Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 30
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
„Bílstjórinn kom og keypti
fyrir þig nýtt display,“
sagði starfsmaðurinn á
verkstæðinu en ég var
komin að sækja hjólið mitt
úr viðgerð. Þessi orð komu
mér notalega á óvart. Ég
fann fyrir hlýjum hnoðra í
maganum sem færðist um
allan skrokkinn. Fyrsta
hugsunin mín var; þetta
er maður sem ber virð-
ingu fyrir sjálfum sér,
viðskiptavinum sínum og
starfi sínu. Síðan varð mér hugs-
að til viðbragða sérfræðinga heil-
brigðiskerfisins þegar sonur minn
lést í kjölfar mistaka á bráða-
móttöku barna 2001. Saman burður
viðbragða þessara aðila er lær-
dómsríkur.
Svo ég útskýri nú samhengið
betur þá flutti umræddur bílstjóri
rafhjólið mitt á verkstæðið eftir
að ég varð fyrir örlitlu óhappi sem
skemmdi mótorbúnaðinn í aftur-
hjólinu. Strætó tekur ekki þessi
hjól, því var nauðsynlegt að panta
leigubíl. Við komuna á verkstæð-
ið leit út fyrir að á leiðinni hefði
orðið eitthvað hnjask til viðbótar
sem varð til þess að skipta þurfti
um skjá (display) í stýrinu. Ég
var sjálf ekki með í ferðinni svo
ég hafði ekki hugmynd um hvort
óhapp hefði átt sér stað. Þetta
var ekki þannig tjón að það skipti
máli að mér fannst, en ákvað samt
að hringja í bílstjórann og bjóða
honum að skoða þetta ef hann vildi
vara sig á þessum aðstæðum síðar.
Ég ítrekaði að ég gerði engar kröf-
ur heldur væri þetta í hans hönd-
um ef hann kærði sig um.
Aðdáunarverð umhyggja
Síðan vissi ég ekkert fyrr en ég
kom að sækja hjólið. Áður en mér
tókst að hringja í bílstjórann til
að þakka fyrir mig hringdi hann
til að athuga hvort allt
væri í lagi. Hann tók það
sérstaklega fram að sér
þætti þetta sjálfsagt. Við-
brögð hans fóru fram úr
öllum mínum væntingum
og upplifði ég sanna virð-
ingu. Það var eins og eitt-
hvað leiðréttist í hausn-
um á mér, eins og ég fengi
allt í einu skýr og rétt við-
mið. Hann tók af mér allar
vangaveltur um þennan
atburð, ég þarf ekki að
hugleiða hann neitt frekar né velta
fyrir mér rétti mínum. Því síður að
leita réttar míns. Hann gerði ekk-
ert rangt en sýndi aðdáunarverða
umhyggju og áhuga á að þjóna
viðskiptavinum sínum. Það er til
eftir breytni.
Skoðum nú aðeins viðbrögð heil-
brigðiskerfisins við óhappatilvik-
um. Í ellefu ár eftir að sonur minn
lést hugleiddi ég það daglega hvort
það hefði verið hægt að koma í veg
fyrir andlát hans og hvort fleiri
hefðu þurft að þola það sama.
Loks í september 2011 sat ég með
niður stöðu landlæknis í höndunum
sem staðfesti gáleysisleg mistök.
En þar með var daglegum vanga-
veltum mínum ekki lokið. Land-
spítalinn hefur ekki getað sýnt
mér fram á lærdóm af atvikinu og
öllum mínum tilraunum til sátta
hefur verið hafnað. Skriflega var
tekið undir það sjónarmið mitt að
þetta hefðu verið mistök. Það má
lesa milli lína bréfsins að þeir
væru að gera meira en þeim bæri
að gera með því að biðjast afsök-
unar. Þetta voru ljótar ásakanir af
minni hálfu.
Svo kom nú í ljós að þeir vissu
þetta allan tímann en létu mig hafa
fyrir því að berjast fyrir réttlæt-
inu alveg eins og þeir sem smituð-
ust af lifrarbólgu C eftir blóðgjöf
hafa þurft að gera.
