Fréttablaðið - 01.08.2013, Page 56
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44
Senn eru liðin tuttugu ár frá dauða
Kurts Cobain, söngvara, gítarleik-
ara og lagasmið hljómsveitarinnar
Nirvana. Þann 8. apríl 1994 fannst
hann látinn á heimili sínu í borg-
inni Seattle og er talið að hann hafi
fyrirfarið sér þremur dögum áður.
Gruggarar um víða veröld syrgðu
þennan vinsæla tónlistarmann og
fljótlega fóru samsæriskenningar
að skjóta upp kollinum.
Það er viðbúið að andlátsins
verði minnst með einhverjum
hætti næsta vor, en nú þegar hefur
verið tilkynnt um endurútgáfu
plötunnar In Utero í haust. Platan
var þriðja og síðasta hljóðvers plata
Nirvana og kom út 13. septem ber
1993.
Upptökustjórn var í höndum
hávaðaseggsins Steves Albini og
þótti hljómurinn heldur grodda-
legri en á stjarnfræðilega vinsæl-
um forveranum, plötunni Never-
mind. Hljómsveitinni fannst sem
pönkaðar lagasmíðarnar hefðu
slípast fullmikið í höndum upp-
tökustjórans Butch Vig, en hann
hafði dregið poppuðustu og
melódísk ustu hliðar sveitarinnar
fram á Nevermind.
Hljómsveitarmeðlimir voru hins
vegar tvístígandi eftir að upp-
tökum lauk og á síðustu stundu
voru nokkur lög endurhljóðblönduð
og heildarhljómurinn mýktur örlít-
ið, þrátt fyrir mótbárur Albinis.
Hráleikinn var þó enn til stað-
ar og gagnrýnendur voru yfir sig
hrifnir af In Utero. Fjölmargir
aðdáendur sveitarinnar telja plöt-
una þá bestu sem hún gaf út og að
á henni hafi Nirvana fullkomnað
hljóm sinn.
Afmælisútgáfan kemur út þann
24. september og inniheldur þrjá
geisladiska og einn DVD-disk.
Platan verður þar bæði í upp-
runalegri og í endurhljómjafnaðri
útgáfu, ásamt endurhljóðblönduð-
um tilraunaupptökum (demóum)
og hinum frægu en áður ófáanlegu
Live and Loud-tónleikum MTV í
heild sinni. haukur@frettabladid.is
Seinasta plata Nirvana
endurútgefi n
Aðdáendur Nirvana, gruggsveitarinnar sálugu, eiga von á góðu í haust þegar
platan In Utero verður endurútgefi n í tilefni af 20 ára afmæli hennar.
Nirvana fylgdi In Utero eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin í
október. Að því loknu fór sveitin til Evrópu en þurfti að aflýsa ferðalaginu
í byrjun marsmánaðar 1994 eftir að Cobain tók of stóran skammt af
Rohypnoli í Róm og lenti á spítala. Þann 18. mars kallaði eiginkona
Cobains, Courtney Love, eftir aðstoð lögreglu á heimili þeirra hjóna.
Cobain var í sjálfsvígshugleiðingum og hafði læst sig inni í herbergi með
byssu. Hann samþykkti í kjölfarið að fara í meðferð, en lét sig hverfa af
meðferðarheimilinu 1. apríl og spurðist ekkert til hans fyrr en hann fannst
látinn á heimili sínu viku síðar.
Harmsaga söngvara
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar
afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og
skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það
efni sem leitað er að.“
BESTI FRÉTTA- OG
AFÞREYINGARVEFURINN
Minna að fletta
meira að frétta
Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir,
fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og
færri flettingar.
Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta-
og afþreyingarvefur ársins á Íslensku
vefverðlaununum 2012.
TUTTUGU ÁR Senn eru liðin tuttugu ár frá dauða Kurts Cobain, söngvara og gítar-
leikara Nirvana.
1 Olly Murs Dear Darlin’
2 Capital Cities Safe and Sound
3 Nýdönsk Iður
4 Kaleo Vor í Vaglaskógi
5 John Newman Love Me Again
6 Hjaltalín Halo
7 Dr. Gunni og Friðrik Dór Glaðasti hundur í heimi
8 Dikta Talking
9 Pink / Lily Allen True Love
10 Michael Bublé It’s a Beautiful Day
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
25.7.2013 ➜ 31.7.2013
1 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music
2 Samaris Samaris
3 Sigur Rós Kveikur
4 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
5 Of Monsters and Men My Head Is an Animal
6 Ýmsir Inspired by Harpa
7 Ýmsir Tíminn flýgur áfram
8 Ýmsir Einnar nætur gaman með Sigga Hlö
9 Ýmsir Fjölskyldualbúmið
10 Ýmsir Acoustic Iceland
„Það er bannað að skammast sín fyrir að fíla tónlist og það er bannað að
láta aðra skammast sín fyrir að fíla tónlist.“ Þetta skrifaði einhver friðelsk-
andi meðlimur Facebook-hóps sem ég tilheyri þar sem oft myndast fjörugar
umræður um tónlist.
Mér fannst mikil og góð speki í orðunum og velti því fyrir mér hvers
vegna maður skammist sín stundum fyrir það hallærislegasta sem maður
heldur upp á. Það er eins og að skammast sín fyrir að hrífast af manneskju
sem öðrum finnst
ófríð. Það er ekkert
vit í því, og ég bendi
á að ef allir hrifust
af því sama væri
ljóta fólkið útdautt
fyrir löngu.
Ég lít svo á að
það sé réttur minn
að mega halda upp
á hvern þann tón-
listarmann sem mér
hugnast án þess að
verða fyrir aðkasti
samborgara minna.
Ég á ekki að þurfa
að fela lummulegu
þungarokksdiskana
mína frá tíunda
áratugnum inni í
skáp í hvert sinn
sem einhver með
puttann betur á
púlsinum kemur í
heimsókn.
En þetta er
tvíeggjað sverð.
Um leið neyðist
ég eiginlega sjálfur til að sýna gott fordæmi og hætta að stríða góðum vini
mínum á tónlistinni sem hann hlustar á. Hann hefur gaman af Nickelback
og James Blunt, svo dæmi séu tekin, og ég hef gerst sekur um heilmikil
leiðindi í hans garð vegna þess.
Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort ég láti af þessari hegðun minni
en ég bið aðra vinsamlegast um að leyfa mér að hlusta á glataða tónlist í
friði.
Í spilaranum
TÓNNINN
GEFINN
Haukur Viðar Alfreðsson
Samaris – Samaris
Sigur Rós – Kveikur
Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn