Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 01.08.2013, Síða 10
1. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 7 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT 1 The Bat Jo Nesbø Winter of the World Ken Follett The Casual Vacancy J.K. Rowling I’ve Got Your Number Sophie Kinsella Joyland Stephen King The Long Earth Terry Pratchett 10 The Racketeer John Grisham A Wanted Man Lee Child The Lost Boy Camilla Läckberg ERLENDAR KILJUR Alex Cross, Run James Patterson METSÖLULISTI EYMUNDSSON 2 3 4 5 6 98 7 AFGANISTAN Alls létu 1.319 óbreyttir borgarar lífið í átökunum í Afganistan á fyrri helmingi þessa árs. Það eru 161 fleiri en á sama tíma í fyrra, sem nemur um fjórtán prósenta fjölgun. Þá fjölgaði særðum um rúman fjórðung, úr tæp- lega 2.000 í rúmlega 2.500. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna sem birt var í gær, en alda ofbeldis sem hefur gengið yfir landið að undanförnu eykur á efasemdir um að afganskar öryggissveitir muni koma til með að ráða við ástandið eftir að erlent herlið yfirgefur landið fyrir lok næsta árs. Langstærstur hluti fallinna og særðra, eða um tveir af hverjum þremur, er rakinn til aðgerða uppreisnarhópa sem hafa notað sprengjuárásir í enn frekara mæli en áður. 146 létust í aðgerð- um stjórnarliða og bandamanna þeirra, flestir vegna bardaga á jörðu niðri eða loftárása. Skýrsluhöfundar vekja einnig athygli á þeim fjölda kvenna og barna sem hafa orðið fyrir barðinu á óöldinni. 106 konur og 231 barn féllu frá ársbyrjun til júníloka, en á sama tíma í fyrra létust 76 konur og 232 börn. Vopnaðir hópar stjórnarandstæðinga hafa stóraukið umsvif sín síðustu misseri eftir því sem afganskar sveitir hafa tekið virkari þátt í öryggisgæslu í landinu. Áætla má að yfir 20.000 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í átökum í land- inu frá innrás fjölþjóðaliðs undir forystu Banda- ríkjanna haustið 2001. - þj Ný úttekt Sameinuðu þjóðanna um ástand mála í Afganistan: Óbreyttir falla í Afganistan ÓFREMDARÁSTAND 1.319 óbreyttir Afganir létust vegna stríðsátaka á fyrri hluta ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Ganga má út frá því sem vísu að umfang tölvu- og net- glæpa aukist hér á landi í fyrirsjá- anlegri framtíð að mati ríkislög- reglustjóra. Vaxandi tjón vegna þessa mun skila sér í kröfum um hertar refsingar fyrir netglæpi. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpa- starfsemi og hættu á hryðjuverk- um hér á landi. Tölvu- og netglæpir eru það form skipulagðrar glæpastarfsemi sem líklegast er að sé beint gegn almenningi hér á landi, samkvæmt skýrslunni. Þar er til dæmis átt við tilraun- ir til fjársvika, til dæmis með svo- kölluðum Nígeríubréfum. Einnig er vísað til tilrauna til að brjótast inn í tölvur og bankareikninga. Þá er bent á að barnaklámi sé dreift með þróuðum kerfum tölvuþrjóta. Tölvukerfi fyrirtækja og stofn- ana geta orðið fyrir árásum tölvu- hakkara sem geta valdið mikl- um skaða, samkvæmt skýrslunni. „Ljóst er að slíkar árásir gætu tal- ist til hryðjuverka yrðu tölvukerfi sem lúta að mikilvægustu innvið- um og stoðkerfum samfélagsins, til að mynda raforkumiðlun, gerð óstarfhæf,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni er ekki fjallað um hvernig lögregla geti brugðist við hættu af þessu tagi, né tiltekin ákveðin dæmi um árásir á tölvu- kerfi sem valdið hafa skaða. Þar segir þó að viðbrögð lögreglu þurfi ekki síst að felast í viðleitni til að vekja almenning og stjórnendur fyrirtækja til vitundar um þessa gerð skipulagðrar glæpastarfsemi. Í skýrslunni er rakið að þegar reynt hafi verið að leggja mat á fjárhagslegan skaða vegna tölvuá- rása á Vesturlöndum hafi verið um „stjarnfræðilegar fjárhæðir“ að ræða. Þar segir að upplýsingar frá Lögregla býr sig undir að tölvuglæpum fjölgi Tölvu- og netglæpir munu aukast hér á landi á næstunni að mati ríkislögreglu- stjóra. Búast má við kröfu um hertar refsingar vegna vaxandi tjóns. Fjárhagslegur skaði á Vesturlöndunum er sagður „stjarnfræðilegur“ og mun fara hratt vaxandi. LOFTRÝMISGÆSLA Þó að litlar líkur séu taldar á hryðjuverkaárás hér á landi sam- kvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að hryðjuverkamenn sem vilji ráðast gegn Vesturlöndum geti talið auðveld skotmörk hér á landi, til dæmis herafla sem hér sinni loftrýmisgæslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Engar upplýsingar liggja fyrir um að verið sé að skipuleggja eða undir- búa hryðjuverkaárásir hér á landi, samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Mat á hryðjuverkaógn er ónákvæmara hér á landi en almennt á Norður- löndunum þar sem lögregla hefur ekki sömu heimildir til að fyrirbyggja hryðjuverk, segir í skýrslunni. Þegar lagt er mat á getu til að fremja hryðjuverk hér á landi telur ríkis- lögreglustjóri