Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 6
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
FÆREYJAR Aðildarríki ESB ákváðu
í gær að grípa til refsiaðgerða í
málinu, en deila hefur staðið um
einhliða ákvörðun Færeyinga á
aflaheimildum úr norsk-íslenska
síldarstofninum. Aðgerðirnar fela
í sér bann við því að landa síld-
eða makrílafurðum frá Færeyjum
í ESB-löndum, þar á meðal Dan-
mörku, sem á í ríkjasambandi við
Færeyjar.
„Ég skil ekki að þeir skuli koma
fram með þessum hætti og beita
refsiaðgerðum gegn Færeyjum
í stað þess að semja um málið við
okkur og hin strandríkin,“ sagði
Jacob Vestergaard, sjávarútvegs-
ráðherra Færeyja, í samtali við
Politiken.
„Það að beita refsiaðgerðum tel
ég fáheyrt milli siðaðra þjóða og
stuðlar ekki að því að leysa málið
með skiptingu síldarkvóta milli
strandríkjanna.“
Aðgerðirnar munu þó ekki koma
til framkvæmda fyrr en eftir að
þær hafa verið útfærðar nánar.
Mette Gjerskov, matvælaráðherra
Dana, lýsti því yfir að hún væri afar
ósátt við þessa ákvörðun ESB sem
var tekin með auknum meirihluta á
vettvangi aðildarríkjanna 28.
Vestergaard segir við Politiken að
stjórnvöld í Færeyjum muni íhuga
næstu skref í málinu, meðal annars
hvort aðgerðirnar verði kærðar til
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO) eða Alþjóðlega hafréttar-
dómstólsins. -þj
Sjávarútvegsráðherra Færeyja er afar ósáttur við boðaðar refsiaðgerðir ESB vegna síldveiða:
Refsiaðgerðir fáheyrðar milli siðaðra þjóða
ÓSÁTTUR Jacob Vestergaard,
sjávarútvegs ráðherra Færeyja, til hægri,
segist ekki skilja ákvörðun ESB.
ÍTALÍA Hæstiréttur Ítalíu hefur
farið sér að engu óðslega í máli
Silvíu Berlusconis, því fyrsta
af nokkrum dómsmálum sem
komið er á endastöð í flóknu kerfi
ítalskra dómstóls.
Reiknað var með að dómsupp-
kvaðning yrði á þriðjudaginn, en
það hefur dregist og verður lík-
lega í dag. Þá ráðast úrslit hins
umdeilda stjórnmálamanns, sem
fær ekki að sitja lengur á þingi
staðfesti hæstirétturinn dóm
neðra dómstigs.
Berslusconi var á síðasta ári
dæmdur til þess að sitja fjögur ár
í fangelsi og jafnframt var honum
bannað að gegna opinberu emb-
ætti í fimm ár.
Embættisbannið hefur þau
áhrif, verði það staðfest, að þing-
setu Berlusconis er lokið.
Þótt Berlusconi sé ekki ráð-
herra í ríkisstjórn Enricos Letta
forsætisráðherra hefur Berlus-
coni mikil áhrif. Stjórnin þarf á
stuðningi flokks hans að halda en
þingmenn flokksins hafa hótað
því að slíta stjórnarsamstarfinu
staðfesti hæstiréttur dóminn.
Sjálfur segir Berlusconi mála-
ferlin öll af pólitískum rótum
runnin, og sparar ekki stóru
orðin í viðtölum: „Ef þeir dæma
mig verð ég helgur píslarvottur
ítalska réttarríkisins,“ sagði hann
í viðtali við dagblaðið Libero.
gudsteinn@frettabladid.is
Berlusconi bíður
lokaniðurstöðu
Til tíðinda er að draga í málaferlunum gegn Silvio Berlusconi á Ítalíu. Fyrsta
dómsmálið af mörgum er komið á leiðarenda í flóknu kerfi ítalskra dómstóla.
Staðfesti hæstiréttur dóm undirréttar er stjórnmálaferli Berlusconis lokið.
