Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 32
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Daphne Diana Joan Susanna Guinness er 45 ára erfingi Guinness-bjórframleiðslunnar. Í dag er hún þekkt sem ein mest framandi tískufyrir-
mynd Bretlands. Hún fæddist í Englandi en var alin
upp á sveitasetrum fjölskyldunnar sem staðsett eru í
Englandi og Írlandi.
Daphne er þekkt nafn innan tískuheimsins og hafa
öll helstu tískuhúsin lýst yfir aðdáun sinni á henni.
Hún hefur starfað sem fyrirsæta og listrænn
stjórnandi við hlið hönnuða á borð við Karl
Lagerfeld og Gareth Pugh. Vinskapur hennar og
Alexanders McQueen var mikill, enda hjálpaði
hún honum að koma sér á framfæri.
Guinness hannar mikið af fötum sjálf
sem hún svo klæðist. Hún er þekkt fyrir
hrifningu sína á brynjum, þröngum
buxum og himinháum hælaskóm. Frá
árinu 1994 hefur hún verið valin á
lista International Best Dressed Hall
of Fame, sem velur best klæddu kon-
ur heims hverju sinni. Hún hefur fengið
sæti á ótal fleiri slíkum listum og fram-
leitt sína eigin snyrtivörulínu fyrir MAC.
Margar stórstjörnur hafa tekið sér fata-
stíl Daphne til fyrirmyndar en af þeim er
Lady Gaga mest áberandi.
Fagurkerinn Daphne hefur starfað á
flestum sviðum listarinnar. Hún hefur leikið
í bíómyndum, gefið út lag og starfað sem fyrir-
sæta og hönnuður. Hún hefur einnig verið örlát
að gefa til góðgerðarmála. Hún keypti allan
fataskáp Isabellu Blow, sem var fræg tísku-
drottning og góð vinkona Daphne sem framdi
sjálfsmorð. Daphne stofnaði einnig Isabella
Blow-sjóðinn sem safnar peningum til styrkt-
ar fólki með geðræn vandamál. Sjálf hefur
hún sett á uppboð frægustu flíkurnar úr
fataskáp sínum en allur ágóðinn fór til góð-
gerðarsamtaka sem styrkja málefni kvenna
um allan heim.
Daphne á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni
sínum. Í dag er hún búin að vera með Frakkanum
Bernard-Henri Lévy í mörg ár en hún hefur ótal sinn-
um lýst því yfir að hann sé ástin í lífi hennar. Hún býr
í New York og London. Það sem einkennir Daphne er
svarta og hvíta hárið og himinháu hælarnir.
ERFINGI MEÐ
ÓVENJULEGAN STÍL
TÍSKUFYRIRMYND Daphne Guinness er líklegast með einn sérstakasta
fatasmekk sem sést hefur.
„Mig minnir að fyrsta kórónan hafi
orðið til á rokknámskeiði sem ég var
á fyrstu helgina í júní,“ segir Berglind
Erna Tryggvadóttir, sem prjónar kór-
ónur sér og öðrum til gamans. „Mér
finnst gaman að prjóna og gott að
hafa eitthvað að gera í höndunum. Ég
sá mynd af kórónu á netinu og fannst
það svo sniðugt og datt í huga að
reyna að gera svoleiðis sjálf.“
Eftir langa og stranga leit fann
Berglind uppskrift á netinu. „Ég not-
aði hana sem grunn en þar sem ég er
algjör byrjandi í prjónaskap og upp-
skriftin var á ensku fylgdi ég henni
ekki alveg og fór að spinna við hana
sjálf.“
Kórónurnar eru í sífelldri þróun
hjá Berglindi og nú hyggst hún bæta
við skrauti á þær. „Hingað til hef ég
bara verið að gera þær einlitar, en
mig langar til þess að búa til ein-
hver mynstur og sauma á þær skraut,
perlur og fleira í þeim dúr.“ Auk þess
ætlar hún að bæta við kórónum í
barnastærðum, en fram að þessu hef-
ur hún aðeins prjónað kórónur á full-
orðna kónga og drottningar. Þær hafa
vakið mikla lukku í kringum Berglindi
og vinahópurinn leggur inn pantanir,
enda eru kórónur tilvalið höfuðskraut
við hvers kyns tækifæri.
„Þær hafa mest verið notaðar
spari, á útihátíðum og í veislum og
svoleiðis. Ég hef sjálf notað mína
dagsdaglega, þegar ég fer út að hjóla
eða að fá mér ís,“ segir hún og brosir.
Hún bætir við að hún geti vel hugsað
sér að selja kórónurnar ef áhugi er
fyrir hendi. „Annars finnst mér fínt að
gera þær bara eftir pöntunum.“
Berglind útskrifaðist úr Mennta-
skólanum við Hamrahlíð í vor og
hefur nám við myndlistardeild Lista-
háskóla Íslands í haust. ■ halla@365.is
PRJÓNAKÓRÓNUR Á FULLORÐNA
Berglind Erna Tryggvadóttir prjónar kórónur í öllum litum regnbogans.
KONUNGLEGT
HÖFUÐ SKRAUT
Berglind fann uppskrift
á netinu og þróaði hana
svo áfram.
MYND/DANÍEL RÚNARSSON
20%
afsláttur
Leikum og lærum
Skemmtilegi ferðafélaginn!
Fæst hjá N1, Hagkaup,
Eymundsson, Spilavinum,
Íslandspósti og fleiri
stöðum um land allt.
www.bilabingo.is