin að vera fastamaður í yngri landsliðunum. Hún er nítján ára og samningslaus eftir síðasta sumar og því eftirsótt hjá „stóru“ liðunum í deildinni. Guðmunda Brynja Óla- dóttir ákvað hins vegar að halda sínu striki með Selfossi – Gunn- ar Rafn Borgþórsson, nýr þjálf- ari liðsins, sannfærði hana strax, hún hlustaði ekki á önnur tilboð og var síðan verðlaunuð með því að fá fyrirliðabandið þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug. Talaði ekki við önnur félög „Gunnar náði að sannfæra mig um að vera áfram og ég talaði varla við nein önnur félög,“ segir Guð- munda Brynja Óladóttir sem kann vel við sig í Selfossliðinu. „Það er stór kjarni í liðinu sem hefur spil- að saman frá því að við vorum í 6. flokki. Við þekkjumst mjög vel og þetta er mjög þéttur hópur,“ segir Guðmunda. Selfoss hélt sér í deildinni síð- asta sumar þrátt fyrir að fá á sig 4,3 mörk í leik. Nú er allt annað að sjá varnarleik liðsins. „Mér líst rosalega vel á þetta og við byrjuð- um mjög vel. Við erum með nán- ast sama lið og í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari,“ sagði Guðmunda. Hún tók við fyrirliða- bandinu fyrir tímabilið. Mjög stolt af fyrirliðabandinu „Það er mjög skemmtilegt að vera orðinn fyrirliði. Ég er mjög stolt af því. Ég kannski tala meira en þetta hefur ekkert breytt mér held ég,“ segir Guðmunda, sem er yngsti fyrirliði Pepsi-deildar kvenna. Selfoss-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og Guðmunda er búin að skora þrjú af fjórum mörkum liðs- ins. Þetta var því augljóslega góð ákvörðun hjá þjálfaranum sem setti mikla ábyrgð á þennan unga leikmann. Selfoss hefur unnið báða þessa sigra á útivelli en í dag fær liðið Aftureldingu í heimsókn. „Við erum búnar að vera að bíða eftir þessum leik síðan við sáum hvernig Íslandsmótið raðaðist og það er mikil stemming í liðinu fyrir leikinn. Það skiptir miklu máli að ná sigri á móti þessum liðum sem eru í neðri hlutanum með okkur og það er mjög gott ef við náum því að fá eitthvað út úr þessum leik,“ segðir Guðmunda sem leiðist ekkert að skoða töfl- una. Ekki verið svona ofarlega áður „Ég held að við höfum aldrei verið svona ofarlega áður þannig að það er mjög gaman að skoða töfluna í dag. Við erum að sýna það núna að við getum alveg verið í Pepsi- deildinni. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir og við ætlum ekki að ofmetnast þrátt fyrir góða byrjun,“ segir Guðmunda en hvað með A-landsliðið og möguleika hennar að vera með á EM í Sví- þjóð í sumar. „Ef ég spila vel og hlutirnir ganga upp hjá mér þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að kom- ast í lokahópinn. Ég vona að það sé stefnan hjá öllum yngri stelpum að komast í landsliðið. Þetta er ótrú- lega gaman að spila fyrir hönd Íslands og ég vil að sjálfsögðu komast á stóra sviðið,“ sagði Guð- munda að lokum. ooj@frettabladid.is Yngsti fyrirliði deildarinnar Guðmunda Brynja Óladóttir og félagar hennar í Selfossliðinu eru með fullt hús eft ir tvo leiki í Pepsi-deild kvenna í fótbolta. Hún hefur skorað þrjú af fj órum mörkum liðsins. Fyrsti heimaleikurinn er í dag. ÞRJÚ MÖRK Í TVEIMUR LEIKJUM Guðmunda Brynja Óladóttir í leik á móti Þrótti þar sem hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elfar Árni Aðalsteinsson Hólmbert Aron Friðjónsson Sam Tillen Gary Martin Brynjar Gauti Guðjónsson Gunnar Þorsteinsson Rúnar Már Sigurjónsson Róbert Örn Óskarsson Veigar Páll Gunnarsson Magnús Þórir Matthíasson Magnús Már Lúðvíksson LIÐ UMFERÐARINNAR LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR FÓTBOLTI Magnús Þórir Matthíasson var búinn að vera inn á í aðeins tvær mínútur þegar hann lagði upp jöfnunarmark Kefla- víkur gegn Víkingi Ólafsvík í leik liðanna í fyrrakvöld. Markið breytti leiknum og Keflavík vann að lokum 3-1 sigur, þar sem Magnús sjálfur skoraði þriðja mark sinna manna. Magnús fær því nafnbótina leikmaður umferðarinnar að þessu sinni hjá Frétta- blaðinu en hann sneri aftur til liðsins stuttu fyrir tímabilið eftir að hafa verið hjá Fylki í eitt ár. „Ég er ekkert ósáttur við að vera á bekknum, þó svo að maður vilji alltaf byrja. En það er stutt síðan ég kom og ég er enn að vinna mér sæti í liðinu,“ sagði Magnús Þórir við Fréttablaðið í gær. Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði tvö mörk Keflavíkur og Magnús eitt. Þeir eiga það sam- eiginlegt að koma úr Garði. „Við grínuðumst með það eftir leik að Garður hafi bjargað Keflavík í þetta skiptið,“ segir hann í léttum dúr. Keflavík mætir næst Fylki á þriðjudags- kvöld og Magnús Þórir vonast til að fá tækifærið í byrjunar- liðinu gegn sínu gamla félagi. „Það gefur alltaf smá auka kraft að spila gegn sínu gamla liði en annars lít ég ekki öðruvísi á hann. Ég vil bara standa mig eins vel og ég get, eins og í öllum leikjum.“ - esá Garðsmennirnir kláruðu leikinn Magnús Þórir Matthíasson, Kefl avík, er leikmaður 3. umferðar í Pepsi-deildinni. … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA HANDBOLTI Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, mun leika sinn 330. og síðasta landsleik þegar Ísland mætir Rúmeníu í Laugardalshöll í undankeppni EM þann 16. júní næstkomandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá HSÍ í gær. Ólafur spilaði síðast í Katar en tók í vor við þjálfun Vals og mun hann stýra liðinu næstu árin. - óój Fær kveðjuleik ÓLAFUR STEFÁNSSON 1.571 mark í 320 landsleikjum. NORDICPHOTOS/GETTY SPORT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.