líklegt að eggvopn, rifflar, haglabyssur eða heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast sé að verði beitt. Ekki sé fyrir hendi geta til að framkvæma hryðjuverk með notkun gereyðingarvopna. Þar er þó varað við því að hryðjuverkamenn kunni að beina sjónum sínum að Íslandi telji þeir sig geta ráðist gegn vestrænum hagsmunum hér á landi með auðveldum hætti. Það eigi til dæmis við um sendiráð erlendra ríkja og liðsafla ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinni loftrýmisgæslu. GETA EKKI BEITT GEREYÐINGARVOPNUM íslenskir tölvunotendur voru síðast í gær varaðir við tilraun til tölvuglæpa. Í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér var varað við því að þrjótar hafi komist yfir íslenskan netfangalista. Í kjölfarið sendu þrjótarnir pósta á listann sem gæti virst stafa frá íslenskum bönkum, þar sem beðið er um persónuupplýsingar. Komust yfir netfangalista VÍSINDI Bandarískir vísindamenn hafa færst skrefi nær því að rækta nýtt eyra úr frumum sjúklinga, en samkvæmt frétt BBC, sem vitnar í nýlega fræðigrein, tókst vísindamönnunum í Boston að rækta nokkuð í líkingu við eyra úr frumum kúa og kinda. Ef allt fer að óskum gæti þessi tækni nýst til að gera nýtt ytra eyra fyrir fólk sem er með afmynduð eyru, eða hefur misst eyra í slysi. Ferlið er þannig að lifandi frumum úr kúm og kindum var komið fyrir á lítilli vírgrind úr títani í laginu eins og manns- eyra. Því var svo komið fyrir inni í líkama rottu þar sem það óx í tólf vikur, en ónæmiskerfi rottunnar hafði áður verið gert óvirkt svo að líkami hennar myndi ekki hafna eyranu sem aðskotahlut. Dr. Thomas Cervantes, sem fór fyrir teyminu, fagnaði niður- stöðunum, sem hann sagði marka tímamót. „Í fyrsta lagi tókst okkur að láta eyrað halda lögun sinni meðan það óx í tólf vikur inni í rottunni og auk þess tókst okkur að við- halda sveigjanleika brjósksins.“ Cervantes sagði að næsta skref væri að gera tilraunir á fólki, en sennilega væru um fimm ár í að það yrði að veruleika. - þj Markar tímamót í framleiðslu líkamshluta á rannsóknarstofum: Rækta mannseyra inni í rottu RÆKTUÐU EYRA Eyrað sem varð til í ræktun vísindamannanna frá Boston þykir vel heppnað og er meðal annars mjög sveigjanlegt. STJÓRNSÝSLA Snjóflóðavarnar- garðarnir tveir við Bolungarvík bíða nú eftir að verða nefndir. Því efndi Bolungarvíkur kaupstaður til nafnasamkeppni sem lauk fyrir helgi. Alls bárust um fjörutíu nafna- tillögur. Varnargarðarnir, en við þá hófst vinna árið 2006, eru mikið notaðir af útivistarfólki. Þegar nafn hefur verið ákveðið og framkvæmdum lýkur endan- lega stendur til að vígja varnar- garðana með viðhöfn. - nej Samkeppni um nafn lokið: Varnargarðar brátt nefndir SVÍÞJÓÐ Frá og með 1. september næstkomandi verða atvinnulausir í Svíþjóð að senda sænsku vinnu- málastofnuninni skýrslu í hverj- um mánuði og gera grein fyrir þeim störfum sem þeir hafa sótt um og öðrum athöfnum. Sá sem ekki sendir skýrsluna á réttum tíma fær viðvörun og á á hættu að missa bætur í einn eða fleiri daga. Gert er ráð fyrir að skrif- finnskan aukist með nýju regl- unum og þess vegna hafa fleiri starfsmenn verið ráðnir til þess að sinna henni, að því er greint er frá á viðskiptasíðu Dagens Ny- heter. - ibs Icelandair sló met í gær: Flugfarþegi númer 300.000 Í STOKKHÓLMI Atvinnulausir verða að senda vinnumálastofnun skýrslu í hverjum mánuði. FERÐAÞJÓNUSTA Þrjúhundruð þús- undasti farþegi Icelandair í júlí- mánuði fór í loftið um hádegis- bilið í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem Icelandair flytur fleiri en 300 þúsund farþega í einum mán- uði, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Í júlímánuði í fyrra var sett farþegamet þegar flug- félagið flutti 276.600 farþega. Um 10 þúsund farþegar fljúga með félaginu á sólarhring, að meðaltali eru 62 flug á dag og alls voru 1930 ferðir í júlí. - nej BRUNI Um tvöleytið í gærnótt tókst að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í báti í skipasmíða- miðstöðinni á Akranesi. Eldur- inn kom upp um hádegisbilið á þriðjudag og því tóku slökkvi- störf rúmlega hálfan sólarhring. Eftir að báturinn var færður út úr skipasmíðastöðinni gekk greið- ar að slökkva eldinn. Töluverðar skemmdir urðu á bátnum vegna eldsvoðans en er talið að vélar- rúm hans hafi sloppið. Eldurinn er talinn hafa átt upptök sín vegna logsuðu en það verður rannsakað nánar á næstu dögum. - nej Bátseldsvoði á Akranesi: Tók 14 tíma að slökkva eldinn útlöndum bendi til þess að kostn- aður hins opinbera og fyrirtækja vegna tölvuglæpa fari hratt vax- andi. Til að mynda færist tap banka og annarra fjármálafyrirtækja vegna tölvuglæpa í nágranna- ríkjunum í aukana. brjann@frettabladid.is Vinnumiðlunin í Svíþjóð: Herðir reglur vegna bóta

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.