Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 36
Metroblaðrið FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 20132 Harpa Þorsteinsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og sóknarmaður í Stjörn- unni, segist velja sér hollan skyndibita. Henni líst vel á grænu línuna í Metró en í henni er hægt að fá afbragðs kjúklinga- salat. Harpa ætlar að draga vinkonurnar þangað bráðlega til að smakka þetta góða salat sem er með kjúklingabitum, kirsu- berjatómötum, ólífum, parmesanosti og fleiru. „Salatið var ljómandi gott og ég fer fljótlega til að fá mér aftur,“ segir hún. Það hefur verið nóg að gera hjá Hörpu undanfarið í boltanum. Landsleikir og nú síðast leikur Stjörnunnar og ÍBV í Eyjum. „Maður þarf að hugsa um hollustuna til að ná árangri,“ segir hún. Harpa byrjaði að spila fótbolta með Þrótti þegar hún var sex ára. „Ég byrjaði í strákaflokki. Þegar ég flutti í Garðabæ ellefu ára fór ég yfir í Stjörnuna. Þar hef ég spilað fyrir utan smátíma með Breiða- bliki. Ég er uppalin í Stjörnunni og þar á ég heima,“ segir knattspyrnukonan. Hún er í námi í lýðheilsufræðum og starfar á leikskólanum Aðalþingi en þar er heilsusamlegur matur hafður í for- gangi. Hún er móðir og í sambúð. Sonur hennar er tveggja ára og fósturdóttir, sjö ára. Harpa æfir stíft og þarf að hafa gott skipulag á öllum hlutum til að allt gangi upp. Þá er nauðsynlegt að vera vel á sig kominn og borða heilsusamlegan mat. Kjúklingasalatið er æði Markaskorarinn Harpa velur grænu línuna í Metró. MYND/ARNÞÓR Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Gísli Björnsson og Unnur Jónsdóttir starfa á kaffihúsinu GÆS, en nafnið er skammstöfun fyrir setninguna Get, ætla, skal! Þau láta vel af kaffihúsinu, sem rekið er af fólki með fötlun. „Það gengur rosalega vel, þetta er alveg æðislegt,“ segir Unnur og bros- ir. „Þetta er alltaf að þróast meira og meira og við höfum fengið frábærar viðtökur.“ Hefur kannski gengið betur en þær bjuggust við? „Já, miklu betur,“ segir Steinunn og bætir við að það séu ýmsir viðburðir á dagskrá í kaffi húsinu. „Til dæmis eru Kompu- dagar á laugardögum út ágúst.“ Á veggjunum hanga skemmtileg myndlistarverk og Unnur útskýrir að á kaffihúsinu séu líka myndlist- arsýningar. „Núna er ein með perlu- sýningu,“ segir hún. „Hún gerir allt úr perlum.“ Kaffihúsið verður starfrækt í Tjarnarbíói út sumarið, en starfs- fólkið bindur vonir við að rekstur- inn standi undir sér og starfsemin geti haldið áfram í vetur. „Við verð- um hérna að minnsta kosti út sum- arið,“ segir Steinunn Ása og brosir. Metro bauð þessu framtakssama fólki upp á stjörnumáltíð á Metro. Frábærar viðtökur Kaffihúsið Gæs hefur fengið frábærar viðtökur. MYND/GVA Í LÚGUNNI Af hverju er Ísland best í heimi? Valdimar „Út af íslensku fótboltastelpunum.“ Aníta Rós og Guðrún Ágústa „Vegna náttúrunnar og fólksins í landinu.“ Ragnar „Það er kvenfólkið í landinu sem gerir Ísland svona gott.“ Sigurður „Af því að Íslendingar eru snillar.“ Kristófer „Út af því að Metro er á Íslandi.“ Karvelio hita- einingabani Íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Fannar Karvel sem er góðvinur Metro er að fara að gifta sig 17. ágúst. Það átti því vel við, fannst félögum hans, að mæta með hann í „læri“ á Metro þegar þeir hituðu upp fyrir daginn stóra. Karvel stóðst prófið í starfsþjálfuninni með prýði og uppskar nafnbótina „Karvelio hitaeiningabani“. Fannar afþakkaði pent starfstilboð, enda mikið að gera hjá honum í einkaþjálfuninni en hann ætlar að koma og borða Grænt á Metro. Metro óskar Fannari Karvel velfarnaðar í hjónabandinu. Stjörnugott Get, ætla, skal! „Don‘t eat more than you can lift.“ Miss Piggy „People who love to eat are always the best people.“ Julia Child „Don‘t count calo- ries. Eat them.“ Grande Grande Metrospeki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.