Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 52
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Upphitun fyrir tónlistar hátíðina Innipúkann fer fram á Kexi hosteli í kvöld. Hljómsveitin Samaris kemur fram og einnig gefst gestum færi á að kaupa armbönd inn á hátíðina sjálfa á staðnum. Samaris var stofnuð í Reykja- vík árið 2011 og samanstendur af söngkonunni Jófríði Áka- dóttur, raftónlistarmanninum Þórði Kára Steinþórssyni og Áslaugu Rún Magnúsdóttur sem spilar á klarinett. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Hitað upp fyrir Innipúkann SAMARIS Upphitun fyrir Innipúkann fer fram á Kex í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Tónleikar 22.00 Bítladrengirnir blíðu og Þór Breiðfjörð söngvari halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8, í kvöld klukkan 22.00. Kvikmyndir 20.00 Frumsýning á heimildamyndinni um kvennapönkhljómsveitina Pussy Riot í Bíó Pardís kl. 19.30. Kvennapönkhljómsveitin Viðurstyggð mun hita upp og léttar veitingar verða í boði frá kl. 19.30. Myndin hefst kl. 20.00. Hægt er að tryggja sér miða á midi.is en einnig er hægt að kaupa miða á frumsýninguna í miðasölu Bíó Paradís en hún er opin daglega frá kl 17. Tónlist 20.00 Aurora Borealis munu koma fram í Viðeyjarstofu í kvöld kl. 20.00. Margrét Hrafnsdóttir og Ave harmonikkuleikari flytja einungis verk eftir konur. Á efnisskránni er frumflutningur eftir Ingibjörgu Guðlaugs- dóttur en einnig verða verk flutt eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Ingunni Bjarnadóttur. Það kostar 2.700 krónur á tónleikana og sigling með ferjunni er inni- falin. Miðasala fer fram á midi.is. Ferjan siglir frá Skarfabakka við Sundhöfn kl. 19:15 og til baka að tónleikum loknum. 20.00 Djasstríóið Ungút heldur aukatónleika í tónleikasalnum Hljóðbergi í Hannesarholti í kvöld kl. 20.00. Flutt verður efni af nýútkom- inni plötu tríósins, Blástjörnunni. Um er að ræða íslensk þjóðlög í útsetningu og flutningi djasspíanistans Peter Arnesen. Miðaverð er 2.000 krónur og selt er inn við hurðina. 20.00 Bachsveitin kemur fram í Skálholts- kirkju ásamt hornleikurunum Ellu Völu Ármannsdóttur og Olivier Picon og Sigurði Halldórssyni á pikkolóselló. 21.00 Myrra Rós og Elín Ey halda tónleika á Café Rosenberg í kvöld klukkan 21. 22.00 Bíó Paradís heldur fjórðu tónleika sumarsins. Verða þeir í stóra sal hússins og hefst tónlistin klukkan 22.00. Arnljótur og Samaris koma fram. Klængur Gunnarsson, listamaður sér um sjónrænar brellur meðan á tónleikum stendur. Aðgangur er ókeypis og verður sjoppan opin að vanda. Tilboð á bjór og poppkorni. 22.00 Í tilefni útgáfu stuttskífunnar Aquarium með kimono verður boðað til tónleika á Fak- torý í kvöld. Bandarísk-íslenski dúettinn Low Roar kemur einnig fram. Miðasala opnar kl 21.00 og hefjast tónleikarnir svo stundvíslega kl 22.00. Miðaverð er 1.500 kr. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is Íslandsvinurinn og diskó- konungurinn Nile Rodgers, sem tróð upp í Hörpu með hljómsveit sinni Chic fyrr í mánuðinum, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann hafi sigrast á krabbameini sem hefur hrjáð hann undanfarin ár. Hann var fyrst greindur með krabba- meinið árið 2010. Rodgers segir jafnframt að velgengni hans undanfarið, meðal annars með sumarsmell- inum Get Lucky, sem hann samdi með hljómsveitinni Daft Punk, hafi hjálpað honum að yfirstíga sjúkdóminn. Hann lýsti því sjálfur yfir í viðtali vestanhafs, við The Official Charts Company, fyrr á þessu ári. - ósk Nile Rodgers við hestaheilsu Í SVEIFLU Það var ekki að sjá á tón- leikum Niles Rodgers í Hörpu að hann væri veikur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON HEIMSMEISTARAMÓT Í BEINNI! F ÍT O N / S ÍA F I0 14 8 8 1 F ÍT O N / S ÍA F I0 14 8 8 1 Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is bein útsending alla daga frá morgni til kvölds 4.–11. ÁGÚST Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Berlín í Þýskalandi dagana 4.–11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Keppt er í sjö keppnisgreinum: tölti, slaktaumatölti, fjórgangi, fimmgangi, gæðingaskeiði, 250 metra skeiði og 100 metra flugsskeiði. Mótið verður formlega sett næstkomandi sunnudag en þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín. Fylgstu með færustu knöpunum og flottustu fákunum á Stöð 2 Sport. veisla fyrir hestamanninn Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins á Stöð 2 Sport.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.