Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 25

Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 25
FIMMTUDAGUR 1. ágúst 2013 | SKOÐUN | 25 Rétt fyrir kosningar lufs- aðist gamla ríkisstjórn- in til þess að samþykkja endur skoðun laga um dýravelferð, þar er sú byltingar klausa að dýr séu skyni gæddar verur en ekki skynlausar skepnur. Ekki má lengur gelda grísi deyfingarlaust og klippa af þeim halann og rífa úr þeim tennurnar. Ha?… Nú geta þeir sem ekki vilja borða verksmiðjuframleidd dýr valið vistvænan landbúnað, en þó er það nú svo að það sem heitir á Íslandi vistvæn framleiðsla á til dæmis svínakjöti þýðir að svínin sjá aldrei sólina og koma aldrei út undir bert loft áður en þeim er slátrað í gasklefa; þetta kjöt er hægt að nálgast eftir krókaleið- um og er rándýrt; hin svokölluðu vistvænu svín éta meira af efna- blönduðu korni en minna af efna- blönduðum sláturhúsaúrgangi frá minkabúum og makrílbræðslum og svínabúum, en hrein svínafita þykir fyrsta flokks svínafóður bæði hér og í Danmörku. Vistvænu svínin enda í gasklefanum eins og hver önnur svín í verksmiðju- búunum. Vandamál í mannheimi Hvernig eigi að aflífa hefur lengi verið vandamál í mannheimi. Er það hnífurinn, hel gríman, rafmagnið eða gasið? Hvað er mannúð legast? Á minkabúum leysir svokallaður dauðakassi þetta vandamál, það er þéttur kassi með slöngu sem tengd er við dráttarvélarmótor, dýrin eru tekin úr ævilangri inniveru sinni í níðþröngum vírgrindarbúrum og hrúgað ofan í þennan dauðakassa og kæfð með útblæstri vélarinnar. Þetta heitir umhverfisvæn búgrein. Svo eru dýrin fláð, skinn- in fara á markað og knýja hjól atvinnulífsins og húð- lausu hræjunum er ekið á vistvænu svínabúin og knýja sjálft lífið áfram. Frá og með næstu ára- mótum verður bannað að drekkja öllum dýrum nema minkinum, Alþingi gat ekki annað en samþykkt að löglegt væri að drekkja minkum enda myndu annars margir ríkis- starfsmenn missa vinnuna sína við að drekkja þeim. Íslendingar líta svo á að öll dýr séu skyni bornar verur nú til dags nema minkur- inn, hann er alltaf réttdræpur með hvaða aðferðum sem er, því hann slapp úr útrýmingarbúðunum og er aðskotadýr í íslenskri náttúru og honum ber að gereyða. Nú er ætlun að reisa stærsta minkabú landsins í hinum frjóa bæ Þorlákshöfn þar sem í kjöl- far fréttar um hámarksverðs á minkaskinnum var farið í ákafa hugmyndavinnu. En hvert liggur leið af toppnum nema niður á við í endalausri fjallgöngu markaðar- ins? Hefði ekki verið gáfulegra að byggja Helvíti í Þorlákshöfn fyrir minkana þegar markaðsverðið var í sögulegu lágmarki svo leiðin lægi að minnsta kosti eitthvað upp á við þegar loðdýrabændur, sem eru í raun engir bændur, heldur böðlar, þegar loðdýra böðlarnir fara að troða gyðingunum í dauða- kassann? Á réttri leið? Á meðan Vestur-Evrópuþjóðir banna loðdýrarækt með lögum vegna siðleysis greinarinnar gera íslensk stjórnvöld sér vonir um að Kínverjar komi hingað til þess að kenna okkur að kvelja dýr í áður óþekktu magni. Erum við á réttri leið hérna? Minkurinn er svo sannar lega skyni fædd og skyni gædd skepna, ekkert dýr hefur aðlagast íslenskri náttúru jafn- vel og minkurinn, hann er fæddur fyrir Ísland, í raun ætti minkurinn að verða táknmynd Íslands sem tækifærissinnaður vargur. Sosum ekki ólíkur fálkanum í eðli sínu. Ef það er of stórt skref inn í nútímann mætti gera refinn að táknmynd Íslands á okkar þjóð- menningarlegu tímum, rebbi er fyrsti landneminn með spena. Þeir sem lifa á spena Ríkisins ættu að vera ánægðir með