Forkastanlegt virðingarleysi
Í þessu samhengi fá viðbrögð bíl-
stjórans nýtt og skýrara sam-
hengi. Heilbrigðiskerfið sem veit
upp á sig skömmina en lætur
veikburða sjúklinga berjast fyrir
heilsu sinni og lífi er til hábor-
innar skammar. Er þetta virki-
lega framkoma sem heilbrigðis-
yfirvöldum finnst ásættanleg?
Öryggismenning eða öryggis-
bragur sem landlæknir nefnir í
grein í Fréttablaðinu 26. mars sl.
og fleiri fræðimenn tönnlast á er
vægast sagt bágborin. Virðingar-
leysið gagnvert manneskjunni er
forkastanlegt.
Auðvitað er þjónustan góð í
mörgum tilfellum en það afsakar
ekki hvernig unnið er úr mistaka-
málum. Við verðum að geta treyst
að sérfræðingar kerfisins bregðist
við á heiðarlegan hátt og sýni lífi
okkar virðingu. Í lok sögunnar um
miskunnsama Samverjann spurði
Jesú „Hver þessara þriggja sýn-
ist þér hafa reynst náungi þeim
manni sem féll í hendur ræningj-
ans? Lögvitringurinn svaraði
„Sá sem miskunnarverkið gerði
honum“ (Lúkasarguðspjall 10.
kafli). Það þarf svona fagmennsku
í heilbrigðiskerfið.
Grunlaus bílstjórinn færði mér
miklu stærri gjöf en „displayið“.
Hann færði mér dýrmæta virð-
ingu og visku sem er verðmeiri
en öll þekking LSH. Það er gott
að verða á vegi fólks sem glæðir
lífið meiri hamingju með fallegri
og fumlausri breytni sinni.
Kærar þakkir Þór, bílstjóri og
náungi.
Börðumk einn við átta,
en við ellifu tysvar,
svá fengum val vargi,
varðk einn bani þeira.
Ekki veit ég hvort að þeim
30 sem féllu fyrir skáldinu,
skíthælnum og landeigand-
anum Agli Skallagríms-
syni hafi verið það nokkur
huggun að fjöldi þeirra (en
ekki nöfn) hafi verið gerð-
ur ódauðlegur.
Ekki veit ég heldur hvort
Huang Nubo, áhugamaður um
Grímsstaði á Fjöllum, sé skíthæll
eða ekki. Fram hafa stigið menn,
sem segjast þekkja hann persónu-
lega og telja hann hinn mesta öðl-
ing og hið ágætasta skáld. Aðrir
telja hann vera skilgetið afkvæmi
og verkfæri heimsvaldastefnu
Kínverja. Sjálfur get ég ekki var-
ist fordómum gagnvart þeim sem
hafa brotið sér leið til valda og
auðæfa í einræðisríkjum, þannig
að ég gæti alveg trúað einhverju
misjöfnu upp á kauða. En hvort
heldur sem er, þá liggur mögu-
leiki okkar til ódauðleika e.t.v. hjá
skáldinu.
Ég hef hins vegar litlar áhyggj-
ur af því að Nubo byggi her-
skipa- eða umskipunarhöfn í landi
Grímsstaða, enda mun skipastigi
upp Dettifoss ólíklega hljóta náð
fyrir augum skipulagsyfirvalda.
Kannski las hann um vænleika
Grímseyjar sem herskipahöfn í
Heimskringlu en fór örnefnavillt.
Áhyggjuleysi mitt nær einnig yfir
herflugvelli og kínverska her-
menn, en slíkir þurfa vegabréfs-
áritun, mega ekki fara með vopn
(skv. lögreglusamþykktum án und-
anþágu frá lögreglustjóra) og með-
ferð þungavopna sem og kjarn-
orkuvopna í höndum einkaaðila
er stranglega bönnuð o.s.frv. Hins
vegar má byggja hótel með leyfi
réttra yfirvalda og það má okra
á kínversku auðfólki, sem í hjátrú
sinni vill geta sín börn undir log-
andi norðurljósahimni, svo lengi
sem það fær vegabréfs-
áritun til Íslands.
