Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 70
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58 „Ég hef sungið frá því ég var lítil og tók til dæmis fyrst þátt í söngvakeppni á Þjóðhátíð þegar ég var þriggja ára. Þetta er síð- asta árið sem ég má taka þátt í keppninni,“ segir Birta Birgis- dóttir, þrettán ára Eyjamær sem hefur vakið nokkra athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man eftir bandaríska tón- listarmanninn Bruno Mars. Birta tók lagið upp í Island Studios í síð- ustu viku og var myndband við lagið einnig birt á Youtube og á vef Eyjafrétta. Aðspurð segir Birta að henni þyki skemmtilegast að syngja lög eftir tónlistarmanninn Bruno Mars. „Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. En helstu fyrirmyndir mínar eru krakkar eins og Carly Rose Sonenclar úr X-Factor,“ segir hún. Útgáfa Birtu á laginu hefur ekki ratað í útvarp en söngkonan unga vonar að jólalag sem hún hyggst taka upp síðar á árinu fái útvarps- spilun. „Ég ætla að taka upp jólalag sem ég söng með leik- félaginu síðust jól. Það er lítil útvarps- stöð hér í Vest- mannaeyjum og vonandi fær lagið spilun þar.“ Söngur er ekki eina áhugamál Birtu því hún tekur einnig virkan þátt í starfi Leikfélags Vestmanna- eyja, spilar hand- og fótbolta með ÍBV og stundar hestamennsku. „Ég er hægri skytta í handboltan- um og framherji og kantur í fót- boltanum. Ég er Íslandsmeistari í handbolta og ef ég þyrfti að velja á milli þá yrði handboltinn klár- lega fyrir valinu,“ segir hún. Birta tekur fullan þátt í hátíðahöldum helgarinnar og þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún á leið í málningarvinnu í Herjólfs- dal um kvöldið. „Frænka mín og frændi sjá um málningarvinnuna og ég hef hjálpað til. Ég hlakka mikið til helgarinnar, það er alltaf gaman á Þjóðhátíð,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is SJÓNVARPSÞÁTTURINN Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. Birta Birgisdóttir söngkona „Ég var að uppgötva þættina House of Cards um daginn. Þessir þættir eru unaður! Kevin Spacey fer svo ótrúlega mikið á kostum að það er ekki eðlilegt.“ Unnur Eggertsdóttir söngkona „Fyrr í ár varð einn úr hópnum pabbi í fyrsta sinn en strákurinn hans fæddist rúmlega tveimur mán- uðum fyrir tímann. Það var því mjög tvísýnt um tíma hvort þetta myndi snúast upp í harmleik, en sem betur fer, og þá aðallega fyrir tilstilli Barna- spítalans, var aðstæðum snúið við og strákurinn er heilbrigður, efnilegur og fjallmyndarlegur í dag,“ segir Haukur Hólmsteinsson, einn úr hópi þeirra sem hlaupa fyrir Barnaspítala Hringsins í Reykja- víkurmaraþoninu í ágúst. Vinahópur Hauks er stór og samanstendur mest- megnis af strákum sem hafa haldið sambandi síðan þeir voru í grunnskóla á Seltjarnarnesi. „Við erum þéttur vinahópur og höldum meðal annars úti innri vef þar sem við skipuleggjum reglulega hittinga,“ útskýrir Haukur. Það er mikil fjölskyldustemming í hópnum. „Við fögnum velgengni og erum til staðar fyrir hvern annan þegar eitthvað bjátar á. Þess vegna erum við sem komumst, sem er í kringum helmingur hópsins, að taka okkur saman í ár og reyna að gera eitthvað fyrir Barnaspítala Hringsins,“ útskýrir Haukur og segist aldrei geta endurgoldið Hringnum það dásam- lega starf sem þar er unnið. „En það er auðvelt að leggja til þetta litla framlag,“ segir Haukur að lokum. - ósk Hlaupa fyrir nýjasta meðliminn Æskuvinir safna áheitum fyrir Barnaspítala Hringsins. Fyrr í ár eignaðist einn í vinahópnum fyrirbura og ástandið var um tíma tvísýnt en allt fór vel að lokum. SAMHELDNIR VINIR Sigmundur Grétar, hinn nýbakaði faðir, og Haukur Hólmsteinsson. MYND/ÚR EINKASAFNI DY NA M O RE YK JA VÍ K 1. SÆTI BÓKSÖLULISTIN N - ALLAR BÆKU R VIKUM SAMAN Í FYRSTA SÆTI! SJARMA SPRENGJA SUMARSINS! „Á SKILIÐ AÐ VERÐA SUMAR- SMELLUR!“ ★★★★★ „Stórkostleg saga. Hún grætir og kætir.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir, DV „Ekki láta sumarið líða án þess að lesa Maður sem heitir Ove ... í senn hrífandi og fyndin.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu „Einfaldlega hrein dásemd“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu – Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl. „Feykiskemmtile g“ – FRIÐR IKA BEN ÓNÝS, FRÉTTAB LAÐINU Efnileg söngkona úr Vestmannaeyjum Birta Birgisdóttir hefur vakið athygli fyrir útgáfu sína á slagara eft ir bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars. Myndband með laginu má fi nna á Youtube. EFNILEG SÖNGKONA Birta Birgisdóttir, þrettán ára Vest- mannaeyingur, hefur vakið athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man með Bruno Mars. „Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistar- maðurinn Aggi Friðbertsson, sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljóm- sveitina kalla þau Amy and I og hófst samstarfið í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynnt- ist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi og hefur spilað með hljómsveitinni Sign síð- ustu fimm ár. Amy er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas, sem hefur unnið með hljómsveit- um á borð við Sigur Rós og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag. - ka Senda frá sér fyrstu smáskífuna Hljómsveitin Amy and I er skipuð þeim Agga Friðbertssyni og bresku söngkonunni Amy Odell. RAFTÓNLIST MEÐ RÓLEGU ÍVAFI Þau Amy Odell og Aggi Friðbertsson skipa hljóm- sveitina Amy and I. Þau hafa nú sent frá sér sína fyrstu smáskífu sem ber heitið The Storm. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.