Fréttablaðið - 01.08.2013, Side 28
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Nú þegar ljóst er að gert
hefur verið formlegt hlé á
aðildarviðræðum Íslands
og Evrópusambandsins
velta margir því fyrir sér
hvaða þýðingu það hafi –
hvort raunhæft sé að hefja
viðræðurnar að nýju ef
aðstæður breytast.
Sagan sýnir að það er
vel mögulegt að gera hlé á
aðildarviðræðum og snúa
aftur sterkari til leiks.
Fátt ætti að vera því til
fyrirstöðu að Ísland geti tekið upp
þráðinn í aðildarviðræðum við ESB
seinna og í öðru tómi sem hentar
bæði Íslendingum og Evrópu betur.
Aðildarferli Möltu er gott dæmi um
slíkt og vert að skoða þá sögu nánar.
Malta er eins og Ísland eyja
á jaðri álfunnar. Þar skipti
almenningur sér í tvær
nokkuð jafnar fylkingar
með og á móti inngöngu
í ESB. Saga og menning
Möltu hefur verið sam ofin
Evrópu frá örófi alda en
þrátt fyrir það var þjóðin
ekki tilbúin að taka skref-
ið til fulls fyrr en árið 2003
þegar innganga var sam-
þykkt með þjóðaratkvæði.
Það var síðan í maí 2004
sem Malta gekk formlega
inn í sambandið ásamt níu
öðrum ríkjum.
Aðildarferli landsins var þyrn-
um stráð og varði í 14 ár með fjög-
urra ára hléi. Malta sótti fyrst um
aðild að ESB árið 1990 undir stjórn
Þjóðernisflokksins og var í aðildar-
viðræðum við sambandið í sex ár,
eða þar til Verkamanna flokkurinn
kom til valda árið 1996. Þá var gert
formlegt hlé á aðildar viðræðunum
því formaður Verkamanna flokksins
taldi betra að gera fríverslunar-
samning við ESB en að ganga alla
leið með aðild.
Sterkari að samningaborðinu
Þetta hlé varði í tvö ár, eða þangað
til Þjóðernisflokkurinn komst aftur
til valda og fyrsta verk nýrrar ríkis-
stjórnar var að taka ákvörðun um
að endurvekja aðildar viðræðurnar.
Árið 2000 hófust formlegar aðildar-
viðræður aftur milli Möltu og ESB.
Aðildarsamningurinn var tilbúinn
árið 2003 og var sama ár haldin
þjóðaratkvæðagreiðsla eins og kjós-
endum hafði verið lofað.
Rétt ríflega helmingur malt-
neskra kjósenda, eða 53%, sam-
þykkti aðildarsamninginn og 47%
voru á móti. Stuttu seinna voru
haldnar þingkosningar þar sem
Þjóðernisflokkurinn, sem bar-
ist hafði fyrir inngöngu í ESB frá
árinu 1979, hafði betur með naum-
indum, eða 52% atkvæða. Þegar
ljóst var að Maltverjar myndu
ganga í ESB féll Verkamanna-
flokkurinn frá skýrri andstöðu
sinni gegn aðild að sambandinu.
Þar sem flokkurinn hafði ævinlega
lagt áherslu á að skorið yrði úr um
aðild að ESB með almennum kosn-
ingum átti hann auðveldara með að
réttlæta þessa breytingu á afstöðu
sinni.
Möltu hefur vegnað vel innan
ESB og eru landsmenn almennt
sáttir við að eiga aðild að sam-
bandinu. Engar formlegar heimild-
ir eru til um það hvort ráðamenn
eða ríkisstjórn Möltu hafi verið
aðhláturs efni vegna aðildarferlis-
ins þó að á ýmsu hafi gengið í þeirra
ranni. Þvert á móti voru þeir taldir
mæta sterkari að samningaborðinu
eftir fjögurra ára hlé.
Við getum hæglega nýtt okkur
reynslu og sögu Maltverja, sest
aftur að samningaborðinu ef svo
ber undir og nýtt þannig það mikla
og góða starf sem hefur verið unnið
við aðildarviðræðurnar. Það er
óþarfi að láta hræðslu við viðhorf
annarra þjóða koma í veg fyrir að
íslenska þjóðin geti kosið um hvort
hún vilji áframhald viðræðna eins
og henni hefur verið lofað.
„Afsakið hlé“ – Sagan af Möltu
Einn mesti dýrgripur í Þjóðskjalasafni
Íslands er manntal sem tekið var hér á
landi árið 1703. Í daglegu tali kallað Mann-
talið 1703. Manntalið var tekið að beiðni
Danakonungs og var hluti mikillar úttekt-
ar á högum Íslendinga. Nú hafa þau tíðindi
orðið að Mennta-, vísinda- og menningar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO,
hefur fallist á umsókn Þjóðskjalasafns þess
efnis að Manntalið 1703 verði skráð á lista
UNESCO Memory of the World Register.
Á þennan lista komast einungis skjöl sem
hafa þýðingu fyrir allt mannkyn.
Langur aðdragandi
Undirbúningur að umsókninni hófst árið 2002
þegar hafist var handa við að rannsaka frumskjöl-
in og skrá einkenni þeirra nákvæmlega. Manntalið
er skráð í alls 92 stakar bækur eða hefti. Sú lengsta
úr Snæfellsnessýslu og er sú bók rúmlega 100 blað-
síður. Hefti úr stökum hreppum geta verið örfáar
síður. Auk þess tilheyra manntalinu 41 stakur miði
eða blöð. Alls er manntalið 1709 blaðsíður. Umsókn
um upptöku manntalsins á Minni heimsins var
samin á fyrri hluta árs 2012 og send til UNESCO.
Mikilvæg viðurkenning
Skráning Manntalsins 1703 á lista UNESCO Minni
heimsins er mikil tíðindi og kærkomin viðurkenn-
ing á sérstöðu og mikilvægi þessarar einstöku
heimildar. Þetta á að vera allri þjóðinni fagnaðar-
efni, enda enn ein viðurkenning þess að Íslending-
ar eiga afar mikilvægar og merkilegar heimildir
um samfélag sitt, ritheimildir sem finnast ekki hjá
öðrum þjóðum. Þetta gerir okkur kleift að rann-
saka sumt í sögu okkar og samfélagi með meiri
nákvæmni en aðrir geta gert.
Framlag til heimsmenningar
Sérstaða manntalsins 1703 felst í því að það er elsta
manntal í heiminum sem varðveist hefur og nær
til allra íbúa í heilu landi þar sem getið er nafns,
aldurs, heimilisfangs flestra og þjóðfélags- eða
atvinnustöðu allra þegnanna. Enginn önnur þjóð
í heiminum á jafnnákvæmar lýðfræðiupplýsingar
frá þessum tíma. Á grundvelli þessara upplýsinga
er kleift að greina samfélagsgerð og fjöl-
skyldugerð hér á landi á traustari grunni
og af meiri nákvæmni en annars staðar.
Nú má fullyrða að staðfest hafi verið að
Manntalið 1703 hafi ekki einungis mikla
þýðingu fyrir okkur Íslendinga held-
ur er það mikilvægt framlag til heims-
menningarinnar.
Nýjar skyldur
Að hafa ritheimild á lista Sameinuðu þjóðanna
yfir menningarverðmæti heims færir okkur
nýjar skyldur. Fyrst og fremst þær að varðveita
umrædda heimild með öruggum hætti og veita
öllum aðgang að henni. Þá verður aðgengi allra
tryggt með því að birta stafræn afrit af manntal-
inu á vefnum. Það verður gert síðar á þessu ári.
Jafnframt verða frumskjölin sett fram almenningi
til sýnis í Þjóðskjalasafni á haustdögum.
Áhugaverðar upplýsingar
Landsmenn reyndust þá vera 50.358 samkvæmt
talningu Hagstofunnar. Manntalið veitir margvís-
legar áhugaverðar upplýsingar svo sem um nafna-
hefð og störf eða atvinnuheiti Íslendinga. Þannig
voru 670 hreppsstjórar, 245 prestar, 76 skóladreng-
ir, 7 böðlar og 6 fálkaveiðimenn árið 1703. Í mann-
talinu eru 725 skírnarnöfn, 387 karlmannsnöfn og
338 kvenmannsnöfn. Algengasta kvenmannsnafnið
var Guðrún en það bar fimmta hver kona. Jón var
hins vegar algengasta karlmannsnafnið. Tæpur
fjórðungur karla hét því nafni.
Manntalsvefur Þjóðskjalasafns
Manntalið var gefið út af Hagstofu Íslands á árun-
um 1924-1947. Frumrit manntalsins er varðveitt
í Þjóðskjalasafni en stafræn uppskrift þess á á
Manntalsvef Þjóðskjalasafns www.manntal.is.
Þar eru einnig tólf önnur manntöl. Landsmenn eru
hvattir til þess að kynna sér manntalið þar.
Manntalið 1703 er komið
á skrá UNESCO
Frá árinu 2008 hefur íslenskur
byggingamarkaður gengið í gegn-
um samdráttarskeið sem ekki á
sér hliðstæðu á sögulegum tíma.
