Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 34
FÓLK|TÍSKA
Í nóvember verða fimmtíu ár liðin frá því að eiginmaður hennar, John F. Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana. Sá atburður er flestum sem fæddir
voru á þeim tíma enn í fersku minni. Jackie vakti mikla
athygli sem forsetafrú Bandaríkjanna og alla tíð á meðan
hún lifði. Hún var leiðandi í tísku og bar allan klæðnað
með glæsibrag, enda hafði hún klassískan og elegant stíl.
Fréttaljósmyndarar eltu hana stöðugt á röndum til að ná
myndum af þessari glæsilegu og umtöluðu konu. Jackie var
og er enn ein frægasta kona heimsins.
Jackie starfaði sjálf sem ljósmyndari fyrir The Wash-
ington Times-Herald árið 1952 þegar hún hitti John F.
Kennedy fyrst. Þá var hann ungur stjórnmálamaður frá
Massachusetts. Henni fannst hann draumóramaður þegar
hann sagðist ætla að verða forseti landsins. Hún var 23 ára
en hann 34.
Þau gengu í hjónaband í Newport, Rhode Island 12. sept-
ember 1953. Brúðarkjóll hennar og annar fatnaður er til
sýnis í Kennedy-safninu í Boston.
Fimm árum eftir dauða eiginmannsins giftist Jackie
gríska skipakónginum og auðkýfingnum Aristóteles Onass-
is og þótt margir hafi orðið hneykslaðir á því hjónabandi
entist það þar til hann lést árið 1975 og hún varð ekkja í
annað sinn. Onassis var 23 árum eldri en Jackie. Hann sleit
nokkurra ára sambandi við óperusöngkonuna Mariu Callas
til að giftast Jackie. Þau gengu í hjónaband á grísku eyjunni
Skorpios sem var í eigu hans. Fyrir utan lá stór lúxus-
snekkja, Christina, sem einnig var í eigu þessa frægasta
Grikkja allra tíma. Hjónin bjuggu til skiptis í fimm glæsi-
eignum þeirra, í New York, New Jersey, París, á Skorpios
og um borð í Christina. Onassis skildi eftir sig mikil auðæfi.
Hann átti soninn Alexander, sem dó árið 1973 og dótturina,
Christinu, sem lést árið 1988 og lét eftir sig unga dóttur,
Athina, sem nú er 28 ára og varð ríkasta barn allra tíma
þegar móðir hennar lést.
TÍSKUGYÐJA SEM GLEYMIST EKKI
GLÆSILEG Jackie Kennedy Onassis hefði orðið 84 ára síðastliðinn sunnudag en hún lést árið 1994, tæplega 65 ára gömul. Jackie
hafði yfir sér ákveðinn glæsileika í fasi og fatavali sem enn er vitnað til.
FRÆG MYND Þessi mynd var tekin 22. nóvember 1963, stuttu áður
en Kennedy-hjónin fóru í afdrifaríka bílferð þar sem forsetinn var
skotinn til bana. Bleika Chanel-dragtin sem Jackie klæddist þennan
dag vakti mikla athygli um allan heim.
Á INDLANDI Jackie í apríkósulitum
silkikjól í heimsókn til Indlands.
Á GANGI Fræg mynd af Jackie eða
Jacqueline, eins og hún hét, á gangi úti
á götu í fallegum ljósum sumarkjól.
SILKIKJÓLAR Jackie Kennedy átti mikið safn fallegra silkikjóla.
Íþróttalegur klæðnaður hefur
verið áberandi upp á síðkastið
en þó hefur ekki sést mikið til
körfuboltabolanna. Ef marka má
klæðaburð stjarna á borð við
Miley Cyrus, Cöru Delevigne,
Rihönnu og Jourdan Dunn þá
eiga körfuboltabolir eftir að
vera heitir. Bolirnir geta ver-
ið frá hvaða körfubolta liði
sem er en Chicago Bulls
treyjurnar hafa þó verið
mest áberandi.
Bolina er hægt að
klæðast hvort sem
tilefnið er afslappað
eða fínt. Hingað til
hafa yfirleitt karl-
menn sést í þessum
flíkum en stúlkurnar
ætla sér að taka við.
Hægt er að rekja þessa
nýu tískubylgju til
íþróttafatnaðar- og skó-
æðis sem herjað hefur á
frá áramótum.
Á meðal körfubolta-
bolanna hefur gamla Nike Air
Max skósniðið snúið aftur og
Adidas renndurnar á peysum
og buxum í gamla sniðinu.
Þegar íþróttaföt eru annars
vegar skiptir miklu máli hverju
er klæðst með. Það verður að
passa upp á að líta ekki út fyrir
að vera nýkomin úr ræktinni.
Oft passa háir hælar, þröngar
gallabuxur, pils og stuttbuxur
flott við körfuboltabolina eða
íþróttaskónna. Við Adidas
buxurnar geta einlitir víðir
bolir, leðurjakkar, gallajakkar og
margt fleira passað vel við.
KÖRFUBOLTABOLIR
KOMA STERKIR INN
Íþróttatískan hefur dregið í för með sér endur-
vakningu á ýmsum gömlum gersemum.
70% af
öllu skarti
Verðsprengja
Grensásvegi 8 - Sími 553 7300
Opið mánudaga – fimmtudaga 12–18
föstudaga 12–19 og laugardaga 12–17 SOHO/MARKET
Á FACEBOOK
Rýmum fyrir
nýjum vörum!
Allt á að seljast
Aðeins 6 verð