það. Að mínum dómi ætti að friða mink- inn og refinn og bjóða minka- morðingjum og refamorðingjum Ríkisins listamannalaun til þess að miðla reynslu sinni með list- rænum hætti til okkar hinna sem vitum lítið um grimmd þessara skaðvalda. Og ef minkurinn og refurinn drepa þá alla fugla lands- ins og éta öll lömbin og eyðileggja allt sem miður fer úti á landi, þá bara gera þeir það. Þann dag munu þeir verða uppiskroppa með fæðu og útrýmast af sjálfu sér og öllum verður að ósk sinni. Friðlýsing minksins Í nútímasamfélagi kennum við börnunum okkar að til- einka sér og nota tölvur og tölvubúnað sér til fram- dráttar í framtíðinni. Við horfum upp á foreldra okkar, afa og ömmur, sem mörg hver eru jú fulltölvu- læs, sitja fyrir framan tölv- urnar eins og þær séu geim- skip. Þetta fólk horfir síðan með endalausri aðdáun á 3-4 ára barnabarnið sitt spila tölvuleiki í iPad eins og það hafi aldrei gert neitt annað. Já, nútíminn er skemmtilegur. Eggið kennir hæn- unni á við um svo gríðarlega margt. Það er einmitt mergurinn málsins. Börnin okkar verða með tímanum klárari en við á tölvur og internetið. Það kemur að því að við hættum að skilja hvað þau eru að gera og hvað þau geta gert. Þá kemur uppeldið sterkt inn og þá sérstaklega hvort börnin okkar séu fær um að finna til samkenndar með náunganum. Það er nefnilega staðreynd að vel upp- alin börn verða ekki að tröllum og skrímslum á internetinu. Samkennd er lykilorð Samkennd er lykilorð þegar kemur að tjáningu fólks á internetinu. Ef þú getur sett þig í spor annarra og fundið til með þeim, þá er ólíklegt að þú meiðir viðkomandi með orðum þínum á internetinu. Því miður er það svo að börn á öllum aldri virð- ast sneidd allri samkennd og vaða áfram undir dulnefnum á spjall- svæðum internetsins dæmandi allt og alla, meiðandi og niður rífandi. Slíku verður aðeins mætt með uppeldi. Ef foreldrar geta ekki alið börnin sín upp og kennt þeim samkennd með náunga sínum verður allt- af einelti í skólum, á vinnu- stöðum og á inter netinu. Þolendur neyðast þá til þess að grípa inn í og leita réttar síns. Það er gert með aðstoð lögmanna og hugsanlega dómstóla. Ferlið er kostnaðarsamt fyrir þol- endur og gerendur. Líklega er kostn- aður við meiðyrðamál um þrjár milljónir króna fyrir þolanda sem breytist þá í stefnanda. Dæmigerðir dómar í slíkum málum fela í sér að stefnanda eru dæmdar skaðabætur og greiðsla málskostnaðar. Dóm- urinn metur hins vegar lögfræði- þjónustu eftir eigin verðskrá og dæmir iðulega um 800.000 kr. sem málskostnað og hæfilegar skaða- bætur teljast vera um 300.000 kr. Stefnandinn þarf því að kosta til 1,9 milljón króna úr eigin vasa til þess að verja æru sína. Ljóst er að ekki eru allir færir um það. Einn ágætur hæstaréttarlögmaður spurði Hæsta- rétt fyrir ekki svo löngu síðan að því hvaða verðmat rétturinn setti á eigin æru, er hann hvatti réttinn til þess að íhuga hve léttvægar 300.000 króna miskabætur eru miðað við alvarleika brotsins. Ég vona að sam- kenndin sem við búum vonandi öll yfir muni sigra tröllin og myrkrið sem þau valda sálartetri þolandans, sama á hvaða aldri hann er. Internetið, einelti og skaðabæturDÝRAVERND Ófeigur Sigurðsson rithöfundur ➜ Að mínum dómi ætti að friða minkinn og refi nn og bjóða minkamorðingjum og refamorðingjum Ríkisins listamannalaun til þess að miðla reynslu sinni með listrænum hætti ... ➜ Ferlið er kostnaðar- samt fyrir þolendur og gerendur. SAMFÉLAG Friðjón B. Gunnarsson framkvæmdastjóri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.