Samkvæmt skýrslu Samtaka arki-
tektastofa (áður FSSA) frá haust-
inu 2010 var um samdrátt að ræða
sem reyndist 67% skv. þeim opin-
beru tölum sem skýrslan byggði á.
Á þessu fimm ára tímabili sem nú
er liðið frá hruni hefur skapast all-
nokkur þörf fyrir nýbyggingar sem
ekki hefur verið svarað að sama
skapi. Íbúðamarkaðurinn er enn í
þeirri erfiðu stöðu að lóðarverð er
innlyksa hjá skuldsettum sveitar-
félögum sem ekki geta lagað sig
að núverandi markaðsverði sökum
laga um fjárreiður sveitarfélaga.
Framleiðslukostnaður á íbúðum miðað
við söluverð er enn það hár að ekki
hefur myndast hvati til framkvæmda
að neinu marki. Til að setja þetta í sam-
hengi má nefna að fleiri íbúðir voru
byggðar á ári í kreppunni miklu en það
sem hefur átt sér stað undanfarin ár
þegar verst lét.
Opinber verkefni hafa verið í deigl-
unni síðustu tvö árin en eru ekki komin
á skrið sem skyldi. Mikil vöxtur í ferða-
þjónustu hefur undirstrikað þörfina á
uppbyggingu í verkefnum tengdum
ferðaþjónustu og þar er mikið verk
óunnið og mörg þeirra þess eðlis að
vart verður staðið að þeim nema með
opinberum hætti. Sterkasta einkenni
í ímynd landsins er náttúran og þá
staði sem hafa mest aðdráttarafl þarf
að passa upp á sem gersemar þjóðar-
innar. Opinberir aðilar þurfa að koma
að því verkefni, þó ekki væri nema að
stefnumörkun þeirra. Meðan ekkert
er að gert drabbast þessar gersem-
ar niður gestum að kostnaðarlausu og
virðist það vera meira metnaðarmál að
taka ekki gjald fyrir heimsóknina en að
hafa upp á eitthvað að bjóða
sem eykur gildi staðarins
og verndar hann.
Góð fyrirmynd
Til er norskt verkefni sem
nefnist „Nasjonale turist-
veger“ sem unnið hefur
verið að síðustu tuttugu
árin, en þar er aukið við
gildi áhugaverðra ferða-
leiða. Kynning var á þessu
verkefni á vegum Íslandsstofu 30.
október 2012 og kom þar fram í máli
Trine Kanter Zwerekh að um væri að
ræða framúrskarandi fallega nátt-
úru og allt manngert umhverfi skyldi
vera í það minnsta jafn gott ef ekki
betra. Þetta viðhorf þarf ekki að snú-
ast um aukinn kostnað en sýnir fyrst
og fremst hugsunarhátt sem okkur
Íslendinga sárlega vantar. Þetta
norska verkefni gæti verið góð fyrir-
mynd fyrir uppbyggingu ferðamanna-
og áningarstaða hér á landi.
Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum
byggingamarkaði og því er mikilvægt
að þau verkefni sem fyrirhuguð hafa
verið hljóti brautargengi og hlúð sé að
þeim af metnaði og fyrirhyggju. Verk-
efni sem lúta að vexti atvinnugreina
eru mikilvæg á tímum sem þessum
ásamt verkefnum til að tryggja eðli-
legt þjónustustig í landinu. Benda má
sérstaklega á að vöxtur í ferðaþjónustu
er með þeim hætti að þar er um brýna
þörf að ræða og ef ekkert verður að
gert verður ímynd landsins fyrir tjóni
til lengri tíma litið.
Framtíðarsýn eða
fortíðarhyggja
MENNING
Eiríkur G.
Guðmundsson
þjóðskjalavörður
EVRÓPUMÁL
Guðbjörg Oddný
Jónasdóttir
stjórnmála-
fræðingur
➜ Við getum hæglega nýtt
okkur reynslu og sögu Malt-
verja, sest aftur að samninga-
borðinu ef svo ber undir.
➜ Skráning Manntalsins 1703
á lista UNESCO Minni heimsins
er mikil tíðindi og kærkomin
viðurkenning.
➜ Meðan ekkert er að
gert drabbast þessar
gersemar niður gestum
að kostnaðarlausu ...
UPPBYGGING
Aðalsteinn
Snorrason
arkitekt með MS í
markaðsfræði og
alþjóðaviðskiptum
og var formaður
Samtaka arkitekta-
stofa um nokkurra
ára skeið.