Fréttablaðið - 01.08.2013, Side 58
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46
Red 2 er beint framhald grín- og
hasarmyndarinnar Red frá árinu
2010. Hér bregður gamla brýnið
Bruce Willis sér aftur í hlutverk
fyrrverandi CIA-útsendarans
Franks Moses.
Söguþráður myndarinnar er
á þann veg að Moses og kær-
asta hans, Sarah Ross, reyna eftir
bestu getu að lifa eðlilegu lífi eftir
atburði síðustu myndar. Dag nokk-
urn birtist Marvin Boggs, sem
leikinn er af John Malkovich, og
varar þau við því að líf þeirra sé
í hættu því Moses á að hafa verið
viðriðinn leynilega hernaðar-
aðgerð sem kallast Nightshade.
Umrædd aðgerð varð til á tímum
kalda stríðsins og var tilgangur
hennar að smygla kjarnorkuvopni
í pörtum til Rússlands. Boggs
hefur auðvitað lög að mæla og á
þríeykið brátt fótum sínum fjör að
launa. Á sama tíma hefur Victoria
Winslow, njósnari og gamall kunn-
ingi Moses og Boggs, samband við
Moses og tilkynnir honum að hún
hafi tekið að sér verkefni á vegum
MI6 og verkefnið er að myrða
Sótt að Frank Moses
úr öllum áttum
Red 2 er beint framhald grín- og hasarmyndarinnar Red frá 2010. Myndin, sem
skartar Bruce Willis í einu aðalhlutverkanna, var frumsýnd hér á landi í gær.
KOMIN AFTUR Frank Moses, Sarah Ross og Marvin Boggs reyna að halda lífi í framhaldsmyndinni Red 2.
Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frum-
sýnd í Bíói Paradís þann fyrsta ágúst. Myndin er tekin
upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja
kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy
Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni
í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og
réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð
myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig
alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leik-
stjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin.
Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of
America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt
eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar,
No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því
hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-
goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á
South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan
á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims.
Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í
Bíói Paradís þann 2. ágúst.
Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling
leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God
Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói á morgun.
Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski
glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy
(Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er
yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi.
olof@frettabladid.is
Pussy Riot, Soul of America og
Only God Forgives frumsýndar
Nokkrar myndir verða frumsýndar í vikunni. Heimildarmyndin um Pussy Riot,
Charles Bradley: Soul of America og Only God Forgives, með Ryan Gosling.
PUSSY RIOT: A PUNK PRAYER Áður óséð myndskeið eru
sýnd í þessari áhrifamiklu heimildarmynd.
ONLY GOD FORGIVES Ryan Gosling og Nicolas Winding Refn
leiða saman hesta sína á ný í þessari kvikmynd, en þeir unnu
síðast saman í kvikmyndinni Drive.
Persónan Victoria Winslow, sem leikin er af Helen Mirren,
segist í einu atriði í myndinni vera Englandsdrottning.
Mirren hefur í þrígang leikið breska drottningu: hún
lék Charlotte drottningu í The Madness of King
George og Elísabetu II. í myndinni The Queen frá
árinu 2006 og aftur í leikritinu The Audience sem
sett var á svið breska þjóðleikhússins fyrir stuttu.
Þrisvar leikið drottningu
Moses. Ekki nóg með það, heldur
er leigumorðinginn Han Cho-Bai
einnig á höttunum eftir aumingja
Moses sem er hvergi óhultur. Nú
ríður á að Moses komist til botns í
málinu og bjargi þar með lífi sínu
og kærustu sinnar.
Leikstjóri myndarinnar er
hinn bandaríski Dean Parisot og
er þetta fimmta kvikmynd hans.
Áður hefur hann leikstýrt mynd-
um á borð við Fun with Dick and
Jane, sem er frá árinu 2005 og
skartaði Jim Carrey í aðalhlut-
verki, og gamanmyndinni Galaxy
Quest frá 1999 með Sigourney
Weaver í aðalhlutverki.
Leikarahópur Red 2 er langur
og öflugur. Með helstu hlutverk
fara Bruce Willis, John Malkovich
as Marvin Boggs, Mary-Louise
Parker sem Sarah Ross, Catherine
Zeta-Jones, Lee Byung-hun,
Anthony Hopkins, Helen Mirren
og Brian Cox.
Myndin hlýtur 41 prósent í ein-
kunn frá gagnrýnendum á vefsíð-
unni Rottentomatoes og 7,2 í ein-
kunn á Imdb.com.
sara@frettabladid.is
Framleiðendur kvikmyndaraðar-
innar Mortal Instruments eru nú
í viðræðum við stórleikkonuna
Sigourney Weaver um að taka að
sér hlutverk leiðtoga Skuggaveið-
aranna, eða Shadowhunters eins
og þeir kallast á enskri tungu.
Kvikmyndaröðinni er spáð svip-
aðri velgengni og Twilight og
Hungurleikunum.
Myndirnar segja sögu Clary
Fray, sem leikin er af Lily Coll-
ins, sem kemst að því í fyrstu
myndinni, City Of Bones, að hún
tilheyrir hópi Skuggaveiðara og
getur séð og sigrað illa ára.
City Of Bones verður frum-
sýnd í Bandaríkjunum þann 21.
ágúst næstkomandi og skartar
Jamie Campbell Bower, Kevin
Zegers, Jonathan Rhys Meyers,
Jemima West og Robert Sheehan
í helstu hlutverkum auk Cole.
Sigourney Weaver
sem Skuggaveiðari
Leikkonan er í viðræðum við framleiðendur um
hlutverk í kvikmyndaröðinni Mortal Instruments.
Í VIÐRÆÐUM Sigourney Weaver er í
viðræðum við framleiðendur myndanna
Mortal Instruments.
NORDICPHOTOS/GETTY
Samkvæmt heimildum vestanhafs er Ben Foster
á lokastigi samningaviðræðna við framleiðslu-
fyrirtækið Working Title um að leika Lance
Armstrong í kvikmynd sem mun fjalla um
feril Armstrongs. Meðal annars verður fjallað
um lyfjahneykslið sem upp komst um fyrr á
þessu ári og varð margföldum sigurvegara
Tour de France að falli.
Þessi kvikmynd er ein þriggja mynda sem eru í
bígerð og byggja á lífi og ferli Armstrongs.
Framleiðslufyrirtækið Paramount er að vinna að
kvikmyndaaðlögun á bókinni Cycle of Lies: The Fall
of Lance Armstrong, og Warner er einnig að undir-
búa aðra útgáfu sögunnar.
Working Title hefur þegar ráðið til sín handrits-
höfundinn John Hodge, sem er hvað þekktastur fyrir
að hafa skrifað handritið að kvikmyndinni Train-
spotting. - ósk
Ben Foster leikur
Lance Armstrong
Vinna að nýrri kvikmynd sem byggð
er á ævi Lance Armstrong er nú
hafi n, sú þriðja á stuttum tíma.
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU