Fréttablaðið - 01.08.2013, Side 52
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
Upphitun fyrir tónlistar hátíðina
Innipúkann fer fram á Kexi
hosteli í kvöld. Hljómsveitin
Samaris kemur fram og einnig
gefst gestum færi á að kaupa
armbönd inn á hátíðina sjálfa á
staðnum.
Samaris var stofnuð í Reykja-
vík árið 2011 og samanstendur
af söngkonunni Jófríði Áka-
dóttur, raftónlistarmanninum
Þórði Kára Steinþórssyni og
Áslaugu Rún Magnúsdóttur sem
spilar á klarinett. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21.
Hitað upp fyrir
Innipúkann
SAMARIS Upphitun fyrir Innipúkann
fer fram á Kex í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR
1. ÁGÚST 2013
Tónleikar
22.00 Bítladrengirnir blíðu og Þór Breiðfjörð
söngvari halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8, í kvöld klukkan 22.00.
Kvikmyndir
20.00 Frumsýning á heimildamyndinni um
kvennapönkhljómsveitina Pussy Riot í Bíó Pardís
kl. 19.30. Kvennapönkhljómsveitin Viðurstyggð
mun hita upp og léttar veitingar verða í boði
frá kl. 19.30. Myndin hefst kl. 20.00. Hægt er
að tryggja sér miða á midi.is en einnig er hægt
að kaupa miða á frumsýninguna í miðasölu Bíó
Paradís en hún er opin daglega frá kl 17.
Tónlist
20.00 Aurora Borealis munu koma fram
í Viðeyjarstofu í kvöld kl. 20.00. Margrét
Hrafnsdóttir og Ave harmonikkuleikari flytja
einungis verk eftir konur. Á efnisskránni er
frumflutningur eftir Ingibjörgu Guðlaugs-
dóttur en einnig verða verk flutt eftir Hafdísi
Bjarnadóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og
Ingunni Bjarnadóttur. Það kostar 2.700 krónur
á tónleikana og sigling með ferjunni er inni-
falin. Miðasala fer fram á midi.is. Ferjan siglir
frá Skarfabakka við Sundhöfn kl. 19:15 og til
baka að tónleikum loknum.
20.00 Djasstríóið Ungút heldur aukatónleika
í tónleikasalnum Hljóðbergi í Hannesarholti í
kvöld kl. 20.00. Flutt verður efni af nýútkom-
inni plötu tríósins, Blástjörnunni. Um er að
ræða íslensk þjóðlög í útsetningu og flutningi
djasspíanistans Peter Arnesen. Miðaverð er
2.000 krónur og selt er inn við hurðina.
20.00 Bachsveitin kemur fram í Skálholts-
kirkju ásamt hornleikurunum Ellu Völu
Ármannsdóttur og Olivier Picon og Sigurði
Halldórssyni á pikkolóselló.
21.00 Myrra Rós og Elín Ey halda tónleika á
Café Rosenberg í kvöld klukkan 21.
22.00 Bíó Paradís heldur fjórðu tónleika
sumarsins. Verða þeir í stóra sal hússins og
hefst tónlistin klukkan 22.00. Arnljótur og
Samaris koma fram. Klængur Gunnarsson,
listamaður sér um sjónrænar brellur meðan
á tónleikum stendur. Aðgangur er ókeypis og
verður sjoppan opin að vanda. Tilboð á bjór
og poppkorni.
22.00 Í tilefni útgáfu stuttskífunnar Aquarium
með kimono verður boðað til tónleika á Fak-
torý í kvöld. Bandarísk-íslenski dúettinn Low
Roar kemur einnig fram. Miðasala opnar kl
21.00 og hefjast tónleikarnir svo stundvíslega
kl 22.00. Miðaverð er 1.500 kr.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
Íslandsvinurinn og diskó-
konungurinn Nile Rodgers, sem
tróð upp í Hörpu með hljómsveit
sinni Chic fyrr í mánuðinum,
hefur gefið frá sér yfirlýsingu
þess efnis að hann hafi sigrast
á krabbameini sem hefur hrjáð
hann undanfarin ár. Hann var
fyrst greindur með krabba-
meinið árið 2010.
Rodgers segir jafnframt að
velgengni hans undanfarið,
meðal annars með sumarsmell-
inum Get Lucky, sem hann
samdi með hljómsveitinni Daft
Punk, hafi hjálpað honum að
yfirstíga sjúkdóminn. Hann
lýsti því sjálfur yfir í viðtali
vestanhafs, við The Official
Charts Company, fyrr á þessu
ári. - ósk
Nile Rodgers
við hestaheilsu
Í SVEIFLU Það var ekki að sjá á tón-
leikum Niles Rodgers í Hörpu að hann
væri veikur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON
HEIMSMEISTARAMÓT
Í BEINNI!
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
14
8
8
1
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
14
8
8
1
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is
bein útsending alla daga frá morgni til kvölds
4.–11. ÁGÚST
Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Berlín í Þýskalandi dagana 4.–11.
ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana
og samantektarþætti á kvöldin. Keppt er í sjö keppnisgreinum: tölti, slaktaumatölti,
fjórgangi, fimmgangi, gæðingaskeiði, 250 metra skeiði og 100 metra flugsskeiði.
Mótið verður formlega sett næstkomandi sunnudag en þá mun Dorrit Moussaieff,
forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín. Fylgstu með færustu
knöpunum og flottustu fákunum á Stöð 2 Sport.
veisla fyrir hestamanninn
Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu
hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti
íslenska hestsins á Stöð 2 Sport.