Landeigendastétt
En sé Nubo þessi skít-
hæll og fái hann að kaupa
Grímsstaði, þá yrði hann
hvorki fyrsti né síðasti
skíthællinn í landeigenda-
stétt á Íslandi. En þó að
skíthælar séu blessunar-
lega frekar fáir, þá gæti
ég trúað að hlutur þeirra
í landeigendastétt sé, ef
eitthvað er, meiri en í öðrum stétt-
um þjóðfélagsins, og hafi jafnvel
farið vaxandi nú á nýrri öld. Því
eiga Egill Skallagrímsson og Guð-
mundur ríki Arason sér andlega
bræður nú sem áður í þeirri ann-
ars ágætu stétt. Verkefni almenn-
ings og stjórnvalda er því ekki að
grípa til sértækra aðgerða til þess
að Nubo geti ekki komist í skít-
hælahóp landeigendastéttarinn-
ar, heldur annað hvort að koma í
veg fyrir að skíthælar geti átt hér
land, óháð þjóðerni, eða, það sem
vænlegra er, að koma í veg fyrir
að skíthælar geti misnotað vald
sitt hvort heldur sem landeigendur
eða á öðrum sviðum þjóðfélagsins.
Eins og áður getur, er þegar til
staðar í landinu löggjöf sem mun
gera áform um herflugvelli og
herskipahafnir í eigu einka aðila í
versta falli erfiða, námu- og virkj-
unarleyfi þarf að sækja um til
réttra yfirvalda og ég bý ekki yfir
hugmyndaauðgi til að koma auga á
önnur illvirki sem Nubo þessi gæti
framið, sem innlendir skíthælar
eru ekki fullfærir um að fremja
nokkurn veginn hjálparlaust.
Á síðustu árum hefur í vax-
andi mæli gætt tilhneigingar
land eigenda til þess að takmarka
umferð almennings um eignar-
lönd sín, með læstum hliðum,
girðingum og bannskiltum, jafn-
vel á fornum götum milli bæja eða
inn á afrétti og óbyggðir og taka
sér þar með vald og heimildir sem
þeir hafa aldrei haft. Virðist þetta
hafa haldist í hendur við breytt not
jarða, frá því að vera nýttar undir
landbúnað og yfir í að verða ein-
hvers konar afdrep þéttbýlisbúa
þar sem litið er á umferð almenn-
ings sem átroðning og spillingu
sveitarsælunnar. Það að njóta
kyrrðar og fegurðar á eignarlandi
er og á að vera réttur allra lands-
manna á meðan hann veldur ekki
ónauðsynlegri og óhóflegri truflun
hjá bústofni og búaliði, þó svo að
réttur eigenda til að stunda land-
búnað og hafa hefðbundin nyt af
jörðinni verði ekki vefengdur.
Mikilvægt er að hagsmuna og
verndar almennings gagnvart inn-
lendum sem erlendum skíthælum
verði gætt með almennum lögum
og reglum á sviði umhverfis-, auð-
linda- og almannaréttar, en snúist
ekki um það hvort einstakir menn
séu skáeygðir eður ei.
➜ Mikilvægt er að hags-
muna og verndar almenn-
ings gagnvart innlendum
sem erlendum skíthælum
verði gætt með almennum
lögum og reglum ...
➜ Auðvitað er þjónustan
góð í mörgum tilfellum en
það afsakar ekki hvernig
unnið er úr mistakamálum.
Bílstjóri nr. 357
Í tilefni af
„Alþingis limrum“,
sem birtust í Frétta-
blaðinu 17. júlí sl.
og vakið hafa furðu
margra fyrir leir-
burð, langar mig að
rifja upp að Hring-
fari, vinur minn og
skjólstæðingur, orti
á sínum tíma eftir-
farandi viðvörun:
Morð Skáld
BRAGFRÆÐI
Ingvar Gíslason
fv. alþingismaður
og ráðherra
UMHVERFIS-
VERND
Haukur
Eggertsson
verkfræðingur
SAMFÉLAG
Auðbjörg
Reynisdóttir
markþjálfi og
hjúkrunarfræðingur
Limran er leikur með orð,
svo lipur hún fljúgi um borð.
Þó leynist sá voði
með leirburðarhnoði
á limrunni fremjirðu morð.
Og Hringfari bætti við eftir
lestur „Alþingislimranna“:
Þó hugsun í limru sé ljót,
hún líður ei fyrir það hót.
Ef formið er vömm
er það forsmán og skömm,
líkt og malað sé gull fyrir grjót.