Pictures: Getty Images
Trials of Silvio Berlusconi
MEDIASET TRIAL
“RUBYGATE” TRIAL WIRETAP TRIAL
Two other corruption cases
involving tax evasion and bribing
of British lawyer have expired
under statute of limitations
October 2012: Convicted of tax fraud
over deals his Mediaset media empire
made to purchase TV rights to U.S. films
May 2013: Jail sentence and ban from
office upheld by appeals court
Jul/Aug: Verdict due in final appeal
Remains free pending outcome
of appeals process
If Berlusconi, 76, loses, he is unlikely
to go to prison because of his age.
House arrest or community service
are more likely options
June 2013: Seven-
year jail sentence for
abuse of office and
paying for sex with
Moroccan-born
nightclub dancer
Karima El Mahroug,
alias “Ruby the
Heartstealer”, when
she was underage
March 2013:
One-year sentence for
arranging leak of police wiretap
on political rival and publication in
newspaper run by Berlusconi’s
brother Paolo – who was sentenced
to two years and three months in jail
Both brothers free, pending appeal
© GRAPHIC NEWSLjósmynd: Getty Images
ediaset-málið
„ ubygate“-málið Hleranamálið
Tvö önnur spillingamál, sem
snerust um skattsvik og mútugreiðslur
til bresks lögfræðings, eru fyrnd.
k ó er, 012: Dæmdur fyrir sk ttsvik vegna
kaupa fjölmiðlafyrirtækis síns, Mediaset,
á sýningarrétti á bandarískum kvikmyndu .
í, 13: Áfrýjunarréttur staðfesti
fangelsisdóm og bann við að gegna opinberu
embætti.
Ágúst: Endanlegur úrskurður væntanlegur.
G ngur laus á m ðan beðið er niðurstöðu
áfrýjunarrétta
Vegna þykir ólíklegt að Berlusconi þurfi að
afplána fangelsisdóm, heldur verði settur í
stofufange si ða gegni samfélagsþjónustu.
ú í, 2013: Dæmdur í sjö
ára fangelsi fyrir að
misnota embættisvald sitt
og fyrir að greiða fyrir
kynlíf með Karimu El
Mahrúg, sem var þá undir
lögaldri.
Mars, 2013: Eins árs
fangelsi fyri að sjá til þess
að upplýsingar úr hlerunum lögreglu á
pólitískum andstæðingi sínum, og koma þeim
til birtingar í dagblaði, sem bróðir Berlusconis
gefur út. Bróðirinn, Paolo Berlusconi, var
dæmdir í tveggja ára og þriggja mánaða
fangelsi vegna málsins.
Báðir bræðurnir ganga lausir meðan
beðið er niðurstöðu áfrýjunarréttar.
RÉTTARHÖLDIN YFIR BERLUSCONI
FJÖLMIÐLAR BÍÐA Fyrir utan bygg-
ingu Hæstaréttar í Róm hafa fjölmiðlar
beðið síðan á þriðjudag eftir því að
dómurinn kynni niðurstöðu sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1. Hvernig akra eiga bændurnir sem
vilja skjóta álftir?
2. Hversu margir eru viðmælendur í
Sjálfstæðu fólki orðnir?
3. Hvernig kór auglýsir sviðslistahóp-
urinn dætur eftir?
SVÖR:
1. Repjuakra. 2. Hátt í fi mm hundruð. 3.
Þrjátíu berbrjósta konum.
INDLAND, AP Indversk stjórnvöld hafa samþykkt að nýtt ríki, eða fylki,
verði að veruleika. Ríkinu Andhra Pradesh, sem er á austanverðu Ind-
landi, verður skipt og í norðvesturhluta þess stofnað nýtt ríki sem
heita mun Telangana.
Telangana verður 29. ríkið á Indlandi, en sum þeirra eru það stór og
fjölmenn að erfitt hefur reynst að stjórna þeim.
Búast má við andstöðu frá öðrum íbúum í Andhra Pradesh, ekki síst
vegna þess að Hyderabad, sem er höfuðborg Andhra Pradesh, verður í
hinu nýja ríki. - gb
Indversk stjórnvöld samþykkja að kljúfa Andhra Pradesh:
Nýtt ríki stofnað á Indlandi
ÚTDEILA SÆTINDUM Íbúar hins væntanlega ríkis fögnuðu ákaft, meðal annars
með því að bera sætindi á torg. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
bárust um 900 tilkynningar um heimilisofbeldi í
fyrra, að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins.
Ofbeldi var beitt í um fjórðungi málanna, stundum
mjög grófu. „Um mitt sumar var lögreglan kölluð að
húsi í miðborginni þar sem maður veittist að barns-
móður sinni með hnífi. Hún var blóðug þegar að var
komið, en börn fólksins voru á heimilinu þegar árásin
átti sér stað. Konan var flutt á slysadeild, en barns-
faðirinn var handtekinn og færður á lögreglustöð,“
segir í lýsingu á einu atvikinu í skýrslunni.
Þá er greint frá því í skýrslunni að síðla árs hafi
ung kona stungið barnsföður sinn sinn með eldhús-
hnífi í Kópavogi og að ungur sonur þeirra hafi verið
vitni að árásinni. Foreldrarnir hafi báðir verið fluttir
á slysadeild og gerðar hafi verið „viðeigandi ráðstaf-
anir í þágu drengsins“.
Í skýrslunni segir að lögreglunni hafi gengið vel að
fækka innbrotum í fyrra og er það ekki síst þakkað
ábendingum frá almenningi sem hafi orðið til þess að
upplýsa mál. Um þúsund innbrot hafi verið tilkynnt
til lögreglunnar í fyrra.
Þá segir að ofbeldis- og fíkniefnabrotum hafi fjölg-
að á milli ára. Enn fremur voru 85 nauðganir til rann-
sóknar hjá embættinu í fyrra og tæplega 60 kynferðis-
brot gegn börnum. Það er svipaður málafjöldi og árið
á undan. - sh, nej
Lögreglan fékk 900 tilkynningar um heimilisofbeldi í fyrra:
Stungin með börn á heimilinu
LÖGREGLAN Innbrotum fækkaði en ofbeldisverkum fjölgaði
í fyrra.
SVÍÞJÓÐ Landsframleiðsla í Sví-
þjóð dróst saman um 0,1% á
öðrum ársfjórðungi, að því er
fram kemur í bráðabirgða tölum.
Þessar fréttir komu nokkuð á
óvart þar sem spáð var 0,1%
vexti og 0,6% vöxtur varð á
fyrsta fjórðungi.
Talsmaður sænska seðlabank-
ans sagði orsakir samdráttarins
mega rekja til minni eftirspurnar
eftir sænskum vörum erlendis,
vegna erfiðleika annarra Evrópu-
ríkja. Eftirspurn á innanlands-
markaði sé hins vegar sterk og sé
nú aðalvaxtarbroddur efnahags-
lífsins þar í landi. - þj
Samdráttur í Svíþjóð:
Kenna minni
eftirspurn um
ÚGANDA, AP Joseph Kony, hinn
alræmdi leiðtogi uppreisnarhóps
í Úganda, er nú í vanda staddur
vegna þess að margir liðsmanna
hans hafa yfirgefið samtökin.
Kony og félagar eru á flótta,
eftirlýstir af alþjóðlega stríðs-
glæpadómstólnum í Haag fyrir
grimmdarverk af versta tagi,
bæði stríðsglæpi og glæpi gegn
mannkyni.
Í nýútkominni skýrslu frá
bandarískum mannréttindasam-
tökum segir að hann eigi æ erfið-
ara með að hafa stjórn á liðsmönn-
um samtaka sinna, sem nefnast
Andspyrnuher drottins. - gb
Uppreisnarforingi í vanda:
Liðsmenn hafa
yfirgefið Kony
VEISTU SVARIÐ?